Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1946, Side 48

Skinfaxi - 01.11.1946, Side 48
100 SKINFAXI Frá skrúðgöngunni. því logn og sólskin vai' allan daginn. Margar þúsundir manna geta prýðilega notið þess, sem fram fer á vellinum, og liaft hin ágætustu sæti, ef veður er hagstætt. Þcgar kl. var rúmlega 17, var haldið heim að tjörninni við skólann og hófst þar sundkeppni. Mannfjöldinn skipaði sér um- hverfis tjörnina, einkum á þrjá vegu. Sundið virtist eiga sterk ítök í mönnum. Þarna setti Áslaug Stefánsdóttir, úr Héraðs- sambandinu Skarpliéðinn, íslandsmet i 500 metra sundi kvenna, á 9:00.7 mín. — Varð hún og hlutskörpust i öllum sundgrein- um kvenna á mótinu og þótti vel af sér vikið. Hún hefur numið og æft sund á Laugarvatni, og er 16 ára að aldri. Sund- keppni þessari var lokið kh rumlega 19. Allan laugardaginn var fólkið að koma á mótið víðsvegar að. Mest voru þetta hópar á stórum fólksflutningabifreiðum, en einnig kom margt af smærri bifreiðum. Samkomugestir voru einkum úr Þingeyjarsýslum báðum, Eyjafjarðarsýslu, Ak- ureyri og Skagafirði. Tjöld voru reist á eyrunum fram með ánni, og þegar komið var fram á lágnætti mátti telja þar á þriðja hundrað tjöld. Var indælt að koma sér þar fyrir í kvöldkyrrðinni og veðurblíðunni. Ungmennafélagsfundur. Eftir kvöldmatinn hófst almennur ungmennafélagsfundur úti við tjörnina og var þar sérstaklega minnst 40 ára afmælis

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.