Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 24

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 24
Hér fórust dýr í þúsundatali fyrir 30 þúsund árum í þeim hluta hinnar fögru Kaliforníu, sem liggur milli Santa Monicafjallanna og Kyrrahafsstrandarinn- ar, og þar sem borgin Los Angeles breiðir nú úr sér yfir geysistórt landflæmi, var áður fyrr hjarðsetur, sem nefndist spænsku nafni, La Brea. Þetta óvenju- lega hjarðsetursnafn, sem þýðir bik, stafaði frá 20 hektara svæði í landareigninni, þar sem hreint asfalt vall upp úr jörðinni. Nú eru þessir asfalthverir næst- um kólnaðir, og aðeins á stöku stað finnast ennþá votir blettir, þar sem heit, þykk leðja brýzt upp á yfirborðið. Fyrir hundrað árum, þegar franski landkönnuðurinn Duflot de Mofras kom á þennan stað, sá hann afar stórar asfaltbólur vella upp á yfirborðið, oft meira en metra á hæð. Staður þessi er frægur fyrir þá sök, að uppgröftur úr storknuðu asfaltinu hefur leitt í ljós, að fyrir mörg þúsund árum, þegar skorpan var lin og ótraust, fórust hér óteljandi dýr á hryllilegan hátt. Hundruð og aftur hundruð beinagrinda hafa fundizt og borið vitni um, hversu vofeiflegan dauðdaga þessi dýr hafa hlotið. Þessi biksvörtu bein eru frá jarðtímabili, sem liðið er fyrir um það bil 30.000 árum og jarðfræðingarnir nefna Pleistocen-tímann. Beinagrindurnar eru ekki af dýrum, sem við eigum að venjast nú, heldur af teg- undum, sem eru náskyldar þeim. Það er t. d. risa- vísundurinn, miklu stærri en nútíma ameríku-vísundur, þar eru úlfaldar, lamadýr og hestar af svipaðri stærð og við eigum að venjast, risaletidýrið, leifar frá ennþá eldri tímum; afar stórt og sterkt ljón, sem ásamt hinum furðulega, tígrislíka sverðketti og risavaxna holubirninum, hefur verið hræðilegast rándýr þess tíma. Auk þessa hafa fundizt beinagrindur af geysistórum, amerískum mammút, mörgum hjartar- og antilóputeg- undum og óteljandi fuglum. Ástæðan til þess, að svo mörg dýr hafa farizt í asfaltfeninu, sem er aðeins lítill blettur af þessu mikla landflæmi, hlýtur að hafa verið miklir þurrkar. Þurrkar hafa allt í einu tekið að geysa í Suður-Kaliforníu, þar sem áður hefur verið rakt loftslag og frjósamur gróður. Kalifornía hefur einmitt þá verið paradís fyrir dýr, sem lifðu á jurtafæðu, og rándýrin hafa einnig leitað mjög á þessar slóðir, þar sem ætíð var nóg um bráð. En svo dundi ógæfan yfir. í nokkur ár hafði vetrar- úrkoman frá Kyrrahafinu verið með minna móti og allt í einu hætti hún algerlega. Lindir og ár þornuðu, grasið visnaði og skuggasæla runna og tré bar nú eins og blásin bein við bláan, heiðan himininn. Þá var það, að sárþyrst dýrin, í sífelldri leit sinni að Fomaldardýr. vatni, komu auga á spegilslétt, glampandi yfirborð asfaltfenjanna. Hér voru margir pollar, og heilt net af tærum rennum lá yfir svart yfirborðið. Þetta fyrir- brigði er ennþá hægt að sjá á eynni Trinidad í heitum asfaltbreiðum. Vatnið, sem ekki stafar af regni, er kristaltært og ríkt af uppleystum stein- og málm- efnum, og dýr drekka það með góðri lyst. En vatnið var tálbeita, sem verkaði eins og segull á allt lifandi í nágrenninu. Eftir troðningunum, sem úr öllum áttum liggja að fenjunum, lötra þreyttir hópar fíla með lafandi höfuð. Þurrt, rykmettað loftið, og steikjandi sólskinið hafði gert þá sljóa og máttvana, og aðeins ein hvöt bærði enn á sér með þeim, að slökkva þorstann. Að lokum komu þeir að útjaðri næsta asfaltsfens. Undir venju- legum kringumstæðum hefði áleitin biklyktin nægt til að fæla þá frá þessum stað, en nú skeyttu þeir engu, hvorki dýrahræjunum, sem stóðu upp úr svartri leðj- unni, né vesalingunum, sem enn öskruðu og börðust um í vonlausri baráttu til að losa sig upp úr seig- fljótandi leðjunni. Fílarnir sáu ekki heldur grimm rándýrin, sem rifu i sig hræin eða lágu í launsátri á bökkum fenjanna, reiðubúin að ráðast á varnarlausa bráðina, og þeir báru enga tortryggni til gammanna, sem án afláts svifu í stórum hópum yfir fenjunum. Þeir sáu aðeins vatnið, kristalstæran poll fyrir framan sig og héldu beina leið þangað, í fyrstu hélt storknað asfaltið þeim uppi, en allt í einu, þegar þeir voru rétt að nálgast takmarkið, fundu fremstu fílamir jörðina skriðna undan fótum sér. Þeir, sem á eftir komu, reyndu að 2B2 VÍKINBUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.