Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 5
„Saklaus", sagði Badeni ósjálfrátt. „Yður er stefnt fyrir sakamálaréttinn í Jó- hannesborg í sambandi við innbrot og þjófnað", sagði lögreglustjórinn. „Aldrei á ævi minni", svaraði Badeni, „hef ég brotizt inn í hús né stolið né ætlað að stela". „Enn hefur engin kæra komið fram á hendur yður", sagði lögreglustjórinn í embættistón. „Yður er aðeins stefnt til að bera vitni í máli manns, sem ákærður er fyrir innbrot í búð og þjófnað". „En ég veit ekkert um neitt slíkt", sagði Badeni. „Ég hélt þeir ætluðu að spyrja um brennivín —". „Það er ekkert um brennivín í málinu", greip lögreglustjórinn fram í, Badeni til mikils hug- arléttis. „Þér eigið að bera vitni í innbrotsmáli og þér eigið að leggja fram blaðið, jgem þér senduð konu yðar í bréfi. Yður verður skýrt frá öllu þessu, þegar til Jóhannesborgar kem- ur". Því var ekki að neita, að Badeni leit á þessa bróun málanna sem kærkomið hlé á erfiðu og þreytandi ástandi. I sambúð þeirra hjónanna vóru orðnar meira en litlar viðsjár. Hún hafði rekið framan í hann bréfið og mvndina, sem hann sagði að væri peningur. „Ef þú getur keynt fyrir þennan pening, þá farðu og gerðu það", sagði hún hvatskeytlega. „Það vill eng- inn láta mig fá svo mikið sem merkimiða fyrir það". Hún hafði skýrt frá reynslu sinni af „bankaseðlinum". og dag eftir dag hafði hún hvað eftir annað vikið talinu að þessu efni á hinn ergilegasta og ósvífnasta hátt. Badeni var að verða viti sínu fjær. Hann átti í strangri baráttu við þá freistingu að taka prik og jafna með því sakirnar við konu sína. Það var ein- ungis sú hótun hennar að segja hinum kon- unum hvernig hann hefði látið leika á sig og gera hann hlægilegan, sem aftraði honum. Þegar hann kom heim frá lögreglustöðinni, sagði hann konu sinni svo mikið af viðtalinu, sem hann áleit hana hafa gott af að heyra. Hann ætlaði til Jóhannesborgar, sagði hann, í sambandi við mikilvægt mál varðandi annað fólk. Hann ætlað að taka blaðið með sér og skipta þvíþar fyrir aðra peninga. Hann gerði sér reyndar ekki ljóst, hvernig hann ætti að fá þessi 5 pund, en þessi fyrir- sláttur myndi nægja til að þagga niður í kerl- ingunni um sinn. Innbrotsmálið kom fyrir réttinn í Jóhannes- borg á tilskildum tíma. Tandabantu þekkti muni sína, er fundust í fórum hins handtekna manns. Þegar hann var spurður, hvernig hann gæti þekkt vindlakassann, benti hann á skeggið og hökutopp frúarinnar, og sagðist hafa prýtt hana þannig sjálfur sér til dundurs. 1 kassanum var stór bunki af samskonar myndum. Þegar Badeni var spurður, þóttist hann þekk.ia kassann. „Bréfpeningurinn", sem hann sýndi, hafði komið úr kassanum, sagði hann. Hann var í þann veginn að halda áfram sögu sinni um viðskipti sín við kaupmanninn, þegar þageað var niður í honum, honum til mikillar furðu. Málinu lauk, sekt innbrotsþjófsins sannaðist og hann var dæmdur til langrar fangelsisvistar. Tandabantu var á leiðinni út úr réttarsaln- um með sína endurheimtu muni, þegar lög- regluþjónn lagði hönd á öxl honum. „Þér eruð hérmeð tekinn fastur", sagði hann, „ákærður um svik". Þegar málið kom fyrir rétt, var Badeni aftur leiddur sem vitni. Enn á ný sýndi hann „bréf- peninginn". Hann var borinn saman við mynd- irnar í kassa Tandabantus og reyndist sömu tegundar. Fingraför Tandabandus fundust á myndinni, meðal annarra. Badeni skýrði- frá því, hvernig hann hefði fengið blaðið í skiptum fyrir fimm gullpeninga, og kaupmaðurinn var dæmdur í 30 punda sekt eða þriggja mánaða hegningarvinnu ella. Af sektunum fékk Badeni 5 pund í skaðabætur. Af einhverjum misgán- ingi lögreglunnar fékk hann einnig vindlakass- ann. Nú þegar málum hans var lokið, var Badeni á lausum kili í Jóhannesborg, og þar eð hann hafði verið færður þangað á kostnað ríkisins, ákvað hann að spara sér ferðapeninga með því að taka upp sitt fyrra starf í námunni.. Auk þess hafði hann einhvernveginn á tilfinning- unni, að' fjarvera hans mvndi skerpa ástina. Hann hugsaði sem svo, að tilfinningar konu hans myndu mildast meðan hann væri í burtu. Að minnsta kosti þurfti hann tímann fyrir sér til að hugsa upp sennilega sögu til að segja henni um skiptin á „bankaseðlinum". Hann fékk kunningja sinn til að skrifa heim fyrir sig og segja, að hann myndi dvelja nokkra mánuði í námunum. Hann lét þessa einnig getið, svona hinsegin: „Ég hef fengið peninga fyrir seðilinn, þú veizt". Eftir nokkra mánuði hélt Badeni heim. 1 farangri hans var vindlakassi. Honum hafði vegnað vel, og hann gat fengið konu sinni álit- lega peningafúlgu. Hann varaðist að geta um „bréfpeninginn", sem hann hafði farið með til Jóhannesborgar til að fá skipt. Hann vonaði, að kona sín hefði gleymt því, svo hann þyrfti ekki að gefa skýringu á þeim viðskiptum. En eiginkonur gleyma ekki svo auðveldlega, og dag VIKlN Q U R 263
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.