Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 47
ui’hlið kirkjunnar kannske böðuð í ljósi, sem fellur mjög til hliðar, svo að hvaðeina tekur á sig skarpa og áhrifaríka mynd, en inni í gróp- um og innskotum brotna geislar, sem kastast frá þeim flötum, sem sólin fær skinið á. Það er enganveginn óviðeigandi að líkja suð- urhlið kirkjunnar við hljómborð með hvítum og svörtum nótum, hljóðfæri, sem ljósið, meist- ari meistaranna, leikur á hljómkviður sínar. Gildleiki súlna og burðarstoða þessai’ar dóm- kirkju er óvenju mikill, svo jafnvel hinar ljósu framhliðar þeirra virðast jafn breiðar og bilin milli þeirra. Þetta vekur sterka og áhrifamikla hrynjandi í stílinn. Þegar ofar dregur, verða stuðningssúlurnar mjórri, bogar þeirra hallast að mæni aðalskipsins, studdir tígulegum odd- bogum. Það má líkja því við hinn flókna, öfuga þrílið í ríki tónanna. Gagnrýnandi minn mun segja: Þetta er að vísu hljómfögur lýsing en vita gagnslaus frá sögulegu sjónarmiði, því að vísindin leiða rök að því, að húsameistararnir miðuðu stoðir og annað þvílíkt við það, hversu mikinn þunga þeim var ætlað að valda. Hvelfing miðskipsins í Chartres er 16,5 metra breið, og er það meiri breidd en í nokkurri annarri dómkirkju í Fraklc- landi. Burðarstoðirnar hljóta þess vegna að vera eftir því. Ég svara já, óneitanlega gerði húsa- meistarinn þessar stoðir örugglega úr garði, og hvelfingin hefur staðið óhögguð í sjö hundruð ár. Eins og siður var á þeim tíma, hefur hann látið þær hallast inn á við, minnka að ummáli eftir því sem ofar dró. Já, hann hefur jafnvel gengið feti lengi’a en flestir aðrir. Jafnhliða hinu tæknilega sá hann ætíð tækifæri fyrir auk- ið augnayndi. Þar sem byggingin krafðist sér- stakrar áherzlu, veitti hann tjáningarþörf sinni útrás. Þú efast? En ég get sannað mál mitt. Líttu á álmuna, sem brýzt út úr miðri suður- hliðinni. Sjáðu hvernig efri hlutinn er skreyttur lóðréttum súlum, örmjóum eins og orgelpípur og bilin milli þeirra, sem ekki er öllu breiðari en þær sjálfar. Súlur þessar bæta úr engri brýnni nauðsyn. Þær eru einvörðungu til skrauts. Þær prýða og fegra á þann hátt að framleiða stöðug skipti ljóss og skugga upp úr og niður úr. Taktu eftir því, að þetta er eins- konar tilbrigði við pílárana milli burðarstoð- anna, aðeins smágjörvari og léttari yfirlitum. Og líttu á hinar frægu höggmyndir yfir „porte royale“ á vesturgaflinum, konunga og drottningar úr Gamla testamentinu, dómsdag, og myndir úr ævi Jesú Krists! Þessi frábæra listaverka-samstæða var gerð á fyrri hluta 12. aldar handa dómkirkju þeirri í Chartres, róm- anskri að stílgerð, sem nú er horfin, en átti upp- „Líttu á þessa grajinvöxnu svipi, eins og súlur í laginu runa sinn á 4. öld. Þegar gotíski húsameistar- inn kom til skjalanna og gerði uppdrátt þess- arar kirkju árið 1194, varðveitti hann af mik- illi nærgætni þessa gömlu forhlið og tvo hliðar- turna. Líttu á þessa grannvöxnu svipi, eins og súlur í laginu, íklædda skikkjum og kyrtlum með djúpum fellingum neðan frá faldi og upp í hálsmál, sem gefa þeim ofur hátíðlegan og ójarðneskan svip! Þarna má segja, að sleginn sé grunntónn tvíliðanna. hálfri öld áður en gerð- ur var uppdráttur þeirrar kirkju, er við sjáum í dag. Þessi „porte royale" er, eins og ýmsum mun kunnugt, meistaraverk, uppruni og skóli þeirrar höggmyndarlistar, sem skapaðist í Frakklandi á 12. öld og síðar. Það er viður- kennt, að myndlist sú, sem upprunnin er í Chartres, var í eðli sínu afturhaldssöm. Hinar lóðréttu línur mannamynda héldust, með smá- vægilegum breytingum samicvæmt náttúrustæl- ingunni, fram til 1240, og voru á þeim tíma ein- kennandi fyrir myndir frá Chartres. Hið list- ræna viðhorf í Chartres hefur því um fullrar aldar skeið verið bundið sérstæðu mati og sjálfs- öryggi í höggmyndagerð, álíka ósveigjanlegu og yfirgangsríku og klassíkisminn átti eftir að verða á dögum Lúðvíks XIV. Er því nokkur furða, þótt meistari sá, sem gerði uppdrátt þess- arar kirkju kringum 1190, yrði fyrir áhrifum V I K I N G U R 305
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.