Skinfaxi - 01.11.1946, Síða 88
140
SKINFAXI
Af einstaklingum fengu flest stig: Hagalín Kristjánsson (B)
13, Sturla Ólafsson (S) 7 og Jens Kristjánsson (B) 6.
HÉRAÐSMÓT U.M-S. AUSTUR-HÚNAVATNSSÝSLU.
var haldið að Blönduósi 17. júní.
Mótið hófst með guðsþjónustu kl. 11 í Blönduósskirkju.
Sr. Pétur Ingjaldsson á Höskuldsstöðum prédikaði, en sr.
Þorsteinn Gíslason i Steinnesi var fyrir altari. Að lokinni
messu var mótið sett af formanni sambandsins, sr. Pétri Ingj-
aldssyni. Ræður fluttu Ágúst Jónsson, bóndi, Hofi, Bjarni Ó.
Frimannsson bóndi, Efri-Mýrum, en Páll Kolka héraðslæknir
las ujjp. Á eftir Iiverri ræðu var almennur söngur. Þá hóf-
ust íþróttir: Hástökk, langstökk, þrístökk, kúluvarp, löO metra
hlaup og víðavangshlaup. Þrír beztu menn í hverri iþrótt
lilutu silfurpeninga frá sambandinu. Fimm ungmennafélög tóku
þátt i mótinu, og hlaut ungmennafélagið Fram á Skagaströnd
flest stig.
Að lokum var dans í samkomuhúsinu og Hótel Blönduós.
Margt manna var á Blönduósi þennan dag.
Úrslit urðu:
100 m. hlaup: Björn Kristjánsson (Umf. Fram) 12.8 sek.
Víðavangshlaup: Jónas Jóhannsson (Umf. Þingbúa) 13:27.5
min.
Langstökk: Bæringur Kristinsson (Fram) 5.20 m. Hann
vann einnig kúluvarpið (9.85 m.).
Hástökk: Arnljótur Guðmundsson, Umf. Svínavatnshrepps
(1.45 m.). Hann vann einnig þrístökkið (11.28 m.).
Keppendur voru alls 16 frá 5 félögum. Flest stig hlutu:
Umf. Fram, Skagaströnd, 17 stig. Umf. Svinavatnshrepps
9 stig og Umf. Bólastaðarhlíðarhrepps 5 stig.
Á Blönduósi, þar sem mótið fór fram, er livorki íþrótta-
Völlur né hlaupabraut og skilyrði til íþróttakeppni því mjög
crfið. íþróttakennsla hefur lítil verið þar fyrr en á síðastliðn-
um vetri. Áhugi fyrir aukinni íþróttastarfsemi fer nú vax-
andi í héraðinu.
HÉRAÐSMÓT U.M.S. SKAGAFJARÐAR
var haldið á Sauðárkróki 17. júni. Ræðu flutti sr. Gunnar
Gislason i Glaumbæ. Jón Norðfjörð leikari skemmti með upp-
lestri.
Úrslit urðu:
100 m. laup: Ottó G. Þorvaldsson (Umf. Tindastóll) 12 sek.
Hann vann einnig 400 m. hlaup, 55,6 sek.