Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 41
 „Dátarnir báru byssur með áfestum stingjum um öxl, og á byssustingina voru rekin stór stykki af hvítu brauði eða steik, eða vínflöskur hengdar". og bezt gekk. Auk þess var í rauninni allt, sem til var í landinu, bæði dautt og lifandi, eign konungsins. Þess vegna gat konungurinn bæði leigt og selt herinn sinn til annarra landa, sem áttu í stríði og skorti hermenn. Bæði England, Austurríki og Frakkland tóku slíka heri á leigu, einkum frá þýzku smáfurstunum, sem högnuðust vel á því að selja líf og blóð þegna sinna. Þegar England reyndi að bæla niður uppreisn- ina í Norður-Ameríku nýlendunum, notaðist það aðal- lega við þýzkar herdeildir, sem höfðu verið leigðar af þýzkum furstum. Fyrir dalina, sem maður fékk hjá lið'smalaforingjanum, seldi maður því ekki einasta sex, sjö ár af lífi sínu, heldur einnig oft lífið sjálft. Það var oft eins erfitt að fá sjóliða í flotana og dáta í landherina, og við það voru ekki notuð nein vettlingatök. Menn notuðu hina illræmdu „pressun". Það var einkum í Englandi, en þó einnig í Frakklandi og Hollandi, sem „pressunin" tíðkaðist, og hún er al- kunn úr mörgum enskum sjóferðareyfurum. Þessi „pressun" var hreint mannrán. .Þegar skip konungsins vantaði mannskap, var sendur flokkur vopnaðra sjóliða undir stjórn liðþjálfa i hafnarhverfin, og sjómenn, sem á vegi þeirra urðu, voru umsvifalaust teknir, bundnir og fluttir um borð í herskipið. Væri það úti á rúmsjó og vantaði menn, til dæmis eftir orustu, gat skipstjórinn vel fundið upp á því að ráðast á verzl- unarskip og taka með valdi hluta af skipshöfn þess um borð, eða hann gat sent bát í land í einhverri höfn og rænt eins mörgum og hann taldi sig þurfa. Það var ekki að furða, þó sjómenn, sem ekki langaði til að komast á herskip, flýðu og feldu sig, þegar þeir sáu sjóliðasveit nálgast. Oft kom það fyrir, að menn hurfu gersamlega á þennan hátt, og féllu þeir í orustu og væri sökkt í hafið, fékk enginn framar vitneskju um örlög þeirra. f gamalli bók getur að lesa merkilega sögu um, hvað slík „pressun" gat leitt af sér. Ungur maður kom til London, það var um,1810 — og systir hans og mágur, sem ætluðu að taka á móti honum, fóru á mis við hann. Ungi maðurinn stóð því einn síns liðs niður við hó'fn í þessari ókunnu borg, þegar góðlátlegur sjómaður bauð honunr að sofa hjá str yfir nóttina. Þeir fylgdust síðan að heim til sjó- mannsins, sem bjó í litlu húsi við höfnina. Um nóttina heyrði sjómaðurinn óp og háreysti úti fyrir, og hann fór á fætur til að sjá hvað um værf að vera. Það voru tveir menn í slagsmálum og sjómaðurinn heyrði skvamp, er annar þeirra féll í sjóinn. Hann ætlaði að veita morðingjanum eftirför á skyrtunni einni saman, en í sama bili kom „pressunarflokkur" á vett- vang. Þeir gripu hann, fleygðu honum niður í bát og fluttu hann út í herskip. Daginn eftir var sjómannsins saknað í húsinu, og þegar lík fannst á reki rétt við húsdyrnar, voru menn sannfærðir um, að það væri af honum. Það var auð- vitað ókunni maðurinn, sem hafði myrt hann, og grun- urinn varð að vissu, þegar blóð fannst á fötum hans. VIKlN G U R 299
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.