Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 7

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 7
RAGNAR V. STURLUSON: Á SÚÐ VIÐ GRÆNLAND III. INUKAR Fólkið, sem byggir Grænland. Frá því að Hans Egede sló því föstu, að ekki lifðu lengur neinir norrænir menn í Grænlandi, hafa margir eins og látið sér í léttu rúmi liggja alla leit að sannleikanum í þessu efni. Án þess að athuga á hvaða forsendum hinn mæti mis- sjónisti byggði niðurstöður sínar, hafa þeir hugsað sem svo: „Það eru eintómir Skrælingjar í landinu; þeir hafa eytt öllum Islendingum. Við getum ekkert að þessu gert. Okkur kemur þetta því ekki lengur við. Við viljum ekkert hafa saman við Skrælingja að sælda. Það er bezt að lofa Dönum að manna þá upp". Þau meginatriði, sem Egede byggði niður- stöðu sína á, voru málið, útlit fólksins, lifnaðar- hættir þess og þjóðsagnir. Það þarf varla að gera ráð fyrir því, að Hans Egede hafi verið vel að sér í íslenzku máli, þótt miðað sé við 18. öld. En vitanlega hefur hann þekkt þáverandi skandínavískar tungur, svo honum hefur reynzt auðvelt að greina óskyld- leika „kalátdlit oqausé" við þær, enda ritaði hann og sonur hans, Páll, fyrsta leiðarvísi í máli Grænlendinga. En hins vegar eru ekki líkindi til, að hann hafi áttað sig á því, ef ein- hverjar leifar íslenzkrar tungu hefðu þá verið eftir í grænlenzku, svo afbakaðar, sem þær hlytu að hafa verið vegna hins ólíka tungutaks. Enda var málrannsókn þeirra feðga ekki svo fullkomin, sem seinna hafa orðið tök á. En þó getur hann um að nokkur „norsk" orð séu til í máli Grænlendinga, sem menn geri sér ýmsar hugmyndir um hvernig þeir hafi tekið upp. Grænlenzkan er ennþá órannsökuð að þessu leyti, því þeir, sem hafa rannsakað hana, hafa hingað til gengið fram hjá möguleikanum um íslenzk áhrif á orðmyndanir og setningaskipun hennar, vegna fyrirfram myndaðra skoðana um að Islendingar hafi allir verið drepnir út. Það er því hæpin röksemd, að tungan sanni nokkuð um útdauða Islendinga þar vestra. Hins vegar mun hinum norskborna heiðursmanni ekki hafa þótt útlit þeirra útnorðurbúa, er hann kynntist þar við kristniboðun sína, bera mikið yfirbragð þeirra goðbornu, glóhærðu, norsku víkinga, sem hann bjóst við að hitta þarna. I stað þess að hitta þarna hávaxna menn og herðabreiða með hnarreist höfuð, haukfrán, himinblá augu, arnarnef og gulllitað hár, klædda guðvefjarskykkjum með gyllt spjót við hönd, hafandi á sér öll merki ytra glæsileiks nor- rænna stríðskempa, þá er fólkið, sem hann finn- ur, „með dökkt og slétt hár, lágvaxið og þétt- holda, brúnleitt, með breið andlit og brett nef, og sumt þó hvítt og laglegt", að hann segir. Þetta gefur honum þó ekki tilefni til að álykta, að um kynblendinga sé að ræða milli íslendinga og Skrælingja, þótt hann segi að sumir haldi það. Finnst honum sennilega vinna þar á móti lifnaðarhættir þess og þjóðsögur þess um útrýmingu „Kablunakkanna". En þegar maður athugar þær með tilliti til annarra þjóðsagna Grænlendinga, verður nú ekki mikið eftir af sannviðburðafræðinni. Má í því sambandi benda á hvernig þeir segja að „Kablunakkarnir" hafi orðið til. Vonbrigði hans eru augljós. Hann finnur ekki þarna þær glóhærður hetjur, sem hann hafði dreymt um, og því getur hann ekki sætt sig við, að þessar ólíku verur séu nokkuð í ætt við þær, þótt hann hins vegar, sem sannkrist- inn guðspostuli, tali vel um „Skraelingene", taki því sem guðlegri forsjón, að hann fórni lífsstarfi sínu til að hrífa þá upp úr því and- lega volæði og „vildfarelse", sem hann taldi fólkið sokkið í. Síðan hafa ýmsir danskir rannsakendur og þeirra þekktastur dr. P. Noörlund byggt ofan á þessar skoðanir Egedes og þótzt með því sanna algeran útdauða Islendinganna (eða „de Nordboer", sem.þeir kalla svo), þótt þeir með því hafi f jarlægzt meir og meir úrlausn þeirrar gátu, hvaðan kynkvísl Grænlendinga sé upp- sprottin. En eigi er það þó svo, að þessi skoðun og ályktun Egedes og hinna dönsku fornfræðinga, hafi fengið að standa óhögguð, þótt búið sé að smeygja henni inn í megnið af öllum fræði- bókum, sem um þessi mál f jalla. VI Kl N G UR 265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.