Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 28
íaginu, og báturinn mjakaðist yfir að Paraffuay. Hann dró á eftir sér tveggja tommu kaðal, sem festur var við hring í skutnum, og tveir hásetar á framlyftingunni á Tampico gáfu út kaðalinn jafnóðum og báturinn nálgaðist hitt skipið. Kaðalendinn var tekinn um borð í Paragiuay og borinn að afturvindunni, og björgunarbátur- inn flýtti sér til baka, eins hratt og óttaslegin áhöfnin gat róið honum. Eldrák hafði breiðzt yfir hafið í fjarska og nálgaðist skipin óðfluga. Vindan á Paraguay hamaðist svo að þilfarið skalf undan henni, og á Tampico rann þykkur vírkaðallinn út, svo að neistarnir flugu úr renn- unni. Hvirfilvindurinn skall á þá, áður en vindan var búin að hala vírkaðalínn yfir borðstokkinn, og hófst með hagléli. sem lamdi mennina eins og skothríð. Vindan gekk áfram, en kaðallinn rann út af keflinu, af því að höglin, sem voru á stærð við dúfuegg, hröktu mennina frá vinnu sinni. En haglélið stóð ekki nema hálfa mínútu. Næst kom vindhviða, þung eins og veggur, og hrakti gufuskipin tvö á undan sér eins og upp- blásna belgi. Björgunarbáturinn frá Tampico fór fyrstur. Eldingarnar sýndu, hvar hann hoppaði á bárukömbunum, með árarnar foknar úr höndum hásetanna, sem sátu ráðalausir og eins og í leiðslu. Og hvar í Karabíska hafinu hann hefur grafið mennina, getur enginn sagt um nema þeir. Vélvindan á Paraguay skrölti áfram, eins og ekkert hefði í skorizt, og dró vírkaðalinn upp að festlunum. Þar var hann festur vel og rækilega, og síðan var skipstjór- anum gert aðvart um, að allt væri tilbúið. „Það var heldur ekki seinna að vænna", sagði Morgan. „Það mátti ekki tæpara standa". Svo hringdi hann vélarsímanum áfram, fyrst á hálfa ferð og síðan fulla. Síðustu skipunina ítrekaði hann tvisvar, og tók síðan sjálfur við stýrinu. Þar var betra að hafa taugamar í lagi, því að ef skipið hvikaði handabreidd út af réttri stefnu og stöðvaðist af öldu, sem ekki tefði jafnmikið fyrir hinu, sem á eftir var, þá yrði tilgangslaust að rífast um smáatriði. Tampico mundi þá steypast yfir Paraguay, og skipin mylja hvort annað sundur á nokkrum sekúndum. Nú voru öldurnar ekki lengur hægar og slétt- ar. Stormurinn feykti ölduhryggjunum burt og þeytti þá upp í ólgandi froðu. Annars sáu menn- irnir lítið af því, sem gerðist utan við borð- stokkinn, því að fjukandi sælöðrið blindaði þá. Það var sjálfsmorð að hleypa undan vindinum, svo að Morgan skipstjóri tók stóra beygju og stefndi beint upp í storminn. Á eftir kom Tamp- ico og virtist oftar en einu sinni ætla að hvolfa. Oftast sást ekki meira af Paraguay en möstrin, reykháfurinn og brúin, og þegar það flaut að lokum upp, hafði það mikinn hliðhalla á stjórn- borða, frammastrið var horfið með rá og reiða, og borðstokkurinn brotinn framarlega á lægra þilfarinu. Morgan skipstjóri spýtti saltvatninu úr munninum og ætlaðist á, hve mikið samskot farþeganna mundu hækka við þetta. Annar stýrimaður kom upp og öskraði í eyra hans: „Dallurinn er að liðast sundur. Festlarnir gefa eftir eins og þeir séu festir í kítti, og vindan er laflaus". „Styrkið þið hana með meiri köðlum", æpti skipstjórinn. „Náðu í nýja fimm tommu kaðal- inn og vefðu honum utan um lúkugatið. Það ætti að duga". Llewellen tók til starfa, og skipstjórinn stýrði skipinu áfram upp í vindinn. Þegar vélarnar voru á fullri ferð, gerði hann ráð fyrir, að skipið ræki svo sem fimm sjómílur aftur á bak á klukkutíma. Tuttugu mílum fyrir aftan skipin var skerjagarður, sem engin leið -var að komast fram hjá, ef stormurinn hrekti þau alla leið þangað. Eitt sér hefði Paraguay getað forðazt skerin, haldið sér nokkurn veginn á sama stað, en Morgan kom ekki til hugar að sleppa Tamp- ico. Hann óskaði, að farþegarnir fengju að vita um þessi sker, en engin hætta var á, að Vaug- han skipstjóri segði þeim frá þeim. Þegar hon- um varð hugsað til þess, f annst honum, að verið væri að svíkja sig um miklar upphæðir af pen- ingum. Paraguay tók upp á því að beygja út á bak- borða, og þótt Morgan sneri stýrinu eins langt á stjórnborða og unnt var, gat hann varla kom- ið því aftur á rétta stefnu. Rétt í þessu fékk það yfir sig brotsjó, sem hreinsaði framþilfarið niður að beru járninu og virtist ætla að taka brúna með. Borðstokkurinn var brotinn á bak- borða, fermiásarnir horfnir og segldúkurinn fleginn ofan að lúkuhlerunum. Hliðarhallinn færðist yfir á bakborða og jókst að mun. Llewellen öslaði aftur' upp á brúna. „Einn festillinn enn er farinn", sagði hann, „og drátt- artaugin færðist út á bakborða. Það er hún, sem dregur skipið út af stefnunni. Hún sópaði tveimur mönnum fyrir borð og handleggsbraut fyrsta stýrimann. Okkur finnst tími til kominn að sleppa Tampico. Þeir geta ekkert vitað um það — þó að þeir komist einhvers staðar í höfn til að gefa skýrslu. Þeir halda bara, að taugin hafi slitnað". „Taktu eftir því, sem ég segi", sagði Morgan. „Þetta er fyrsta tækifærið, sem ég fæ í lífinu, og ég fæ það aldrei aftur. Líttu þarna niður á framlúkuna. Ef sjóirnir ná góðu taki á henni, 2B6 VI Kl N G UR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.