Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 33
annað augað i viðureigninni, beið ósigur og varð að hverfa með vansæmd brott frá Mexíkó. Flestir af mönnum hans gengu í lið Cortezar. Cortez hraðaði sér aftur til höfuðborgarinn- ar, en þar var þá allt í uppnámi. Landsmenn voru fullir af heift og höfðu gripið til vopna, ekki aðeins gegn Spánverjum, heldur einnig gegn Montezúma, sem þeir töldu vera skaðlegt verkfæri í höndum Spánverja. Cortez lét Monte- zúma koma fram og heimtaði að hann talaði við þegna sína. Þá var Montezúma drepinn. Cortez þóttist sjá, að ekki væri til setunnar boðið. Um nóttina reyndi hann að komast burt úr borginni með lið sitt, um þúsund Spánverja og 6000 inn- lenda bandamenn, farangur þeirra og herfang. Þeir voru kvíaðir á brúnum, sem lágu í land. Sjálfum tókst honum að sleppa til meginlands- ins með eina 500 Spánverja og 2000 Indíána. Hann flýði norður með vatninu. Hefðu Aztekar þá fylgt eftir sigri sínum, hefði þeim efalaust tekizt að gereyða öllum herafla Spánverja. Cortez tókst að koma liði sínu saman aftur, þótt menn væru kjarkstola, þreyttir og hungr- aðir. Hann hafði nægan liðsafla til þess að vinna sigur á fjölmennum her Mexíkómanna við Otúmba í júlí. Hann hafði bætt sér álitshnekk- inn og frægð hans varð meiri en áður. Hann vann skipulega að því að koma upp nýju hjálp- arliði innlendra manna undir sinni forystu. Hann sendi herflokka frá sér og lagði undir sig hérað eftir hérað á leið sinni suður til Mexíkóborgar. Hann lét smíða skip við norður- enda vatnsins og sendi flokk manna til þess að kynna sér nákvæmlega hvernig landslagið væri. Annan flokk lét hann rannsaka suður- hlutann af Mexíkódal. Honum heppnaðist að vinna borgina eftir nokkurra mánaða umsátur. Mótstaða Mexíkómanna var brotin á bak aftur. Þegar Cortez hafði búið um sig í borginni, sendi hann liðsflokka til þess að kanna landið og leggja það undir sig. Tveir fámennir hópar fóru um Michuacanfylki og komst niður að Suðurhafinu mikla (Kyrrahafi). Cortez var í sjöunda himni, því að þá héldu menn, að Suð- urhafið mikla væri sama hafið og Indlandshaf og þess vegna fullt af eyjum, lygilega auðugum af gulli og perlum. 1523 sendi Cortez Pedro de Alvarado af stað, en hann braut sér leið með báli og brandi yfir Kordillerafjöll og niður eftir Oaxacadal. Hann hafði með sér mikinn fjölda Indíána og Spán- verja. Þeir létu ekki staðar numið, fyrr en þeir höfðu brotið Guatemala undir sig. Árið eftir gerði Cortez út flota til landkönn- unar. Fararstjóri hét Cristobal de Olid. Leið- angursmenn áttu að finna sund, sem fært væri V í K I N □ U R um yfir í Suðurhaf. Olid sigldi til Havana. Þar tók hann skotfæri og hesta. Síðan hélt hann til Hondúras og hóf þar landvinninga á eigin spýtur. Honum þóttu völdin góð, svo að hanri kvað þarna vera sérstakt forráðasvæði. Cortez frétti um haustið, hvað Olid hefði .tekið sér fyrir hendur. Hann brá þegar við með allmiklu liði til þess að lækka í honum rostann. Hann fór landveg suður, langa leið og torsótta um Tabasco, Júkatan og Hondúras, yfir foræði, vatnsföll í vexti og hitabeltisskóga. Enn einu sínni þurfti hann að smíða meira en 50 brýr til þess að komast 150 kílómetra leið. Indíán- arnir, sem áttu að vísa þeim veg, hlupust á brott í risavöxnum frumskógunum, margir af Spánverjunum urðu veikir og hinir innlendu þjónar þeirra dóu af harðrétti. Regntíminn byrjaði, og regnið streymdi niður yfir þá dag og nótt, hvort sem þeir voru á göngu eða hnipr- uðu sig saman í afdrepi undir trjánum. Að lokum komu þeir til spænskrar nýlendu við Hondúrasflóa. Þeir könnuðu umhverfið, en hungur var tekið að sverfa að þeim, þegar þeir voru svo heppnir, að skip kom þangað með vistir frá Kúbu. Þá frétti Cortez, að þessi þreyt- andi ferð, 22 þúsund kílómetra ganga, var þarf- laus, því að Olid hafði dáið áður en Cortez lagði af stað úr Mexíkóborg. Cortez klambraði við tvö smáskip, gekk á þau með lið sitt og hélt suður með Hondúras- strönd. Hann stofnaði borgina Natividad og tók til óspilltra málanna við að kanna landið og nema. Hann hafði í hyggju að fara skoð- unarferð þangað, sem nú heitir Nicaragua. En þá bárust honum ískyggilegar fréttir frá Mexí- kó. Þar var fullyrt, að Cortez væri dauður. Stjórnendurnir höfðu verið teknir höndum og eignum Cortezar og þeirra manna, sem fjar- verandi voru með honum, skipt milli nýrra eig- enda. Til Mexíkó kom Cortez í maímánuði 1526. Spænsku landnemarnir tóku komu hans með miklum fögnuði, en hann var þreyttur og slit- inn og veikur eftir langa ferð og mikið erfiði. En áhuga hans, dugnaði og hæfileikum var lítið farið að hraka. Það var ekki honum að kenna, að flóðbylgjan, sem hafði borið hann fram á leið, snerist nú í aðra átt. Heima á Spáni höfðu fjandmenn hans unnið gegn honum, og nú var landstjórnin fengin öðrum manni í hendur. Cortez afréð að fara lieim til Spánar og leggja mál sitt milliliðalaust fyrir keisarann. Hann tók land í Palos í maí 1528 og hitti þar annan ævintýramann, vin sinn og frænda. Það var Francisco Pizarro, er þá var kominn vestan 291
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.