Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 37
70 ára: Benóný Stefánsson stýrimaður Benóný er fæddur 28. nóvember 1880 að Hólum í Dýrafirði. Foreldrar hans voru þau Sigríður Benónýsdóttir og Stefán Guðmunds- son, bóndi að Hólum. Benóný missti föður sinn hálfs árs gamall. Fórst hann í hákarlalegu. — Tveggja ára gamall fluttist hann með móður sinni að Meðaldal í Dýrafirði. Þar ólst hann upp til fullorðinsára. í Meðaldal var Benóný í vinnumennsku hjá hinum þekkta skipstjóra Kristjáni Andréssyni og byrjaði sjómennsku með honum um fjórtán ára að aldri, fyrst á opnum skipum, síðan á þilskipum. Árið 1904 fór Benóný á Stýrimannaskólann og útskrifaðist þaðan árið 1905. Frá þeim tíma var Benóný á þilskipum fyrir Vestfjörðum. Árið 1915 giftist hann Guðmundu Guðmunds- dóttur frá Arnárnúpi í Dýrafirði. Þau eign- uðust fjórar dætur og af þeim lifa þessar: Sig- ríður, Stefanía og Friðrika, allar giftar og bú- settar í Reykjavík, en Guðbjörg; léet hér í Reykjavík fyrir rémum þrem árum. Þá má geta þess, að fjórum börnum héfur Benóný gengið í föður stað, en þau átti kona hans í fyrra hjónabandi. Þau eru bessi: Ólafur, Guð- mundur, Una og Kristján. Á tímabilinu 1915— 1930 stundaði Benóný fiskveiðar á skútum og síðan á togurum, en 1930 fluttist hann með fjölskyldu sína til Reyk.iavíkur og réðst hann þá á vitaskipið Hermóð. í dag er Benóný stýri- maður á Hermóði vita, hinu nýja, glæsilega og góða skipi. Á hinni löngu og starfsömu ævi Benónýs hafa orðið stórfelldar framfarir á sviði for- mennsku og fiskveiða. Nu er viðhorfið breytt frá því síðan um aldamót. En hverjum á þjóðin fremur að þakka þau lífsskilyrði, sem hún býr við í dag, en hinum öldnu sjógörpum, sem aldrei létu hugfallast, þótt oft væri fleytan lítil og ófullkomin og baráttan við hafið hörð. I hópi farmanna og fiskimanna hafa alltaf verið afburða dugnaðarmenn. Aðrir gátu ekki þrifist þar. I þeirri stétt hefur Benóný starfað ótrauð- uv rúma hálfa öld.' Ég, sem þessar línur rita, hef aldrei siglt með Benóný, en mörg undanfarin ár hef ég haft kynni af honum í starfi mínu, þegar hann hefur staðið vörð um borð í skipi sínu. Alltaf hefur hann verið boðinn og búinn að færa skipið, ef þess hefur gerzt þörf. Hið Ijúfmannlega viðmót, stilling og festa virðist mér vera honum með- fædd. Samvizkusemi í starfi er honum í blóð borin. Við slíka menn er gott að hafa samstarf. Þeir gefa þá fyrirmynd, sem yngri menn ættu að temja sér. Benóný Stefánsson er aldursforsetí Stýri- mannafélags Islands og • elzti starfandi stýri- maður það ég bezt veit. Við félagar í Stýrimannafélaginu óskum þessum aldna heiðursmanni til hamingju með sjötíu ára afmælisdaginn, þökkum honum gott samstarf og óskum honum alls þess bezta. Megi komandi ár verða honum gleði- og hamingjurík. Með félagskveðju. Theódór Gíslason. Faðir Carvajal, eineygur og kvalinn af höf- uðverk, en að öðru leyti heill heilsu, að því er hann sjálfur segir, hélt aftur til Perú og var þar settur til að gegna virðingarstöðu innan kirkjunnar. Hann átti góðan þátt í að fá kjör Indíána bætt. Orellana fór til Spánar fullur af fallegum ráðagerðum um landvinninga og landnám meðfram Amazónfljóti. Hann var ákafamaður, djarfur og örlátur, og eyddi öllu því fé, sem hann átti og gat útvegað, til þess að búa til stóran leiðangur. Konungurinn og em- bættismenn hans settu skilyrði, sem máttu heita óaðgengileg, og létu lítið fé af hendi rakna. Orellana lét í haf í maí 1545 og ætlaði til árinn- ar, en skip hans lentu í hrakningum, svo að ekki komust nema tvö af þremur alla leið í árósinn. Orellana lagði upp í ána á lítilli skútu. Sautján af mönnum hans létu lífið fyrir Indí- ánum. Orellana andaðist, hryggur af missinum og slitinn af vonbrigðum og sjúkleika, og var grafinn á eyju, þar sem niðþungur straumur fljótsins mætir öldum sjávarfallanna. VIKlN B U R 295
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.