Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 51

Skinfaxi - 01.12.1989, Page 51
Þrastaskógur framtíðarsýn Nú liggja í fyrsta sinn fyrir hugmyndir fagmanna um þaö hvernig hægt er aö nýta þessa gróðurperlu í Grímsnesi sem Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri meö meiru, gaf UMFÍ áriö 1911. Svona lítur Þrastaskógur nœr allur nú út, séður úr lofti með Selfoss í baksýn. Þjónustumiðstöðin Þrastalundur og Sogsbrúin til vinstri á miðri mynd. Neðst á myndinni er íþróttavölllurinn, einföld grasflöt. Til hægri við hann sést í gamlan og lítinn bústað í eigu UMFÍ. Ljósmynd, Mats Wibe Lund. Nefnd sú sem var skipuð á stjórnarfundi UMFÍ í Vík í Mýrdal, 13.14. maí 1988 sem skyldi efna til hugmyndasamkeppni um um skipulag og notkun Þrastaskógar, hefur lokið störfum. Afrakstur þess starfs, hugmyndasamkeppni meðal arkitekta, var sýndur á Sambands- þingi UMFÍ í Mosfellsbæ 28. - 29. október. Þar voru verðlaun veitt fyrir bestu tillögurnar en niðurstaðan varþessi: 1. verðlaun. Pálmar Krist- mundsson og Björn Skaptason. 2. verðlaun. Jón Ólafur Ól- afsson, SigurðurEinarsson og Þráinn Hauksson. 3. verðlaun. Ragnhildur Skarp- héðinsdóttir og Ögmundur Skarp- héðinsson. Einnig var tillaga þeirra Ingva Þórs Loftssonar, Fríðu Bjargar Eðvarðsdóttur og Marks MacFarlane í formi innkaupa. Aðstoðarmaður þeirra var Þorvaldur Pétursson. í innkaupum felst að ef athyglisverðar hugmyndir koma fram í tillögu er leyfilegt er að notast við þær þegar til framkvæmda kernur. Fjórtán tillögur bárust i samkeppnina og verður það að teljast mjög góð þátttaka. Markmið keppninnar Markmið hugmyndasamkeppn- innar var fyrst og fremst að vinna skipulag og notkun á svæði Ungmennafélags íslands í Þrastaskógi í náinni framtíð. Leitað var eftir að ná fram sem fjölbreytilegastri notkun svæðisins fyrir almenning, sérstaklega hvað Skinfaxi 51

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.