Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 4
hefur sent mér peninga til að kaupa mat", sagði hún við kaupmanninn. „Ég ætla að kaupa poka af mjöli". Svo segjandi lagði hún „bankaseðil- inn" á búðarborðið. „Hvað er nú þetta?" spurði kaupmaður og skoðaði frúna með kornbundinið á nægtarhorn- inu með sýnilegum áhuga. „Þetta", sagði Mamtolo, „eru peningar til að borga fyrir mjölið. Það eiga að vera £4 til baka". „Þetta eru ekki peningar", svaraði kaupmað- ur. „Hvað gengur að ykkur öllum?" spurði Mam- tolo allfestulega. „Hér er bréfið frá manninum mínum, sem hann sendi peningana í. Lesið hvað stendur í því, og þér skuluð sanna, að það eru peningar". „Ef þetta eru peningar", svaraði kaupmaður, „eru þeir þeirrar tegundar, að ég get ekki tekið þá gilda". Mamtolo þreif bréfið ásamt fylgiskjalinu og þusti út úr búðinni. Á leiðinni heim hugsaði hún málið og komst að þeirri niðurstöðu, að kennarinn og kaupmaðurinn hlytu að hafa gert með sér samsæri til að féfletta hana. . Hún skyldi fara til vinnumiðlarans í þorp- inu, trúverðugs manns, og leggja málið fyrir hann. Hann hafði ráðið mann hennar til vinnu í námunni, og vissi allt um hann. Hún fór til vinnumiðlarans, sem hlustaði með þolinmæði á það, sem hún hafði að segja. Enn var henni sagt, að blaðið, sem hún sýndi, væri enginn peningur. Vinnumiðlarann tók að gruna margt og hann bað Mamtolo um bréfið og „seðilinn", svo hægt væri að leita nánari upplýsinga um málið í Jóhannesborg, en engar fortölur gátu fengið hana til að láta af hendi „peningana". Maður- inn hennar hafði sagt, að það væru peningar, og svo hlaut það að vera. Ef blaðið skyldi reyn- ast ógilt á endanum, ætlaði hún að fara sjálf tii föður síns og krefjast þess, að nautpening- urinn, sem honum hafði verið greiddur, er hún giftist Badeni, yrði skilað til föður Badeni. Svo ætlaði hún að slíta hjónabandinu. Nei, hún skyldi ekki láta blaðið frá sér fara. Badeni myndi koma heim áður langt liði, og hún skyldi reka það framan í hann. „Þangað til eigið þér heimtingu á peningum, sem kaupmaðurinn getur tekið gilda", sagði vinnumiðlarinn. „Hérna er pund, sem maður- inn yðar getur borgað mér aftur, þegar hann kemur". Vinnumiðlarinn tilkynnti rannsóknarlöregl- unni í Jóhannesborg, hvers hann hefði orðið áskynja, og gat þess til, að Badeni hefði verið prettaður af einhverjum, sem hefði látið hann fá mynd úr vindlakassa í stað 5 punda seðils. Hann lýsti myndinni. Hann minntist einnig á málið við lögreglustjórann í héraðinu. Þegar rannsóknarlögreglumennirnir tóku að grennslast fyrir um málið, kom á daginn, að Badeni var lagður af stað heimleiðis, en þeir geymdu skýrslu vinnumiðlarans til frekari rannsóknar. Það var rétt um þetta leyti, að Tandabantu kaupmaður kom í lögregluskrifstofuna og til- kynnti, að brotizt hefði verið inn í búð hans. Nokkrum munum hafði verið stolið, og lítill kassi — vindlakassi, sagði hann — með pen- ingum, var horfinn. Lögreglan tók skýrslu Tandabantus til rann- sóknar. Lýsing á hinu stolna var birt í „Lög- reglublaðinu", og það leið ekki á löngu þar til maður, sem hafði í fórum sínum suma hinna stolnu muna, þar á meðal vindlakassann, var handtekinn. Lögreglustjórinn í heimkynnum Badenis sá auglýsinguna í „Lögreglublaðinu", og klóraði sér í höfðinu. „Vindlakassi — vindlakassi", hugsaði hann. ,,Er ekki eitthvað viðvíkjandi vindlakassa, sem ég ætti að muna?" Hann leit yfir „atburða- skrá" sína til glöggva sig. Fingurinn á honum stanzaði brátt við eina athugasemd: „492. Hr. Lager tilkynnir óformlega, að kona Badenis nokkurs í Bawa hafi sýnt honum vindlakassa- mynd, sem komið hafi í bréfi frá manni henn- ar og hún áleit vera 6 punda seðil. Ráðstafanir gerðar: Sjá bréf til rannsóknarlögreglunnar". Lögreglustjórinn skipaði þegar í stað einum undirmanna sinna að söðla hest sinn, ríða til Rawa og sækja mann að nafni Badeni. Á meðan notaði lögreglustjórinn símann óspart. Svarið við símskeyti hans var á þá leið, að hann ætti strax að senda Badeni til Jóhannesborgar til að bera vitni í innbrotsmálinu. Badeni kom skjálfandi fram fyrir lögreglu- stjórann. „Hvað er um að vera?" hugsaði hann. „Hvað hef ég gert að mér nýlega?" Samvizkan ónáðaði hann helzt vegna smáyfirsjóna, sem honum höfðu orðið á í námunni. Það var nú til dæmis þetta, að hann hafði náð sér í brenni- vínsflösku á ólöglegan hátt. Hann hafði einnig átt þátt í öðrum hæpnum gerðum, sem gátu leitt af sér fangelsun fyrir einhverja, ef upp kæm- ust. Hann var truflaður í hugrenningum sínum, þegar hann kom inn í skrifstofuna. Einhver sagði hárri röddu: „Badeni, karlmaður, fullorðinn verkamaður, til heimilis í Bawa". 262 VIKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.