Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 20
skips og þrisvar á dag eru öllum skipunum gefnar upplýsingar um afla alls flotans. Þú krefst þess að fá nákvæmar upplýsingar um hvað hvert hinna skipanna fyrir sig hefst að, en villt ógjarnan upplýsa of ná- kvæmlega um ganginn hjá sjálfum þér. Karl, loftskeyta- maðurinn, kemur með fréttalistann og skipstjórinn les hann yfir. Rheinland fiskar vel, en Nordmeer hefur rifið vörpuna, það getur verið að varpan hafi sprungið utan af of miklu fiskmagni, eða að hún hafi lent á skipsflaki. Seeteufel hefur ekkert fiskað. ¦ Allt benti til þess, að norðar væri veiðin betri. Það voru alltof mörg skip á okkar slóðum, svo að um nótt- ina sigldum við norður eftir aftur, á stað ca. 100 mflur austur af Duncansby Head. Þar höfðum við veiðisvæðið einir út af fyrir okkur og fiskuðum vel. Fyrst 100, þá 150 og síðan 200 körfur. Skemmtilegt og jafnt fiski, og um kvöldið höfðum við 1100 körfur í lestinni. Eitt kvöld, er við vorum nálægt togara frá Hull, settum við út léttbátinn og sóttum skipstjóra hans yfir í okk- ar skip og spjölluðum við hann um fisk og fiskveiðar .þangað til kl. 4 um morguninn. Hann kom með nokkrar dósir af sígarettum handa skipverjum öllum. Síðan skeggræddu hinir tveir skipstjórar um veiðiferðir til íslands og Bjarnareyjar. Við höfðum gott fæði. Vorum búnir með 14 daga kost og borðuðum allir í sama borðsal. Um borð í tog- ara er enginn tími né rúm til sérborðshalds. Morgun- verðurinn var ávallt fiskur og te, kl. hálf sex. Síðasta máltíð dagsins var einnig alltaf fiskur. Aðalmáltíðin, sem snædd var rétt fyrir hádegi, var ágæt súpa og nóg af kjöti og kartöflum. Við gátum valið úr mörg- um tegundum af fiski til átu, því þótt við legðum okk- ur sérstaklega eftir síld, fengum við alls konar lost- ætar f isktegundir í vörpuna. Þar var ýsa, lýsa og þorsk- ur. Stundum nokkrir Lemmon Sole kolar og fáeinar fallegar lúður. Vihnan er erfið. Hásetarnir voru leiknir í starfi sínu. Þetta er erfið vinna og vinnutíminn langur. Þeir eru næstum stanz- laust á dekki frá kl. sex að morgni til kl. ellefu að kvöldi. Annar og fyrsti stýrimaður voru við hið kraft- mikla spil, er hífði upp vörpuna. Bátsmaðurinn og tveir hásetar við fremri gálgann til að taka á móti hinum þunga forhlera og netjamaðurinn ásamt öðrum tveim hásetum við afturgálga á afturhlera. Wicky reyndist vera eini skussinn um borð. Hann var bæði smávaxinn og ófríður. Ef einhver hlutur lá í hirðuleysi á dekkinu, var alveg víst að Wicky steig yfir hann. Hann var alltaf seinastur til vinnu, en fyrstur í koju. Maður vissi aldrei fyrirfram hvenær mikill fiskur myndi koma upp í vörpunni. Á fimmtudagin var veðrið heitt, stillt og engin gári á sjónum. Skipstjórinn sagði hvað eftir annað, að ómögulegt væri að ná síld í svona indælu veðri, en þrátt fyrir það fengum við fisk í hverju holi. Hinir þungu hlerar komu upp og maður sá netið langt og vítt brjóta hið slétta yfirborð hafs- ins. Stundum var hægt að gizka á, hve mikill fiskur var í pokanum eftir því hve „róparnir" voru strengdir. Þá kom fyrir að pokinn braust upp á yfirborðið fullur af fiski. Það var dýrleg sjón. Þá hrópaði skipstjórinn stundum: „Hífa strákar, tíminn er peningar!" Eða „hífið varlega", og síðan „hífið hægt, netið getur rifn- að". Sú hætta vofir ávallt yfir, ef mikill fiskur er í vörp- unni, að netið rifni og allur aflinn hverfi aftur í sjó- inn. Þegar vindan með brauki, bramli og erfiðismun- um hífði pokann fullan af fiski, stóðum við allir á öndinni. Stór og bústinn pokinn sleppur inn fyrir borð- stokkinn og annar stýrimaður skríður undir hann og leysir pokabandið, svo allur fiskurinn veltur niður á dekkið. Fiskurinn er síðan hreinsaður, aðgreindur og látinn niður í lestina, síldin í salt, hitt í ís. Sðan erum við tilbúnir fyrir næsta drátt. Á Doggerbanka. Unnið er stanzlaust allan tímann. Fyrstu vikur veiði- tímabilsins (vertíðarinnar), þegar þessi ferð er farin, er aldrei togað á nóttunni. — Nú er veitt sunnar, á hinu grunna vatni Doggerbanka og togað fyrir síld allan sólarhringinn. Fiskimennirnir hafa ekki hátt kaup. Hásetar hafa lágt mánaðarkaup, en þeír fá hundraðs- hluta af verðmæti aflans. Skipstjórinn hefur ekkert fast kaup, en á allt sitt undir veiðinni. Veðrið er alltaf gott. Á laugardag höfðum við fengið yfir 5000 körfur í lestina. Einn góðan dag ennþá, og við hefðum fullt skip. Sunnudagur varð þokudagur, en enn var haldið áfram og í síðasta holinu kl. 9 um kvöldið fengum við 250 körfur, bezta hol ferðarinnar. Við gátum ekki komið meiru niður. Höfðum nú rúmar 4000 körfur af síld um borð, eða 1.600.000 stykki fyrir þýzku þjóðina, og auk þess allmikið af öðrum fiski. Heimleiðis. Stefnan var nú sett á Elbe vitaskin otr siglt með fullri ferð í þokusúld ocr næturhúmi. Við fórum "fram hiá Cuxhaven um kl. 11 á þriðiudaesmorgni oer lösrð- umst unp að brygcr.iu í Altona kl. 3 um eftirmiðdaer- inn. Nokkrir menn biðu komu okkar á brverEf.iunni oet einn eða tveir veifuðu til okkar. Áberandi ererðarlea: kvennersóna vakti sérstaka athyerli mína opr spurði éer stýrimanninn, hver sú væri, þar eð bað var nokkuð óveniuleert að svona tíeruleer kona biði innkomu toerara. Þetta revndist konan hans Wicky, en það hefði manni aldrei dottið í hug. Þýtt: M. Jensson. Helga: — Ætli Jón viti að ég er rík? Gunna: — Hefur hann beðið þín? Helga: — Já, í gærkveldi. Gunna: — Þá hlýtur hann að vita það. Klæðskerinn: — Hvenær fæ ég reikninginn greidd- ar.? Ég er orðinn dauðleiður á loforðum yðar. Rithöfundurinn: — Það skal verða rétt bráðum. Þér skuluð fá peningana undir eins þegar ég fæ ritlaunin, sem útgefandinn á að greiða, ef hann kaupir skáld- söguna, sem ég ætla að senda honum, þegar hún er tilbúin. Ég ætla að byrja á henni jafnskjótt sem ég dett ofan á hæfilegt efni. 278 VIKINQUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.