Skinfaxi - 01.11.1946, Qupperneq 81
SKINFAXl
133
Þegar hraðinn er ójafn, breytist halli holsins. Ef hrað-
inn er aukinn, hallast bolurinn meira áfram, og öfugt, er
hægt er á.
Skiptar skoðanir eru um áhrif bolvindna á hlaupið. Finn-
ar mæla ókaft með þeim, en aðrir segja þær óþarfar, og
meira að segja að þær skaði.
Álit Finna byggist á því, að spyrnur fótanna verka ekki á
einn og sama punktinn, heldur á líkamshluta, sem má likja
við öxul og á sinn hvorn enda hans verkar spyrnan. Annar
endi öxulsins færist fram á við við hverja spyrnu, og til
þess að lialda jafnvægi við þsesar hreyfingar öxulsins og
gera spyrnuáhrifin sterkari á efri hluta bolsins — axlirnar
— þarf að vinda bolinn, -— leggja hann í kraftlínuna. T. d.
þegar hægri fótur spyrnir, spyrnist hægri mjöðmin fram. Um
leið skal vinda bolinn til vinstri. Við það færist hægri öxl-
in einnig fram, svo að línan frá hægri (spyrnu)fæti um
hægri mjöðm og öxl falli i sem beinasta linu.
Rök þeirra, sem ekki vilja hafa bolvindurnar, eru, að spyrnu-
krafturinn megi ekki verka á einn stað framar öðrum, og
því verði bolurinn að haldast kyrr; með því verki t. d. spyrna
hægri fótar ekki aðeins á hægri hluta mjaðmargrindarinn-
ar, lieldur á hana alla.
Varast skal á hlaupum að færast í axlirnar, við það hindr-
ast öndunin. Axlirnar verða því að vera eðlilegar og mjúkar.
Þungi höfuðsins getur haft mikil áhrif á hlaupið, ef það
hallast óeðlilega fram eða aftur, og eins ef velt er vöngum.
Höfðinu verður því að halda eðlilega reistu með mjúkum
hálsvöðvum.
Armamir.
Á göngu sveiflast armarnir fram og aftur öfugt við færslu
fótanna, þannig, að þegar vinstra fæti er stigið fram, sveifl-
ast vinstri armur aftur. Sveiflast armarnir þannig litið bogn-
ir og í framsveiflunni inn að miðlinu bolsins.
Þegar hlaupið er, verða sveifluhreyfingar þessar stærri, og
þvi hraðar sem hlaupið er, þvi meira beygjast armarnir. Arm-
ar bogna um olnboga, og þeim mun meira, sem hraðara er
hlaupið. Beygjan í olnbogaliðum er minnst, þegar þeir eru
móts við mjaðmir, en þegar armarnir eru lengst aftur og
lengst frammi, beygjast þeir meira.
Bæði í fram- og aftursveiflunum sveiflast armarnir inn að
miðlínu bolsins. Þegar armarnir eru út af mjöðmunum, ei
þeim haldið í rúmlega hnefabreiddar fjarlægð frá bolnum.
10