Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 32
fréttu fyrst hvor um annan. Sendimenn flýttu sér sem mest þeir máttu til konungsins, sem dvaldist í Tenochitlan (Mexíkóborg)1, höfuð- borginni, sem Aztekamir höfðu byggt úti í stóru vatni. Sendimennirnir fluttu konunginum uggvænlegar fregnir um aðkomumennina, eld- vopn þeirra, fljótandi virki og hræðilega hesta. Montezúma þótti mikils vert um þetta og reyndi fyrir sitt leyti að láta aðkomumennina sjá, að hann væri ekkert smámenni heldur. Hann sendi til þeirra tvo tignarmenn með 100 þræla, sem báru gnægð dýrindis gjafa, meðal annars her- klæði, sem voru skreytt plötum úr skíru gulli, fagurlega skrautofnar flíkur, margvíslega dúka og myndir af dýrum og fuglum úr gulli og silfri. Spænskur hjálmur hafði verið sendur til höfuðborgarinnar, og lét konungur hann koma aftur barmafullan af gullsandi, og auk þess sendi hann hellur úr gulli og silfri á stærð við vagnhjól. En Montezúna vissi ekki við hverja hann átti, þar sem Spánverjar voru. Þegar þeim höfðu borizt slíkar sannanir um auðlegðina í landinu, var þýðingarlaust fyrir sendimenn konungs að flyt.i'a þeim boð um, að ráðlegast væri fyrir þá að hverfa heim aftur með þær vinargjafir, sem þeir hefðu fengið. Það tjáði ekki, að sendimennirnir sögðu þeim, að það væri langt til höfuðborgarinnar og leiðin þangað bæði erfið og hættuleg. En ástandið í herbúðum Spánverja var allt annað en gott. Þeir voru matarlitlir, svo að á þeim sá. Ágreiningur var töluverður í liðinu. Velasquez átti þar vitni, sem vildu halda heim aftur. Allmikill flokkur manna var óánægður. Enn fremur hafði leiðangursmönnum verið dreift: Cortez hafði sent Francisco de Montejo með tveim skipum norður með ströndinni til þess að kanna hana. Þeir höfðu farið til Panuco (skammt frá Tampico) og snúið þar við. Síðan hélt allt liðið norður eftir, sumt á sjó og sumt á landi, til þess að komast í auðugra land og frjósamara. Á leiðinni juku þeir flokk sinn með innlendum mönnum. í Chiahuitzla söfn- uðust skip þeirra saman í höfn, sem Montejo hafði fundið. Þar stofnuðu þeir borgina Villa Rica de Vera Cruz, og höfðu þar síðan aðal- aðsetur sitt. Óánægja og samblástur hélt áfram í nýlend- unni. Þá greip Cortez til svo djarflegra ráða, að varla á sinn líka í sögu hans og reyndar óvíða í hernaðarsögu annarra manna. Hann brenndi flota sinn og sökkti honum, nema einu litlu skipi, sem hann ætlaði að senda heim til Spánar með fréttir og gjafir til keisarans. Hann ætlaðist öldungis ekki til þess að leið- angursmenn dreifðust aftur eða ágreiningur yrði um það, hver yfirmaðurinn vseri, heldur skyldu þeir allir saman fara til Mexíkóborgar og hrósa þar sigri eða láta allir líf sitt að öðrum kosti. Þetta var í ágúst 1519. 1 septem- ber komu þeir til Tlascala. Þar unnu þeir sigur á landsmönnum í fólkorustu, brenndu mörg þorp og handtóku þá menn, sem eftir lifðu. Svipaðir atburðir gerðust í Cholula. Þeir höfðu nú safnað að sér um sex þúsundum innfæddra manna af ýmsum kynþáttum, er voru reiðu- búnir að leggja hinum voldugu aðkomumönn- um lið og ráðast með þeim á Mexíkó. Monte- zúma leizt ekki á blikuna og sendi menn til þess að telja Spánverja á að leggja ekki leið sína til borgarinnar. Spánverjar héldu áfram, og snemma í nóv- ember kom Montezúma á móti þeim og bauð Cortez og lið hans velkomið með mikilli viðhöfn. Höfðingjarnir hétu hvor öðrum vináttu og virðingu, en hvor um sig beið eftir hentugu tækifæri til þess að koma fram launráðum, fyrirsátum og óvæntum árásum. Þegar Cortezi hafði verið fengin vistarvera í konungshöllinni sjálfri, lét hann taka Montezúma höndum og halda honum í gislingu. Um stund var hann geymdur í fjötrum og látinn sverja keisaran- um á Spáni hollustu og neyddur til þess að gjalda skatt. Auk þess var mikið fé dregið sam- an úr nálægum sveitum. Spánverjar eyðilögðu líkneski og guðamyndir í hofunum eða tóku þær brottu, og settu í þeirra stað krossa og ölturu. Þetta æsti innlenda menn til fjand- skapar framar öllu öðru. Cortez og menn hans voru nú setztir að völd- um í hjartastað Mexíkóríkis, en aldrei hefur aðstaða nokkurra sigurvegara verið tvísýnni, óþægilegri og hættulegri. Cortez tók þá það til ráðs, að hann sendi menn til strandar til þess að smíða skip. Hann lét í veðri vaka, að hann hefði í hyggju að hverfa burt úr Mexíkó. En reyndar ætlaði hann sér aðeins að vinna með því frest. Hann tók nú að óska af heilum huga, að hann fengi viðurkenningu og vald heiman frá Spáni og tækifæri til þess að ná í liðsauka frá Kúbu. En það voru ekki vinir, sem komu frá Kúbu, heldur óvinir. Panfilo de Narvaez varpaði akk- erum hjá San Juan de Ulloa í aprílmánuði 1520. Velasquez hafði sent hann til þess að hafa gæt- ur á Cortezi. En þar hafði köttur verið sendur á móti tígrisdýri. Cortez brá við, er hann heyrði tíðindin, tók með sér 70 hermenn og þaut til strandar. Þar leitaði hann samkomulags við Narvaez, en réðst svo á hann nótt eina í ofviðri og hellirigningu, þegar hann uggði ekki að sér. Narvaez missti 29D VIKl N B U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.