Skinfaxi - 01.11.1946, Blaðsíða 73
SKINFAXI
125
arar eða íþróttamenn, sem hafa þekkingu á íþróttamálum, fái
atvinnu i byggðarlögum sinum, svo að þeir geti ieiðbeint í
iþróttum.“
b) „Sambandsþing U.M.F.l. beinir þvi til stjórnar U.M.
F.Í., að athuga möguleika fyrir þvi, að reist verði eitt eða
fleiri íþróttaheimili í bverjum landsfjórðungi eftir þvi, sem
þörf væri fyrir og samkomulag næðist um við stjórn héraðs-
sambandanna. Einnig verði ráðinn iþróttakennari, sem hafi
aðsetur sitt á téðu íþróttaheimili.“
Þskj. IX.
„15. sambandsþing U.M.F.Í. beinir þvi til stjórna félaga og
héraðssambanda, að Umf. Reykjavikur er reiðubúið að taka
á móti mönnum utan af landi, sem vilja æfa íþróttir i lengri
eða skemmri tíma, og mun láta þeim i té endurgjaldslaust
iþróttakennslu við góð skilyrði, án þess að þeir verði fé-
lagsbundnir í Reykjavík."
Þskj. X.
„15. sambandsþing U.M.F.Í. felur sambandsstjórninni að
gangast fyrir landsmóti i iþróttum á Austurlandi vorið 1949.
Mótið verði haft með svipuðum liætti og fyri'i landsmót U.
M.F.Í.“
Þskj. XI.
a) „15. sambandsþing U.M.F.Í. telur nauðsynlegt, að öll
sambandsfélög haldi námskeið fyrir félagsmenn sína um gild-
andi lög, leikreglur og annað er varða stefnumál félaganna.“
b) „15. sambandsþing U.M.F.Í. felur stjórn sambandsins að
athuga þá möguleika, að íþróttaflokkar (t. d. i sundi, glímu
og frjálsum íþróttum), heimsæki æskulýðsfélög í Noregi næsta
sumar í tilefni af 40 ára afmæli U.M.F.Í. og jafnvel að stuðla
að hópferð ungmennafélaga þangað.“
Þskj. XII.
a) „15. sambandsþing U.M.F.Í. samþykkir framkomna til-
lögu Þorsteins Einarssonar og Daníels Ágústinussonar um
að skora á Alþingi að það setji lög um fjárstuðning ríkisins
við byggingu félagaheimila allt að Vs kostnaðarverðs og rikis-
ábyrgð á láni allt að Vs kostnaðarverðs. Einnig að skora á
félagsmálaráðherra, að bann skipi milliþinganefnd til þess
að rannsaka félagaheimilaeign landsmanna og gera tillögur
til bættrar aðstöðu almennings til félagsstarfa.“
b) „Sambandsþingið lýsir ánægju sinni yfir hinni nýju
skólamálalöggjöf og telur, að með henni hafi æskulýður lands-
ins öðlazt glæsilegri möguleika til menntunar og alliliða þroska
en áður voru fyrir bendi. Má í þvi sambandi nefna lög um