Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 27
und smáleatir. Mér sýnist það vera «tt af »kíp- um Vesturindíufélagsins". Stýrimaðurinn hafði þegar ákveðið stefnuna. „Átta strik á stjórnborða". sagði hann, og með- an hásetinn við stýrið endurtók skipunina og sneri stýrishjólinu, hljóp hann sem fætur tog- uðu niður stigann. Skipstjórinn glennti upp augun, þegar stýri- maðurinn kom þjótandi inn í káetuna til hans. „Er hann skollinn á?" spurði hann, um leið og hann settist upp og smeygði handleggjunum í treyjuermarnar. „Nei, ekki ennþá, en hann getur komið á hverri stundu. En það er stórt gufuskip með neyðarmerki, stjórnlaust á reki svo sem fimm mílur fyrir norðan okkur". „Nú?" „Ég stefndi á það, og kom svo niður til þess að segja þér frá því. Ég býst við, að þeir þurfi að láta draga sig til einhverrar hafnar". „ó, drottinn sæll", sagði skipstjórinn. „Er nú tækifærið komið eftir tuttugu ára bið? Á ég nú að fá feitt skip í slagtog og sleppa við fátækraheimilið þrátt fyrir allt? Segðu mér ekki, að þetta sé einhver gamall vöruflutningar- dallur, Llewellen". „Ég sendi mann upp á bramseglsrána, og hann hélt, að það væri eitt af skipum Vestur- indíufélagsins". Skipstjórinn hljóp upp í brúna/,,Vesturindíu- félagsins?" endurtók hann. „Við skulum sjá, hvaða mánaðardagur er í dag? Já, alveg rétt! Tampico ætti einmitt að vera á þessum slóðum núna. Og þeir ættu að vera með gull um borð, og áttatíu farþega, býst ég við, fyrir utan póst og vörur. Ef þeir liggja þarna hjálparlausir, með þetta veður í aðsigi, hlýt ég að fá þúsund sterlingspund af björgunarlaununum, ef ég dreg þá í höfn, og að minnsta kosti fimm hundruð pund í samskotum frá farþegunum, þegar ofviðrið er búið að skjóta þeim ærlegan skelk í bringu. Ó, drottinn sæll! Að hugsa sér það. En það er engin hætta á, að ég verði svo heppinn. Ég trúi því ekki. Ég fæddist á mánu- degi". Paraguay sigldi upp að nauðstadda skipinu. „Llewellen!" æpti skipstjórinn. Það er Tamp- igo, sem ég er lifandi maður. Og Vaughan er skipstjóri á því núna, sá sami, sem vitnaði á móti mér og spillti fyrir mér í árekstrarmálinu forðum. En nú skal svei mér koma annað hljóð í strokkinn. Skrepptu niður til 1. vélstjóra og segðu honum, að hann eigi að vera sjálfur við stjórn í vélarrúminu næstu — ja, guð veit, hvað lengi. Og vektu fyrsta stýrimann um leið og biddu hann að sækja nýja tíu tomma kókos- trefjakaðalinn í geymsluna og koma með hann aftur í skut. Halló, Tampico!" Svarið kom frá svartri þústu á stjórnpalli hins skipsins. „Gleður mig að sjá yður, skip- stjóri. Hvaða skip er þetta?" „Vöruflutningaskipið Paraguay. Þurfið .þér á aðstoð að halda? Þið hafið marga farþega um borð, sé ég er". „Það brotnaði öxullinn hjá mér. Hvað viljið þér fá fyrir að draga mig til Port Royal á Jamaica?" „Er þetta Vaughan skipstjóri, sem talar?" „Já". „Jæja, ég er Owen Morgan, skipstjóri, og ég býst ekki við, að það hafi neina þýðingu, að við séum að þjarka hér. Þó að við kæmum okkur saman um björgunarlaun, yrðu þau bara ógilt síðar meir. Fáið þér mér bara dráttartaugina, skipstjóri, og svo skulum við láta dómstólana skrifa reikninginn, þegar þar að kemur. En það er bezt að hafa hraðann á, því að hvirfilbylur- inn getur skollið á okkur á hverri stundu". „Jæja, segjum það" sagði skipstjórinn á Tampico og fór að gefa skipanir sínar. Samstundis var kveikt á þremur blysum við borðstokkinn. Þau helltu neistunum niður í svartan sjóinn og vörpuðu hvítum og drauga- legum bjarma á andlit mannanna, sem héldu á þeim, og óttasleginna farþeganna, sem stóðu í þyrpingum við borðstokkinn. Morgan skipstjóri horfði á þá og brosti í kampinn. Hann ætlaði að leggja líf sitt og skip í hættu, og þessir far- þegar skyldu fá að borga honum ríflega fyrir það. Því hræddari sem þeir yrðu, því höfðing- legri yrði gjöfin, og skipstjórinn á Paraguay óskaði þess heitt og innilega, að ofviðrið, sem í vændum var, yrði það versta, sem þeir gætu mögulega lifað af. Hann var fátækur maður, Morgan skipstjóri, skuldum vafinn barnamaður, sem aldrei hafði fengið slíkt tækifæri í lífinu. Og það mátti ganga út frá því sem gefnu, að hann mundi ekki fá það aftur. Draumur allra vöruflutningaskipstjóra er feitt skip í slagtogi og nóg af kolum, en flestir þeirra deyja áður en hann rætist. Og hér voru tvö hundruð þús- und sterlingspund á reki, reiðubúin að gefa af kvæmt. Björgunarbátur Tampicos hékk tilbúinn í davíðunum á bakborða, með áhöfn í luralegum björgunarbeltum. Um leið og blysin brunnu út, rann báturinn niður á sjóinn með háu skvampi. Hásetarnir losuðu hann og ýttu honum frá skip- inu, um leið og það hófst upp á ölduhrygginn. Árarnar teygðu sig út eins og fætur á einhverju skríðandi skordýri, og lömdu sjóinn hver af annarri. En smám saman náðu hásetarnir ára- VIKlN G U R 205
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.