Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 96

Skinfaxi - 01.11.1946, Page 96
148 SKINFAXI llit §end Skinfaxa. Dvöl, 13. árgangur, 1945. Dvöl er skemmtilegt rit. Hún flytur þýddar úrvals smá- sögur, íslenzkar sögur, ljóð, ferðasögur, fróðleiksgreinar og dóma um bækur. Að sjálfsögðu er efni ritsins misjafnt að gæðum, en yfirleitt má segja, að að það sé allt vel læsilegt, og sumar smásögurnar eru hinar prýðilegustu. Ekki er að efa, að ritið er aufúsugestur á mörgum heimilum, og víst er um það, að miklu er það betra lesefni fyrir unga og gamla en margt annað, sem nú flæðir yfir fólk í bóka- og blaða- formi. Slikt heimilisrit, sem prentað er á góðan pappir og er snoturt í sniðum, ætti að birta fallegar og velgerðar ljós- myndir, bæði íslenzkar og útlendar. Slíkt myndi gera ritið slórum glæsilegra og auka vinsældir þess. Ritstjóri Dvalar er Andrés Kristjánsson. Heilbrigt líf, tímarit Rauða Kross íslands, 1.—2. hefti VI. árgangs, 1946. í þetta hefti rita margir þekktir læknar um ýmis efni varð- andi læknavísindi, heilbrigði í landinu fyrr og nú, vanda- mál, er bíða úrlausnar, sjúkrahús o. fl. Er ritið stórfróðlegt og á mikið erindi til almennings. Einnig er ritið furðulega skemmtilegt aflestrar, þegar um svo einhæft efni er að ræða. Stendur af þessu tímariti gustur heilbrigði og hleypidóma- leysis, og á Rauði krossinn þakkir skilið fyrir að gefa það út. Væri vel, ef læknastéttin öll tileinkaði sér anda þess. Er liin fyllsta þörf á þvi, að skilningur manna aukist á þeim efnum, sem Heilbrigt líf hefur að flytja. Ritstjóri er dr. Gunnl. Claessen. SKINFAXI Útgefandi: Sambandsstjórn Ungmennafélaga Islands. Pósthólf 406 — Reykjavík Ritstjóri: Stefán Júlíusson, Brekkugötu 22, Hafnarfirði. FÉLAGSPRENTSMIÐJAN H.F.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.