Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 54
3. Breytileg aflabrögö. Það hefur áður verið á það drepið, að eitt af mörgum einkennum allra mikilla fiskveiða eru sveiflur í aflabrögðunum, mikil fiskveiða- tímabil skiptast á við veiðileysiskafla, og á þetta ekki sízt við, þar sem um er að ræða síld og aðra síldfiska, svo sem brisling, sardínur o. s. frv. Það er óhætt að fullyrða, að eyður á milli aflatímabila eru jafn eðlilegar og afla- bilin sjálf. Undanfarin ár hefur til dæmis ver- ið kvartað undan síldarleysi við strendur Skot- lands og sardínuveiðarnar við Vesturströnd Bandaríkjanna hafa brugðist. Á hinn bóginn hefur verið óvenju mikið um síld við suður- strönd íslands, vetrarsíldveiðar Norðmanna hafa staðið með miklum blóma og uppgripa- veiði hefur verið við norðanvert Jótland og vesturströnd Svíþjóðar. Og úr því við minnt- umst á Svíþjóð, þá á vel við að geta þess, að þaðan höfum við betri heimildir en frá nokkr- um öðrum stað, um langæjar sveiflur í síldar- stofni, og á ég þar einkum við hina frægu Bohuslán-veiði, eða síldveiðina við strandlengj- una norðan Gautaborgar. Af þessari veiði fara sögur síðan á 10. öld, og hafa síðan verið níu aflatímabil með eyðum á milli. Síðasta afla- tímabilið náði yfir áraröðina 1877—1906, en þá komst veiðin upp í hálfa þriðju milljón hektó- lítra, þegar hún var bezt. Síðan hefur veiðin legið niðri þangað til nú, að tíunda veiðitíma- bilið virðist vera að byrja. Þá hafa aflabrögðin á vetrarsíldveiðunum við Noreg ekki verið síður breytileg. Þar eru þekkt f jögur aflatímabil síðan á öndverðri sext- ándu öld. Það síðasta þeirra hófst um alda- mótin og stendur enn, eins og kunnugt er. Áður en þetta aflabil hófst, var lítið um síld við vesturströnd Noregs og í heilan áratug, eða nánar til tekið á milli 1870—1880 mátti heita síldaiiaust. Eitt árið, nefnilega 1875, fengust aðeins rúmar 200 tunnur síldar á sömu slóðum og veiddust 8.800.000 hl. vorið 1948, en það var hámark allra tíma. Um sveiflur í síldargengd við ísland á um- liðnum öldum vitum við því miður frekar lítið. Þó er enn í minnum síldargengdin mikla við Austfirði á Watne-tímanum, það er á árunum um og eftir 1868, þegar Norðmenn hófu síld- veiðar hér við land. Hversu lengi síld hafði verið á Austf jörðum þegar Watne kom þangað, verður ekki vitað, en þetta aflaskeið var á enda runnið þegar fyrir aldamót. Þegar Norð- menn hófu hér síldveiðar, eins og áður var drepið á, virtist lítil síld hafa verið við Norð- urland. Gerð var tilraun til þess að setjast þar að, en vegna síldarleysis voru bækistöðvarnar svo að segja strax fluttar til Austfjarða. Árið 1883 virðist vera hverfidepill í síldargengd hér við land. Þá kvarta blöðin undan því, að síldin sé farin að ganga mjög óreglulega inn í firð- ina, en á hinn bóginn hafi þess orðið vart, að hún sé farin að vaða í torfum úti á hafi fyrir norðan land. Þangað til við kunnum að geta grafið upp gleggri heimildir um þau atvik, sem þarna hafa auðsjáanlega verið að gerast, verð- um við að hafa fyrir satt, að það síldartímabil við Norðurland, sem enzt hefur fram til þessa, hafi raunverulega hafizt um þetta leyti. Um svipað leyti fer að rakna úr við vesturströnd Noregs, enda þótt mikil gengd síldar sé þar ekki fyrir hendi fyrr en eftir aldamót. Með hliðsjón af þeim sögulegu staðreyndum, sem nú hafa verið nefndar, er sízt að furða þó að síldarmagnið við Norðurland sé breyt- ingum háð og síldin leggist frá annað slagið. Reynsla undanfarinna ára virðist því miður benda til þess, að þetta sé að gerast. Þetta er lögmál náttúrunnar, lögmál, sem við vitum enn of lítið um, síldarleysi er jafn eðlilegt fyrir- brigði og síldargengd. Ég kem þá að svari við hinni spurningunni, hver er orsök þeirra breytinga, sem orðið hafa. Hér er tvennt til. Annað hvort hefur síldar- stofninn dregist saman, þannig að sú veiði, sem nú er hægt að sækja í hann, er aðeins lítill hluti af því, sem hann gat áður af hendi látið, meðan hann stóð í blóma, eða, að síldin hefur breytt göngum sínum upp á síðkastið. Það er augljóst mál, að hvor þessara orsaka gæti ein verið nægileg til þess að skýra þá breytingu, sem orðin er, en þó hlyti annað hvort, stofninn að hafa dregist mjög mikið saman, eða að göngur síldarinnar eru nú að verða mjög frábrugðnar því, sem áður var. Loks er sá möguleiki fyrir hendi, að hvoru tveggja sé til að dreifa, að stof ninn haf i minnkað og að hann hagi auk þess göngum sínum öðruvísi en áður var. Áður en leitast verður við að skýra þetta mál nánar, verðum við að freista þess að gera okkur grein fyrir, hvað við vitum um lifnaðarhætti þessa stofns, Norðurlandssíldarinnar. Það var löngum haft fyrir satt, að Norður- landssíldin væri alíslenzk, að hún hrygndi á vorin í hlýja sjónum fyrir sunnan land, en gengi síðan norður fyrir í ætisleit og leitaði aftur til hrygningastöðvanna næsta vor. 1 sam- ræmi við þetta var talið, að ungviði hennar ælist upp í fjörðum og flóum landsins. Enda þótt til séu þeir, sem enn vilja halda fast við þessa kenningu, þó í allbreyttri mynd, hefur sú skoðun verið að ryðja sér rúms síðastliðin fimmtán ár, að megin stofn Norðurlandssíldar- 312 VIKlN G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.