Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1946, Side 63

Skinfaxi - 01.11.1946, Side 63
SKINFAXI 115 metnaðarmáli sinu að eiga þar fulltrúa, án tillits til þess, hvort það hefur möguleika til þess að vinna mótið eða hvernig keppendur þess standa sig miðað við keppendur annarra hér- aðssambanda. Þáttakan sýn- ir þá réttu mynd af íþrótta- lifi einstakra ungmennasam- banda og eftir henni verður íþróttastarf þeirra fyrst o<< fremst dæmt, en ekki eftir sigafjöldanum á landsmót- inu, enda þótt þau séu mælikvarði út af fyrir sig Það er fullkomið skilnings- leysi á gildi íþróttanna, ef sambönd senda ekki kepp- endur af ótta við það að hljóta fá stig. Og þó að þátt- takan i þessu móti hafi verið góð, gæti liún verið enn :> mennari og er það til athug- unar fyrir þau sambönd sem ekki senda fulltrúa að þessu sinni. Þau eiga tafar- laust að undirbúa þátttöku sina i næsta landmóti. Áslaug Stefánsdóttir. Niðurlag. Landsmótið að Laugum er einn merkasti iþróttaviðburður þessa árs og stórmerkur þáttur í félagslífi þjóðarinnar. Slíkur mannfagnaður er því miður of fágætur. Þarna fór saman mjög myndarleg þátttaka i iþróttunum víðsvegar að af land- inu, liið fegursta veður, staðhættir hinir ákjósanlegustu á Laugum, ágætur undirbúningur og síðast en ekki sizt einstak- lega prúðmannleg framkoma þess mikla mannfjölda, er sótti mótið þessa tvo daga. Mótið sóttu um 200 íþróttamenn, af Austurlandi, Suður- landi, Kjósarsýslu óg Borgarfirði, svo ég nefni þá, sem lengst áttu að sækja. Ferðin hjá Sunnlendíngunum tók rúma viku. Þetta er þó minni fórn en allt það starf, sem á bak við það liggur að sækja mótið, þótt um langan veg sé. Hver íþrótta- niaður verður að eyða löngum tíma i þjálfun, og forustumenn sambandanna að skipuleggja starfið. Hér hafa margir menn unnið gagnleg störf, sem borið hafa giftudrjúgan árangur.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.