Skinfaxi - 01.11.1956, Síða 41
SKINFAXI
137
Austri, Raufarhöfn; Umf. Afturelding, Þistilfirði og Umf.
Framtíðin, Þórshöfn.
Öll þessi félög hafa haldið uppi félagsstarfsemi ú árinu,
eftir bezlu getu, bæði með fundarliöldum og skemmtisam-
komum, einnig hafa þau öll unmð og styrkt skógraekt, ó ein-
livern hátl.
í skýrslu Ungmennasíimhands - Norður-Þingeyinga, segir
meðal annars: „Ölvun á samkomum er orðin það mikil, að
óhjákvæmilegt er að hafa lögreglu á hverri skemmtun. Eitt
mesta vandamál framtíðarinnar er, livernig koma á í veg fyr-
ír áfengisneyzlu á samkomum. Fátæk félög í fámennum hér-
uðum hafa tæpast fjárhagslega getu til þess að halda uppí
nauðsynlegri löggæzlu. I>ar þyrfti ríki og sýslufélög að koma
til.“
Það eru ekki ýkja mörg ár siðan, að naumast sást drukk-
inn maður á sainkomum, hvað þá utan þess á aímannafæri. En
fyrir okkur íslendingum, hefur farið likt og frumstæðum
þjóðum Afríku og Asíu, þegar hvítir menn fundu og fluttust
til landa þeirra, voru frumbyggjarnir næmastir á verst'u siðj
og háttu liinna hvítu innflytjenda. '
Á seinni árum liafa kynni og tengsl íslendinga og annarrá
þjóða ávallt verið að eflast og styrkjast. Að nokkru leytl
meðvitandi og að mörgu leyti óafvitandi, hafa siðir okkar og
lifnaðarhættir breytzt að sama skapi. Og einn af þeim siðum,
sem við höfum orðið mjög næmir fyrir eru drykkjusiðir. Sá
siður er orðinn það útbreyddur, að nú er naumast livergi
nægilegt, að byggja félagsheimili eða samkomuhús, þar sem
almenningur getur komið saman, sér og öðrum til skemmtun-
ar. Heldur verður og að byggjíi í nánd tugthús, fyrir nokk-
urn liluta samkomugesta.
• Einar Benediktsson kvað:
„Ásbyrgi, prýðin vors prúða lands,
perlan í straumanna festi“.
Á þessum stað, sem Einar Ben. lýsir svo fagurlega, lieldur
U.N.S.Þ. sín héraðsmót. Það er á þessum stað, sem lögreglulið
þarf að vera svo öflugt á samkomum, að heilt héraðssamband
með 8 félögum, getur ekki risið undir kostnaði þess.
Vissulega hefur íslendingurinn breytzt, þvi auðséð er, að
hann skynjar ekki lengur fegurð perlunnar.
„Hvar skal byrja? hvar skal standa?
hátt til fjalla? lágt til stranda?