Skinfaxi - 01.11.1946, Qupperneq 55
SIUNFAXI
107
ari í Reykholti, tilkynnti, að sund Sigurðar byrjaði, og ís-
landsmetið væri nú 18:58,0 mín., sett af Sigurði Jónssyni í
K.R. Margir tóku upp úr sín og allir biðu þess með mikilli
efirvæntingu, hvernig Sigurði reiddi af þessar 10 ferðir, sem
bann fór í tjörninni frain og aftur. Þegar liann hafði lokið
sundinu, gullu við fagnaðarlæti, þvi auðséð var að liann hafði
sett metið, en hámarki sinu náðu þau, þegar tilkynnt var,
að hann liafði synt vegalengdina á 17:25,7 mín. og þannig
stórbætt íslandsmetið. Fór vissulega vel á því, að ljúka þessu
glæsilega móti með slíku afreki, þvi hér var ekki um venju-
lega sundlaug að ræða, heldur kaldan poll. Sigurður er á þrí-
tugs aldri, stór og gjörfulegur og hefur aðallega numið sund
að Laugum. Á hann vafalaust eftir að geta sér oft frægð fyrir
sundleikni sína.
Þegar þessari athöfn var lokið, skemmti fólk sér við dans
úti á pallinum, en þangað var komin hin góðkunna hljóm-
sveit Bjarna Böðvarssonar og byrjuð að leika fyrir dansinum,
sem hún gerði til kl. 1.30 um nóttina. Einnig fóru fram kvik-
myndasýningar í leikfimishúsinu, og leituðu ýmsir þangað sér
til skemmtunar.
Stjórnendur mótsins settust siðan á rökstóla og reiknuðu
út stig og undirbjuggu verðlaunaafhendingu mótsins. Var frá
Þjóðdansaflokkur Þórs á Akureyri. Stjórnandinn Jónas Jóns-
son sést lengst til hægri á myndinni.