Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 11
Höfúndurinn situr þarna sjálfur mitt í hópi sumra hinna ungu, grænlenzku vina sinna eins og ,,ajun- t gilaq atátarpait". Móðirin, að minnsta kosti sumra þeirra, stendur hjá og sýnist-ekki vansæl á svipinn. (Myndirnar, sem birtar hafa verið með þessum greinum, eru teknar af höf., nema tvær þær síðustu). hliðar aftanvert, svo honum hvolfdi ekki. Júnat var miklu hæglátari en Lars. Svo komu stúlkurnar. Sú elzta hét Kathrine, 16 ára, ljós með dökkt hár, mjög lagleg en fá- tæklega klædd. Hún var nokkuð feimin. Var hún mjög í áliti hjá löndum mínum fyrir fegurð sína. Hinar hétu Sína og Aníta, ærslabelgir, 8 og 10 ára, að mig minnir. Lítill bróðir þeirra hét Jakob, 6 ára, sólbrenndur og dökkur. öll reyktu þau og urðu fegin sígarettum, sem við gáfum þeim. Eitthvað áttum við af súkkulaði, sem við skiptum á milli þeirra líka. Ég var með litla kassa-myndavél og fékk að taka myndir af þeim. Virtust þau hafa mjög gaman af að láta mynda sig. Þegar við vorum þúnir að dvelja þarna stund- arkorn, komu til okkar þrjár grænlenzkar stúlk- ur, ein þeirra mjög ljós og lagleg, með dökkt og mikið hár. Hinar höfðu útiteknari litarhátt, en hefðu þó allt eins getað verið íslenzkar vinnu- konur upni í sveit um aldamót hvað yfirbragð- inu viðvék. Ég spurði þá laglegu, hvort hún talaði dönsku. „Lidt", svaraði hún. Ég spurði þá hvort ég mætti taka af þeim mynd og sýndi henni myndavélina mína. „Namik", sagði hún þá og talaði hún grænlenzkuna hljómfegur en hinar. Ég sneri mér þá að þeim og spurði hvort ég mætti ekki taka mynd af þeim að gamni mínu og hlógu þær og sögðu loksins „ap". Þá sagði ég þeim að stilla sér upp við vegginn móti sólinni. En, svo sem til að sýna mér glettni, sneru þær að mér bakinu allar þrjár. Ég sagði þeim að mér þætti hin hliðin viðfelldnari, og létu þær sér þá segjast og voru hinar kátustu. En rétt þegar ég var búinn að ná af þeim mynd- inni, komu til okkar tveir danskir menn. Urðu þær þá allt í einu eins og sneyptar og tóku sprettinn í burtu. Ég komst að því seinna, að þær unnu við spítalann. Fjölskyldurnar tvær, sem við hittum þarna, voru mjög alúðlegar. Þær voru Juliane og Abel Lúkasen og Morthen Mathæussan (faðir Kathrine að ég held)'. Veit ekki hvað konan hans hét eða hvort hann vár giftur. Morthen var 47 ára gamall, lítill og nettur. Hann kenndi mér seinna nokkur orð í grænlenzku, nöfn á ýmsum hlutum, sem ég er nú búinn að gleyma hverjir voru. Hann var oft úti á kajak sínum og alltaf eitthvað að dunda eða sýsla. Mér varð starsýnt á hve öll veiðitæki hans voru snotur- lega með farin, og skinnstakk, gegnverkaðan með lýsi og af sömu gerð og sniði, sem ég man eftir úr æsku, sá ég hann með, sem hann vafði mjög snyrtilega saman. Með þeim var 69 ára gömul kona, sem ég man ekki hvað hét. Ekki var hún nú dáfríð, en mikið held ég að hefði verið gaman að geta talað við hana. Það var auðheyrt á henni, að hún myndi hafa haft gaman af að segja frá því, þegar hún var ung. Hún var sú eina, sem hafði hárið bundið í topp að gömlum sið. Þetta fólk kom eitt sinn seinna í heimsókn til okkar um borð í Súðina og leysti Steindór og fleiri það út með gjöfum. Hafði hann t. d. látið sauma buxur úr fötum af sér á þá bræð- uma Lars og Júnat og sýndust þeir hinir hreyknustu. Meðal þeirra, sem heimsóttu okkur, var gamla konan og ein þeirra þriggja, sem ég tók myndina af og ég gat um hér á undan. Þær höfðu með sér lítið, gullfallegt barn og vel búið. Þær komust ekki upp úr bátnum (það er að segja gamla konan), svo ég fékk kaffi á ketil og kex með og bolla og færði þeim niður í bátinn. Sína litla og Aníta voru einnig í bátnum og Jakob. Átti ég einhvern súkkulaði- mola, sem ég tók með og fékk þjónustunni, þeirri af spítalanum, og sagði henni að gefa börnunum. Sagði ég það á einhverskonar græn- lenzku, og sá ég að þær litlu skildu það, því þegar konan bjó sig ekki strax til að gefa þeim „smekk", skildi ég, að Aníta litla, sem var yngri, minnti hana á það og skildist mér konan segja að þeim lægi ekkert á. Gömlu kon- unni gaf ég sígarettupakka. Ég skenkti þeim nú kaffið, og var gamla konan eitt gleðibros, þar sem hún söng og hampaði barninu í kjöltu sinni. Fékk ég svo að taka mynd af þeim, og hagræddi hún litla anganum, svo ég gæti náð sem beztri mynd af honum. Ég reyndi nú að babla við þær, og spurði hvort þær kynnu ekki dönsku. Þjónustan gat VIKlN B U R 269
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.