Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1963, Qupperneq 37

Skinfaxi - 01.11.1963, Qupperneq 37
mátt vera ögn valdsmannslegri. Annars var ógn og kynngi í leik hirðarinnar, sem hvaða bergrisi sem er hefði mátt vera full- sæmdur af. Gervi Gunnars Eyjólfssonar í lokaþætti svo og leikmeðferð hans öll gátu, ef litið var á hann úr nokkurri fjarlægð, látið mann trúa því, að Ibsen væri sjálfur kominn á svið Þjóðteikhússins. Á betri meðferð á hlutverki hins aldna og ólánssama manns verður naumast kosið. Nokkurrrar þursamennsku hefur oft gætt í túlkun manna á Pétri Gaut, sem menn vilja finna flest til foráttu, en gleyma því að drengurinn átti skapbresta- fólk að foreldrum og uppeldið á heimili drykkjumanns gat naumast talizt fyrir- mynd. Má því segja að miðað við allar að- stæður hafi Pétur Gautar spjarað sig all- vel í lífinu. Baldvin Halldórsson er áreiðanlega í röð fremstu leikstjóra hérlendis hvað harm- leiki snertir. Þetta leyndi sér ekki í lei'k- ritinu „Á undanhaldi". Þessi minnisvarði um mannlega eymd og niðurlægingu var sterkur og raunsannur í meðferð Guð- bjargar Þorbjarnardóttur og Róberts Arn- finnssonar, en færri sáu þetta ágæta verk en skyldi. Væri það verðugt verkefni þeim leikfélögum, sem þora að sækja á bratt- ann svo um munar að taka þetta verk til sýningar. Leikendur eru aðeins þrír og leiksvið eins óbrotið og vera má. Sigurður Róbertsson lætur hjól tímans snúast við í áfengisdraumi athafnamanns. Við ferðumst með honum inn í Dimmu- borgir daúðans og dveljum þar nokkra hríð. Efnið er mikið og sígilt, en höfundur nær ekki nógu góðum tökum á einstökum atriðum til þess að skapa úr því heilsteypt verk. Guttormur gamli, sem Valur Gísla- son lék með ágætum, sýnir þó, að höfundi er ekki ósýnt um persónusköpun og hefði hann vel mátt vanda eins vel til annarra, sem á sviðinu birtast og hans. Eins og áður er sagt var mesti leiksigur Þjóðleikhússins Andorra eftir Max Frich. Leikstjóri var Walter Finner. Sjaldan hefur múgsálín í allri sinni brj óstumkennanlegu smæð birzt greini- legar en í þessum leik. Hleypidómar almennings og andstaða við þá, sem á einhvern hátt skera sig úr fjöldanum, raunverulega eða aðeins í ímyndun fólksins, valda sí og æ ógæfu, jafnvel mesta böli og tortímingu. Ef almenningur á áð sýna drengskap og tillitssemni við náungann í hvívetna, verður hann að lúta stjóm mikilhæfra mannkostamanna. Hinn mikli fjöldi lyftist ekki í æðra veldi manngildis og göfugra hugsjóna af sjálfu sér, heldur aðeins ef hann telur drengskaparatferli sér jákvætt og í samræmi við vilja þeirra, sem völdin hafa hverju sinni. Sé enginn nógu sterkur og valdamikill mannkostamaður til, að taka forustuna í ákveð-nu umhverfi, hvort sem það er heim- ili, sveitarfélag, borg eða land, liggur leið fjöldans niður aldagamalt hjarn eigin- girni, sjálfselsku og kæruleysis gagnvart náunganum. Á þessum neikvæðu þáttum mannlegrar tilveru byggir hatrið og síðar grimmdin og miskunnarleysið sín torsóttu virki. Kennari nokkur í smáríkinu Andorra eignast dreng með stúlku úr nágrannarík- inu. Vegna almenningsálitsins í Andorra þorir hann ekki að taka drenginn heim með sér sem son sinn, en telur honum og SKINFAXI 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.