Skinfaxi - 01.11.1946, Page 83
SKINFAXI
135
laniion:
Cjuhn. ^3nffi ^JCriitjá
Setningarræða á móti r.M.S.
Vestfjarða 23. jimí 1946.
Samkoraugestir! Ég set þetta mót.
Hér sjáið þið hetjur með kúlur og spjót
berjast af alúð og áhuga i senn,
islenzkrar framtiðar baráttumenn.
Röskustu fótliðar reyna sig hér,
runnið og stokkið til fagnaðar er.
Þrístökk og langstökk og hástökk er háð,
handleikin kringlan og takmarki náð.
Eiga hér saman sitt íþróttaþing
ungmennafélögin hér í kring:
17. júní er hylltur hér,
Höfrungur stekkur og leikur sér.
Ganga með vorblóm i gleðina skal
Gísli Súrsson frá Haukadal.
Það er Bifröst á staðnum, og stefnan er vor,
er Stefnir tekur sin framaspor.
Nú ganga hér drengir til orðstírs án efs
frá ungmennafélagi Mýrahrepps.
Og svo kemur stúlkan i lifandi leik,
lokkadökk eða fléttubleik.
Sýna liér lipurð með sigrandi þor
svanfríðar meyjar með lóuspor.
Tilgangur mótsins að mestu er sá,
menningarstarfsemi fólksins að sjá,
sjá hvernig œskunnar erfiðismenn
íþróttin styrkir og fegrar í senn,
sjá hvernig tómstundir hafa menn hér
hagnýtt til þroska og velferðar sér,
sjá hvernig æskan með alúð og dúð
íslandi spinnur sinn hamingjuþráð.