Skinfaxi - 01.11.1963, Qupperneq 12
Ályktun 23. sambandsþings UMFÍ
um æskulýðsmál.
23. sambandsþing UMFl haldið í Reykja-
vík dagana 7. og 8. sept. 1963 þakkar skól-
um landsins fyrir hinn mikla skerf, sem
þeir hafa lagt fram til heilbrigðs félagslífs
æskulýðsins. Þingið telur að auka þurfi fé-
lagslegt uppeldi í skólum landsins og meta
beri félagsstörf til launa ekki síður en önn-
ur störf í skólunum.
Þingið vekur í þessu sambandi ahygli á
fyrirhugaðri stofnun lýðháskóla í Skálholti
og minnir á skóla Sigurðar Greipssonar í
Haukadal.
Þingið telur, að ekki megi svipta ung-
linga tómstundum þeirra með of löngum
vinnudegi, enda séu þær skipulagðar með
aðstoð hins opinbera. Varast ber og að láta
böm og unglinga vinna störf, sem eru um
of áhættusöm og erfið miðað við þroska
þeirra.
Þingið leggur áherzlu á, að gefa verði
þeirri staðreynd auknar gætur, að heimilið
er grundvöllur þjóðfélagsins og að þar
þurfa börn og unglingar að eiga athvarf,
hvað húsakynni snertir og ytri aðstæður,
en um fram allt, að foreldrar sinni börnum
sínum sem mest.
Sambandsþingið telur rétt, að kirkjan og
æskulýðssamtök taki höndum saman og
hefji fræðslustarf fyrir ungt fóik, sem
hyggur á hjúskap, m. a. með útgáfu rita
um þessi efni.
Þingið telur, að ríkisútvarpið hafi með
lofsverðum hætti reynt að stuðla að heima-
veru fólks með ýmsu góðu útvarpsefni, svo
sem vinsælum skemmtiþáttum.
Þingið beinir því til alþingis og annarra
aðila, að aukið verði eftirlit með fjárreið-
um unglinga og að heimilunum sé veitt að-
stoð í þessum efnum, og telur lög um
skyldusparnað í rétta átt.
Þingið harmar vaxandi afbrot unglinga
og ýmiss konar uppivö'ðslu á almannafæri
og brýnir það fyrir stjórnvöldum um leið
og það þakkar aukna viðleitni þeirra, að
taka þessi mál föstum tökum og gæta í hví-
vetna lagafyrirmæla um þau.
Þingið skorar á æskulýðsfélagsskap
hvern sem er, að hafa skemmtiatriði á sam-
komurn með menningarbrag, hvað dag-
skráratriði snertir og ytri aðbúnað allan.
Þingið bendir á Ungmennasamband Borg-
firðinga í því sambandi, sem nýlega hafa
hafizt handa um bætt skemmtanalíf ung-
litnga í héraði sínu m. a. með vegabréfa-
skyldu ungmenna.
Sambandsþingið fagnar þeirri fyrirætl-
an menntamálaráðherra, að koma á sér-
stakri löggjöf um æskulýðsmál og telur að
stofna beri sérstaka deild innan mennta-
málaráðuneytisins, er fari með þau mál.
Þingið telur að vinna beri að því, að allir
unglingar eigi þess kost, að vera í hollum
æskulýðsfélagsskap, við góð starfsskilyrði,
sem keppir að því að varðveita þá frá glap-
stigum.
Þingið telur aðkallandi, að sérstökum
námskeiðum sé komið á fyrir æskulýðs-
leiðtoga og séu þau í tengslum við Kenn-
araskóla Islands og Iþróttakennaraskólann.
Þingið telur, að skemmtanalíf unglinga
eigi að vera óháð fjárplógssjónarmiðum og
koma eigi í veg fyrir það, að beita þurfi
misjöfnum fjáröflunaraðferðum til þess að
standa straum af uppeldisstarfsemi æsku-
lýðsfélaga, sem ætti að styrkja eins og
skólastarf væri. Þá telur þingið að keppa
beri að því, að reisa æskulýðsheimili og
sumarbúðir sem víðast.
12
SKIN FAX I