Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 8
Þetta er Renatheus Jakobsen. Hann er hxglátur í fasi, en öruggur l hreyfing- um, þegar hann er kominn t bátinn sinn. Þess á milli leikur hann sér við krakk- ana. Ef til vill dreymir hann þarna um nýja tlma fyrir landið sitt. Rétt eftir daga Egedes, eða 1774, dvaldi ís- lenzkur prestur, Egill Þórhallsson, sem trúboði í Grænlandi, bæði í Eystri og Vestri byggð, og kynntist fólkinu áður en það hefði átt að fara að blandast Dönum nokkuð að ráði. Telur hann skoðun Egedes f jarstæðu og færir mörg rök gegn útdauðakenningunni í bók, sem hann gaf út um ferð sína 1776, og telur kyn- blöndun milli Islendinga og Skrælingja eðlileg- ustu ályktunina. Næstur honum kemst Norðmaðurinn Eilert Sundt (1860) að sömu niðurstöðu, án þess að vita um skoðanir Egils. Síðan ríður Friðþjófur Nansen á vaðið með sinni miklu þekkingu á samnorrænni veiði og lífsbjargarmenningu til forna og tætir skoðanir hinna dönsku útdráps- fræðara í sundur. Eftir honum hefur síðan fjöldi manna sýnt fram á veilurnar í útdauða kenningunni og nefni ég þar aðeins þá dr. Vilhjálm Stefánsson og dr. Jón Dúason, en eftir báða hefur birzt mjög aðgengilegur fróð- leikur um þessi efni á íslenzku. Þessi undirstöðuatriði um þekkingu á Græn- lendingum þurfa menn vel að hafa í huga, er þeir koma til Grænlands og vilja kynnast fólki þar og gera sér grein fyrir, hverskonar mann- eskjur það eru. Án þess að hugsa nokkuð um hvað í því felst, hafa menn bæði hér og í öðrum löndum kallað Grænlendinga „Eskimóa", en það orð er inn komið eftir Frökkum, sem tóku það eftir Indí- ánum, en þeir kölluðu svo fólkið, sem bjó við Ishafið, í lítilsvirðingarskyni, vegna þess, að það lagði sér til munns hrátt kjöt og fisk eftir ástæðum. Það er því skammarlegra fyrir okkur Islendinga að halda þessu heiti á lofti, sem við getum betur skilið aðstöðu þessa fólks. Grænlendingum þykir ekki betra að vera kallaðir þessu nafni en okkur sjálfum, því þeir skilja hina niðrandi merkingu þess. Þeir hafa líka langtum betra heiti yfir kynkvísl sína á sinni eigin tungu, heiti, sem mjög þægilegt er að taka upp í aðrar túngur heims, en það er: „Inúkar", sem táknar lifandi menn. Er okkur Islendingum sæmra að nefna þá því nafni, þegar við viljum tákna kynþátt þeirra, sem okk- ur er „Eskimóa" heitið hvimleiðara um sjálfa okkur. Við getum með engu móti kallað þá „Skrælingja", því það þarf ekki skarpa sjón til að sjá, að Inúkar eru ekki það dvergvaxna, kolsvarta og illilega fólk, sem forfeður okkar hittu í Marklandi forðum, þótt líkur bendi til, að það sé af þeim sprottið öðrum þræði. öllum, sem kynnzt hafa þessu fólki, ber saman um góðar gáfur þess og gott innræti, en hins vegar mun það finna til þess, sem því er á móti gert, þótt það hleypi ekki af fallbyssum þess vegna, eða hóti með kjarnorkuárásum. Grænlendingar hafa nú um tveggja alda skeið búið við slíkt stjórnarfarslegt helsi, sem við íslendingar börðumst öldum saman gegn. það væri því ekki að undra, þótt slík áþján væri búin að setja sinn svip og mark á útlit og inn- ræti þeirra. Við Islendingar, sem til Grænlands förum í framtíðinni, þurfum því að geta sett okkur í þeirra spor og koma þannig fram við þá, að þeir fái aldrei ástæðu til að óttast okkur eða hata. Hvort sem við viljum kannast við þá sem frændur okkar eða ekki, skulum við ætíð TT3 Abel og Júlíane Lúkasen meö Lars og Júnat. Bát- urinn þeirra var úr striga, þöndum á trégrind. 266 VI Kl N G UR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.