Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 52
1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948 1949 1950 i I' firlit yfir síldveiðar íslendinga við Norðurland sumurin 1940—1950. Línuritið sýnir fjölda snurpunóta á hverju sumri, en súlurnar sýna meðalaflann á hverja snurpunót. Fæstar voru næturnar 1942 (rúml. 100), en fltstar 1947 (yfir 250). Meðalaflinn á nót var mestur 1944 (um 19.000 hl.), en minnstur 1950 (um 1500 hl.). Þegar hér er komið, gerist tvennt. Annars vegar er lagt stóraukið kapp 'á sóknina, þar sem skipastóll og verksmiðjukostur er aukinn mjög, eins og sjálfsagt var og eðlilegt, miðað við reynslu undanfarinna ára, en hins vegar fer að síga á ógæfuhlið með síldargengdina upp að norðurströnd landsins. Sumarið 1945 feng- ust þannig aðeins tæplega 540.000 hl. og var það lang lægsta aflamagn, er borizt hafði að landi í tuttugu ár, og ekki nema um það bil fimmtungur þess, er vænta hefði mátt, ef vel hefði gengið. Samfara þessu koma útlendingar aftur til sögunnar, en fyrir þeim hafði verið friður á miðunum meðan á styrjöldinni stóð. Á næstu tveimur árum er sóknin enn aukin, en afraksturinn er lélegur, ekki helmingur þess, er vænta mátti, aðeins 1.395.000 hl. 1946. Og nú byrja hinar mögru kýr fyrst að segja til sín fyrir alvöru. Sumurin 1948 og 1949 er mjög lítil síldargengd. Aflinn verður þá aðeins hluti af því, sem vænta hefði mátt, aðeins 563.000 hl. annað árið, en 616.000 hl. hitt. Þessi harm- saga, sem er þjóðinni að illu kunn, verður nú brátt ekki lengra rakin. Nóg að nefna það, að síðastliðið sumar keyrði fyrst um þvert bak fyrir alvöru. Enda þótt 225 skip með 221 nót biðu færis allt sumarið, varð útkoman með endemum, svo sem kunnugt er, aðeins 326.833 hl. Nær því öll sú síld, sem fékkst, veiddist austast á síldveiðasvæðinu. Barst hún því eink- um austustu verksmiðjunum til vinnslu og kom aflaskorturinn því þyngst niður á þeim verk- smiðjum, sem vestast voru settar. Við Húna- flóa eru, eins og kunnugt er, þrjár nýtízku verk- smiðjur af fullkomnustu gerð. Ein þeirra fékk hráefnismagn er svarar til þess, er hún getur unnið á einni klukkustund, en til hinna tveggja barst ekki ein einasta síld. Eins og gefur að skilja, þegar svona stendur á, var aflanum mjög misskipt milli skipanna í flotanum. Nefna má sem dæmi, að sex eða sjö skip fengu ekki bein úr sjó í bókstaflegum skilningi þess orðs og landskunnur aflamaður, sem ég þekki, varð að sætta sig við heildarveiði, sem aðeins nam sex málum síldar, en það svarar til þess, að skipið hafi veitt einar fjörutíu síldar á dag að meðaltali alla vertíðina. Áður en við segjum skilið við athugun okkar á þróun síldveiðanna við Norðurland á síðari árum, viljum við renna huganum yfir tíu ára 31 □ V í K I N □ U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.