Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 19
VEIÐIFERÐ A HAMBORGARTOGARA Fiskimenn eiga, eins og við vitum, flest sameigin- legt. Það skiptir ekki máli undir hvaða flaggi þeir sigla, brezku, hollenzku, frönsku, norsku eða einhverju öðru. Þeir verða allir að horfast í augu við hættur úthafsins og heyja harða og miskunnarlausa baráttu til afla sér lífsviðurværis með fiskveiðum. Það er ávallt mikil samvinna meðal sjómanna, án til- lits til þjóðernis. Það kemur jafnvel fyrir, að þýzkur skipstjóri reynist hjálpsamari skipi frá Hull, heldur en samlanda sínum. Skipstjóri eins skips getur stundum gefið öðrum skipstjóra mikilvægar og gagnlegar upp- lýsingar, t. d. um veiðihorfur á þessu eða hinu veiði- svæðinu. Upplýsingar um hafís, veðurástand o. m. fl. Einn af Hamborgarskipstjórum mínum er i nánu sambandi við marga Hull-skipstjóra og segir mér af aflabrögðum, jafnvel þótt hann sé hundruð mílna frá viðkomandi veiðisvæði. Hann talar um Joe, skipstjór- ann á Sapphier og Willie, skipstjórann á Emerald, eins og hann hafi þekkt þá langan tíma. Raunverulega hef- ur hann aidrei hitt þá. Þegar litli togarinn Astrid frá Hamborg bjargaði 8 brezkum sjómönnum í janúar 1949, skipti það engu máli fyrir skipstjórann, hann John von Helm, hverrar þjóðar hinir nauðstöddu sjómenn voru. Þegar fiski- menn geta hjálpað öðrum fiskimönnum eða sjómönn- um, spyrja þeir einskis, heldur hraða sér á vettvang. Ég fór einu sinni eina veiðiferð ásamt hr. Chiswell, frá matvæla- og landbúnaðarupplýsingaráðinu í Ham- borg, á einum hinna stærri Hamborgartogara, Este. Eitt skipanna, er við höfðum samband við í ferðinni, var frá Hull. Skipstjórinn þar sagði okkur fréttir frá ýmsum fiskislóðum og við gáfum honum einnig nokkr- ar upplýsingar. En eitt atvik vakti þó sérstaklega eftir- tekt okkar. Eitt sinn, er hann kom mjög nálægt okkur, hljóp skipstjórinn aftur í skut skips síns og kastaði vögnunum, nokkuð, sem ekki er hægt að líta á öðruvísi en undarlega glettni örlaganna: Úr nýjum þrumuskúr sló eldingu niður í eyki kjör- furstavagnsins, svo bæði hestar og knapar féllu flatir til jarðar, en kjörfurstinn sat óskaddaður í vagninum! Náfölur reikaði hann inn í höll- ina, mjög hugsandi um það, hversu nærri hefði legið, að stjörnuspádómur hans yrði til að valda dauða hans. um borð til okkar, af mikilli leikni, tveimur dósum af sígarettum og hrópaði um leið: „Mér er sagt, að þið hafið ekki mikið að reykja í Þýzkalandi". Hann vissi ekki að um borð í Este voru tveir brezkir yfirmenn, annars hefði hann kannske kastað tveimur dósum til viðbótar. Síldveiði með botnvörpu er veiðiaðferð, sem stunduð hefur verið frá Þýzkalandi í s.l. 20 ár. Bretar nota mest reknet við slíkar veiðar. Hugsaðu þér langa og djúpa girðingu af netjum. A nóttunni kemur síldin upp í sjó og ánetjast. En botnvarpan, sem Þjóðverjar nota, er svipuð að gerð og sú, sem notuð er við þorsk og annan stærri fisk, þeir veiða síidina við botninn, og þeir veiða mikið. Árið 1948 veiddu 39 togarar fi'á Ham- borg yfir 30.000 smálestir af síld, frá júní til nóvember. Óhreinasta og versta kollait. Við sigldum af stað laugardagsmorgun, með nóg af mat og miklar vonir, vitandi að við vorum um borð í óhreinustu kollunni í Hamborg. Er við komum út í Norðursjó og höfðum farið fram hjá Cuxhaven, byrjaði skipið að velta í norðaustan kvikunni og benti allt til þess, að ferðin yrði mjög slarksöm. Veiðisvæðið á þess- um tíma var Flatigrunnur, ca. 100 mílur austur og norðaustur af Aberdeen. En skipstjórinn vildi samt reyna eitt hol á Doggerbank og köstuðum við vörpunni ca. 80 mílur austur af Flamborough Head. Það bar þó lítinn árangur, og héldum við áfram norður eftir á sunnudagskvöld. — Um hádegi á mánudag vorum við komnir á hið rétta veiðisvæði og byrjuðum að toga, en í fyrsta holinu var veiðin lítið betri, eða ca. 20 körfur af síld. í næsta holi komu upp 100 körfur og þar næsta yfir 200 körfur, eða í kringum 12 smálestir af fiski. Um kl. 11 að kvöldi drógum við síðasta holið. Með dimmunni tók fiskinn undan og við hættum veiði þang- að til mgð birtingu næsta dag. Eftir tveggja daga veiði höfðum við aðeins fengið 400 körfur, en skipið rúmaði 4000. Allan þriðjudaginn toguðum við, en veiðin var aðeins í meðallagi. Það var oft kyrrt í sjóinn. Aldan hafði horfið, sjórinn var sléttur og kyrr, enginn vind- ur. Það var of mikið logn fyrir síldina, henni líkaði betur hreyfing á sjónum. Aflinn hjá hinum. Allan þennan tíma hlustuðum við eftir hvernig hin- um togurunum reiddi áf. Þrisvar daglega gaf loft- skeytamaðurinn skýrslu um aflabrögðin til miðstöðvar- VIKINGUR 277
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.