Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 26
Björgunarlaun Saga eftit C. J. Cutelifte-Hyne Það var molluhiti og kyrrt í veðri þetta kvöld, en talsverð imdiralda úr norðaustri eftir margra daga blæjalogn. Sjórinn logaði eins og rosaljós, og heitur, svartur himininn glampaði eins og maurildi. Þegar skipið stakk stefninu niður í öldudal, hamaðist skrúfan í vatnsborðinu og þeytti upp eldhjóli aftan við skutpallinn. 1 káetu sinni lá skipstjórinn ofan á rúmföt- unum, í skyrtu og baðmullarbuxum og með húf- una á höfðinu. Bússurnar hans og olífötin lágu tilbúin í hrúgu á gólfinu. Hann svaf af mikilli ástundun og bjó sig undir það, sem koma skyldi. Á stjórnpallinum stóðu annar stýrimaður og norskur háseti og héldu gufuskipinu Paraguay á stefnunni. Þeir voru báðir á varðbergi, og á stundarf jórðungs fresti þrammaði hásetinn nið- ur stigann og leit íbygginn á loftvogina í káetu- ganginum. Og í hvert skipti, sem hann kom aft- ur upp, bölvaði stýrimaðurinn lágum rómi, en af mikilli tilfinningu. Einn maður enn af skipshöfninni var sjáan- legur ofanþilja. Hann gekk þegjandi fram og aftur á framlyftingunni, renndi augunum til og frá út í nóttina, alltaf sama hringfjórðung- inn, og á hálftíma fresti, eftir að bjallan hringdi, tilkynnti hann dimmum rómi, að allt væri í góðu gengi. Auk þess heyrðist stöðugt marr, eins og í nýjum skóm, svo að menn hefðu getað haldið, að fleiri væru á ferli. En þetta hljóð kom frá skipinu sjálfu. Það var komið til ára sinna, og öldurnar voru brattar, og við hverja dýfu ískruðu hnoðnaglarnir og börmuðu sér. Bjallan hringdi, klukkan var hálf-tólf, og ann- ar stýrimaður hugsaði með sér, að eftir þrjá- tíu og fimm mínútur skyldi hann vera farinn að hrjóta í koju sinni, hvað sem öllum hvirfil- vindum liði. Senn var ábyrgð hans og skyldum lokið, og þá yrði hann frjálsari maður. Hann var að ganga fram og aftur um brúna eins og venjulega, upp eða niður í móti, eftir því sem skipið veltist á öldunum, þegar hann snarstanz- aði framan við kompásskýlið og sneri sér snögg- lega á hæli. Eins og flestir sjómenn hafði hann þann undarlega eiginleika, að hann virtist sjá með hnakkanum, og nú fannst honum sem ljós hefði stigið upp úr sjónum langt úti í myrkr- inu. Ljósið í kompásskýlinu blindaði hann, og hann gekk út á enda stjórnpallsins, teygði höf- uðið út yfir stormhlífina og horfði þangað út í myrkrið. Eldingarnar glömpuðu á himninum, og maurildin glóðu á sjónum, en annað var ekki að sjá. Þá sneri hann sér við og kallaði: „VarðmaSur, sástu nokkuð á vindborða fyrir svo sem mínútu síðan?" ,,Nei, ég hef ekkert séð", svaraði varðmað- urinn á framyftingunni með syfjulegri rödd. „Jæja", tautaði annar stýrimaður við sjálfan sig. „Það hefur líklega verið stjörnuhrap". Samt hélt hann áfram að stara út yfir stormhlífina, og eftir nokkra stund blístraði hann hátt og sagði: „Hvert í logandi! Hvað var þetta?" Eldingarnar höfðu rénað í bili, og í myrkrinu fyrir framan hann steig bogamynduð eldrák hægt í loft upp, unz hún varð að bjartri sól, sér átta þúsund í björgunarlaun lögum sam- sem sundraðist í ótal örsmáar stjörnur. Annar stýrimaður beið ekki boðanna. Hann stakk flautu milli tannanna og bíés, þangað til háseti kom skjögrandi út úr horninu, þar sem hann hafði legið og mókað. Stýrimaðurinn gaf honum skipanir sínar, og eftir hálfa mínútu voru þær framkvæmdar. Paraguay svaraði með eldflugu, sem þaut hvæsandi upp í loftið. Eins og aðeins hefði verið beðið eftir þessu, steig önnur eldfluga úti í myrkrinu, og síðan sú þriðja, og enn fleiri. Auk þess fékk stýrimað- urinn aðrar upplýsingar, sem tóku af allan vaf a um, hvað að væri. Paraguay var með briggskips- reiða, og stýrimaðurinn hafði fengið hásetanum næturkíki og sent hann upp á bramseglsrána til þess að vita, hvort nokkuð meira sæist þaðan. Kallið kom tafarlaust: „Þrjú rauð Ijós, hvert upp af öðru, á stjórnborða". Og skömmu síðar: „Nú sést það í eldingunum. Þetta er stórt gufu- skip, og veltist stjórnlaust í ölduganginum, svo sem fimm mílur í burtu. Það er svartmálað, og ég gæti trúað, að það væri hér um bil sex þús- 2B4 VIKINGUH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.