Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 44
LÍFDR YKKURINN OG ÆSKULINDIN Hve gömul getum við orðið? Deyjum við ekki allt oí snemma, og er það í rauninni óhjákvæmilegt að deyja? Til forna gæddu menn guði sína ekki einungis eilífu lífi, heldur einnig eilífri æsku, og þeir tóku að hugleiða, hvort þeir gætu ekki orðið hins sama aðnjót- andi. „Lífið er fagurt og dauðinn er andstyggð", sögðu þeir, og til þess að losna við elli og dauða, voru menn sífellt að leita ráða til að komast hjá þessum örlögum. Það var leitað að æskulindinni og síðan að lífdrykkn- um. Þeir gömiu, sem ekki þekktu neitt að ráði til efna- fræðinnar, höfðu ekki látið sér til hugar koma, að menn gætu sjálfir blandað slíkan drykk. Þeir höfðu meiri trú á, að einhversstaðar á jörðinni væri lind, og hver, sem af henni drykki, yngdist þegar í stað og kastaði ellibelgnum. Guðinn Júpíter hafði eitt sinn orðið ást- fanginn af dís nokkurri, og hann breytti henni í lind. Það var sú lind, sem menn leituðu nú. Hvar hún rann, vissu menn því miður ekki, en að hún væri til, trúðu menn eins og nýju neti. Á næstum öllum fornum landabréfum má sjá hana staðsetta, og í riddararóman frá miðöldum, Huan frá Bordeaux, upplýsir höfund- urinn: lindin kemur frá Níl, og frá þeim stöðum, þar sem Paradís var áður, og vatn hennar er svo máttugt, að þegar sjúkur maður drekkur af því, verður hann heilbrigður, og þegar gamall maður drekkur af því, verður hann þrítugur á ný“. Trúin á tilveru þessarar dásamlegu lindar var svo bjargföst, að þegar Kólumbus hafði fundið Ameríku, voru margir svo sannfærðir um, að lindin hlyti að vera í þessu nýja landi, að þeir fóru þangað þeirra erinda einna, að finna hana. Það var í leit að æskulind- inni, að spænski sæfarinn Ponce de Léon fann strendur Florida árið 1512. Það leið á löngu áður sú trú dofnaði, að náttúran byggi yfir slíkri lind, mönnunum til handa. Þegar menn fóru að skyggnast inn í leyndardóma efnafræðinnar, hugðust menn finna ráðið til að varðveita æskuna og lífið eftir þeirri leið. Þegar gullgerðarmennirnir sátu álútir yfir tilraunaglösum sínum og suðukörum, var það ekki aðeins til að finna vökva, sem breytti öllu í gull, heldur líka til að finna upp lífdrykkinn. Menn trúðu statt og stöðugt, að það væri hægt. Árið 1590 gaf sá hálærði Bacou í Oxford út bók, þar sem hann ráðlagði viss seyði af gulli, perlum og gimsteinum til að lengja lífið, og nefnir sem dæmi greifynju nokkra, Desmont að nafni, sem hafi með því að nota slíkt gullseyði náð 140 ára aldri. Þegar lærður maður eins og- Bacou gat lagt trú á slíkt, hvað var þá ekki hægt að telja fáfróðum almenningi trú um? I mörg hundruð ár mátti sjá svindlara og loddara ferðast fram og aftur um Evrópu og bjóða fala hina dásamlegustu drykki. Hinn alræmdi greifi af Saint Germaiu, sem kunni að sveipa líf sitt einskonar dularhjúpi, hélt því fram, að hann hefði lifað margoft hér á jörðu og myndi glöggt hin fyrri æviskeið sín. Hann seldi drykk, sem hann kallaði „lífteið", og átti það að yngja hvern þann, er af drakk, um tíu ár, en yngingin tók eitt ár. Áður en árið var liðið, var Saint Germaiu kominn á allt aðrar slóðir, ásamt þeim peningum, sem hann hafði svikið út úr fólki. Annar ekki síður alræmdur náungi var Josef Balsamo, þekktur undir nafninu Cagliostro, sem var um tíma heimilislæknir Maríu Antoinette. Hann blandaði „lífdrykk", sem hann seldi fyrir offjár. Hann seldi svo vel, að hann gat lifað konunglega. Og einn af samtíðarmönnum Cagliostros, læknirinn Clande Chevalier, gaf út bók árið 1787, sem hann nefndi: „Sigurinn yfir ellinni eða örugg ráð til að afmá öll merki ellinnar og lifa eins lengi og maður vill og án þess að finna til hrumleika". Þessir fínu loddarar ginntu einkum ríkt fólk, en almenningur slapp ekki heldur. Það var ekki haldinn svo markaður, að ekki væri þar einhver „doktor", sem seldi lífdrykki, og t. d. í París og London voru sérstakir staðir, Pont Neuf og Cheapside, þar sem ætíð var urmull prangara með þessa kraftaverkadropa, bláa, rauða eða græna. 30 2 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.