Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 30
stjórnarmanna heimta, að aldrei sé skýrt frá því, þegar hurð skellur svo nærri hælum. Sjó- slysin sjálf, sem ekki er hægt að leyna, gera venjulega farþega nógu skelkaða fyrir því. Hann sagði það, sem segja þurfti, með þeirri mælsku, sem hann átti til, og fór síðan aftur yfir í flakið sitt og tók vaktirnar á móti öðrum stýrimanni alla leið yfir Karabíska hafið. Það tók Paraguay átta daga siglingu, áður en beygt var fyrir höfðann hjá Port Royal, og allan þann tíma vall reykurinn beint upp úr vélarskýlinu og aftur þilfarið. En þegar Kingston blasti við með hvítum strætunum undir fagurgrænum trjánum, og bæði skipin vörpuðu akkerum í höfninni, klæddi Owen Morgan sig í sparifötin og fór aftur um borð í Tampico. Þar voru honum haldnar ræður og færð gjöf. Fyrst var honum rétt langt þakkarávarp með mörgum undirskriftum, sem honum þótti álíka mikið til koma og flestum öðrum mönnum. En síðan var honum fært „annað áþreifanlegra tákn virðingar okkar og þakklætis", sem sé sjö hundruð sterlingspund, og það þótti honum miklu meira um vert. Það liðu tvö ár, áður en hann gómaði tólf þúsund pundin, sem dæmd voru í hans hlut af björgunarlaununum fyrir Tampico. En hann notfterði sér þau vel, og nú klæðist frú Morgan svörtum silkiklæðum og ber dýra úrfesti þvert yfir brjóstið, ungfrú Morgan er að læra kjóla- saum, og herra Morgan hinn yngri er Meþó- distaprestur og augasteinn föður síns. Þar eð ég er trúnaðarvinur Morgans skip- stjóra, er mér kunnugt um, að hann er reiðu- búinn til að leggja líf sitt aftur í h'ættu, ef honum gæfist álíka tækifæri. Þeir tjösluðu Para- guay saman, máluðu það og settu á það reyk- háf, en þrátt fyrir öll þessi útgjöld vildi brezki skipaskoðnarmaðurinn ekki viðurkenna það sjó- fært. Hann drakk hið ágæta kampavín eigand- ans, fleiri flöskur af því, en samt hristi hann höfuðið. Hann var afar einþykkur maður. Þess vegna er nú Paraguay skrásett í Noregi, og ískrar og barmar sér meira en nokkru sinni fyrr, þegar vont er í sjóinn. Morgan skipstjóri er nærgætinn við hrörleg skip — en ég er hræddur um, að hann drukkni áður en langt um líður. En ef til vill eru það aðeins makleg málagjöld fyrir gamlan, geðillan karl, sem bjargaði fullu skipi af farþegum aðeins vegna peninganna. Hefði hann verið gæddur svolítið göfugri hugsunarhætti, þá hefði hann hugsað meira um sína eigin áhöfn og látið dráttar- taugina slitna — óviljandi. Á síldveiðum með herpinót. 2BB VI Kl N PU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.