Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 48
Junean, höfu ðborg Alaska. frá þeirri hrynjandi og viðhorfi, sem fram kom við byggingu „porte royale" hálfri öld áður? Fari maður með bifreið frá París til Chart- res, 100 kílómetra leið, verður fyrir manni ó- venjuleg sýn, er maður nálgast leiðarenda. Fyr- ir ofan skógivaxna ásana gnæfir bákn dóm- kirkjunnar, þar sem hún stendur. Nei, hún stendur ekki, reyndar, hún hreyfist. Það er sem hún geysist áfram með síauknum hraða, turnarnir fremstir, kirkjubáknið með, hraðinn 80 km. eins og bifreiðarinnar. Eins og bryn- varið herskip, grátt fyrir járnum, klýfur hún grænar bylgjur merkurinnar. Hvað nefnist aðalhluti kirkjunnar? Skipið, á latínu navis, frönsku nef, ensku nave, þýzku Schiff. Þetta sérkennilega heiti hefur fundizt frá upphafi, og vitað er, að í forneskju sam- ræmdist það hinum frumkristna hugsunarhætti, þeim, að kirkja Krists væri skip björgunarinn- ar, líkt og örk Nóa, eða líkt og skipið á Gene- saretvatninu! í bókmenntum og listum er hvar- vetna gripið til þessarar samlíkingar; má þar nefna „Einn á hrörlegu fleyi" eftir Geijer og „Skipbrot Don Juans" eftir Delaeroix. Skipið brunar, bifreiðin þeysist, en þ.egar nær kemur Chartres hverfur þessi missýn, og brátt sér maður hvar turnarnir gnæfa óhagganlegir og rammgerir yf-ir húsþökum biskupsstaðarins. En í huga gestsins, sem stendur fyrir framan suðurhliðina baðaða í sólskini, kemur aftur fram myndin af skipinu. Litbrigði og skuggar þess- ara breiðu stoða virðast kvikir. Öll þessi sterk- legu langbönd frá grunni og upp að mæni gefa samskonar svip og áraraðir á langskipi. Líkt og forngrískt herskip með þrem áraröðum (tri- rem) klýfur dómkirkjan öldur aldanna, — með sama hraða og mennirnir, í takt við miðaldirnar, jafnhliða endurvakningunni, vígfim og herská gegn árásum húgenottanna, skynsemisstefnunn- ar og byltingarinnar, lítt særð eftir endurreisn- arherferðir 19. aldarinnar, og nú samferða í skipalestinni yfir hið viðsjála haf 20. aldar, jafnan sterk og tigin, dómkirkja ofar dóm- kirkjum. (Dagens Nyheter, 27. des. 1949). 3D6 VI KlN G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.