Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1946, Side 77

Skinfaxi - 01.11.1946, Side 77
SKINFAXI 129 ÍÞRDTTAÞÁTTUR X. Iftl aup. éJinarióon: inariion: Hlaup urðu snemma keppnisíþrótt. Iíonur og karlar reyndu þol sitt og spretthörku í lilaupakeppni. Viða í fornsögum okkar er getið um menn, sem voru fráir á fæti. Listamenn Grikkja og Rómverja liafa greypt i marmara og postulín myndir af hlaupandi konum og körlum, sem í fegurð sinni og yndisþokka bera vott um það, hve hlaup sem íþrótt voru höfð í hávegum á blómaskeiði þjóðanna við Miðjarðarliaf. Gangur og hlaup eru hverjum heilbrigðum manni eðlilegar lireyfingar. Barnið leggur allan likamann i hlaupið, en óþjálf- aður fullorðinn maður á hlaupum hreyfir fætur og arma meðan bolurinn — axlir og mjaðmir — er stífur og léttir síður en svo hlaupið. Undirstaðan að því að vera frár á fæti, er samvinna vöðva jafnt í bol sem útlimum, en per- sónulegir eiginleikar, snerpa, léttleiki, þol og vilji eru styrk- ar stoðir þeirrar undirstöðu. Hlaupið er frábrugðið göngunni að því leyti, að báðir fæt- ur eru aldrei i senn í snertingu við jörðu og stundum báðir á lofti í einu. Hlaup eins og ganga er fall bolsins áfram, en það fall er hindrað af viðnámi fótanna, sem með vissri skreflengd fótanna hvors fram fyrir annan í fallátt bolsins flytur bol- inn áfram. Viðnám fótanna skeður með fjaðurmögnuðum hreyfingum (beygjum) í ökla-, hné- og mjaðmaliðum, að þvi loknu er bolnum spyrnt áfram við það, að rétt er úr beygjum viö- námsfótarins. Sú rétting (teygja eða spyrna) hefst um mjaðm- ir, síðan um hné og síðast um ökla og rist. Þá hefst nýtt fall bolsins fram á við. Þannig færist líkaminn áfram í hlaupum, eins og knöttur, sem hoppandi þyrlast áfram — fellur til

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.