Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1963, Page 39

Skinfaxi - 01.11.1963, Page 39
úr hverjum vanda er að gera sér grein fyrir ástandi og horfum og þá helzt að reyna að skilja forsendur ástandsins. Höfuðeinkenni þeirra tíma, sem við lifum á, er hverfandi áhrif þjóðræknislegrar bændamenningar og hratt vaxandi áhrif borgarmenningar, sem einkennist af múg- sefjun auglýsingaskrums og verzlunar- mennsku. Peningamælikvarðinn er að þoka til hliðar þjóðhoLlu mati á verðmætum hins da,glega lífs, andlegum og veraldlegum. Manngildis- og verðmætamælikvarðinn er peningar og völd í krafti þeirra. Augljóst er orðið, að ekki verður endur- vakinn hugsjónaeldur og rómantísk þjóð- rækni aldamótaáranna og er einnig spurn hvort það þjónaði tilgangi æskulýðsstarfs- ins í dag. öllum er Ijós þörf æskufólks fyrir fyrir- myndir til að fylgja og takmark að miða getu sína við. Allir voru sammála um að verðleikalausar „fegurðardrottningar“, Bardottur og Prestleiar eru lítið mannbæt- andi fyrirmyndir æskunni og einnig var það einróma álit að vart sé það æskufólki verðugt keppnistakmark að setja heims- met í jafnfætishoppi eða pönnukökuáti. 1 fyrra erindinu var lögð áherzla á þann þátt æskulýðsstarfsins að ala æskulýðinn upp ýmist sem þátttakendur í framleiðsl- unni eða sem neytendur t. d. með sköpun hollra neyzluvenja og einnig í félagavali. 0. S. reyndi í erindi sínu að varpa Ijósi á hverjar leiðir þarf að kanna til að von verði um jákvæðan árangur. Það skal viðurkennt, að hvorki 0. S. né mótsþátttakendur komust að einni og ein- hlítri niðurstöðu, en lítið dæmi gæti e. t. v. varpað ljósi á hvert stefndi. Starfsfræðsla, sem einungis er fólgin í því að skýra fyrir æskumanninum hve langan tíma tekur undirbúningur fyrir ákveðið starf, hvað sá undirbúningur kost- ar í krónum, hvaða krónufjölda er að vænta að loknu námi og hverjar atvinnu- horfur eru í starfsgreininni, þ. e. a. s. hve arðvænlegt muni vera að leggja stund á nám í viðkomandi starfsgrein, ef hæfileik- ar og geta gera það kleift, hún er hreint verzlunarsjónarmið og er fyrir margra hluta sakir vafasöm uppeldisforsenda. Starfsfræðsla, sem þar á móti byggir á fróðleik um eðli og eiginleika starfsins og þýðingu þess í þjóðfélagsbyggingunni, er ekki aðeins þörf, heldur lífsnauðsynleg. Sú ánægja, sem fylgir starfi völdu á síð- arnefndu forsendunum, styrkir sjálfsvit- und mannsins og eykur sjálfsviðingu fyrir að vera hæfur 1 starfi sínu og vita þýðingu þess fyrir þjóðfélagsheildina. Með því móti er von til að æskulýðurinn öðlist að nýju þau manngildissjónarmið, sem alla tíð áður hafa gefið honurn reisn. Annað dæmi: Áður fyrr voru neyzlu- venjurnar lítið vandamál í þjóðfélaginu og þá fóru um leið lífshættirnir eftir mótuð- um brautum. Með vaxandi fjölbreytni í neyzluvali og lífsháttum er auglýsingatæknin og sölu- mennskan að verða alls ráðandi og það svo. að allur fjöldi fólks er orðinn leiksoppur, en ekki herra síns lífsstíls. Menn eru hætt- ir að geta ráðið sínum lífsháttum fyrir ofurvaldi verzlunarmennskunnar. Ef við viðurkennum að þróun þessari verði ekki snúið við, virðist ekki margra kosta völ. Svo hættulegt sem það kann að vera, lítur út fyrir að æskulýðsstarfsemin verði að taka upp starfsaðferðir í samræmi við tíðarandann og reyna að ná valdi á öflum S KIN FAXI 39

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.