Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 51
Árni Friðrikssoni Norðurlandssíldin og breytingar á göngum hennar 1. Inngangsorð. Það er síður en svo, að fiskveiðar einar séu háðar sveiflum og áhættum, allir miklir at- vinnuvegir lúta hér sama lögmáli. Þegar vel árar, kunna akrarnir að framleiða miklu meira en hægt er að torga og selja, svo til vandræða má horfa, en uppskeran getur líka brugðist og milljónir manna komizt á voranvöl eða fallið úr harðrétti. Undir sömu sökina er kvikfjár- ræktin seld. Pestir og fóðurskortur geta grand- að bústofninum svo að til auðnar horfir fyrir hann og þær manneskjur, sem af honum eiga að hafa uppeldi sitt. Einnig er iðnaðurinn ofur- seldur margs konar óvissu, ekki sízt vegna þess, að mestur hluti hans grundvallast á hrá- efnum frá hinum tveimur megin atvinnuveg- um veraldarinnar, landbúnaði og fiskveiðum, þar með töldum hval- og selveiðum, en afrakst- ur þeirra getur brugðizt að meira eða minna leyti, og þá er grundvöllurinn úr skorðum genginn. Ein af ástæðunum til þess, að meira virðist fara fyrir óvissu um útkomu fiskveiða en ann- arra atvinnuvega, kann að vera sú, að þegar vel lætur, geta fiskveiðar gefið geysimikinn arð. Þeim er þá hætt við að binda mikið f jár- magn í vélum og skipum, en þeim mun tilfinn- anlegri verða örðugleikarnir, þegar á móti blæs. Það orð hefur löngum legið á, að síldveiðar væru sýnu tvísýnari atvinnugrein en aðrar fiskveiðar, og liggur nærri að þær hafi stund- um verið rægðar, kallaðar brask og öðrum mið- ur skemmtilegum nöfnum. Hitt hefur þá löng- um gleymzt, hversu mikið við Islendingar eig- um síldveiðunum upp að unna, hvern þátt þær hafa átt í framförum landsins, og hvers þær, öllum öðrum atvinnugreinum fremur eru lík- legar til, þegar vel gengur. En það gengur því miður ekki alltaf vel. Undanfarin sex ár hafa síldveiðar við Norðurland að miklu leyti brugðist, þó einkum síðastliðið sumar. Það er þetta fyrirbrigði, sem við skulum nú gera okk- ur far um að athuga nokkru nánar. 2. Aflamagn af Norðurlandssíld. Auðvelt er að fylgjast með aflabrögðum Norð- urlandssíldveiðanna, síðan farið var að birta um þær vikulega sundurliðaðar skýrslur í fisk- veiðatímaritinu Ægi árið 1927. Úr því er auð- velt að gera nákvæman samanburð, sem nær þannig yfir 24 ár. Þegar litið er yfir skýrsl- urnar, leynir það sér ekki, að allt þetta árabil, fram á síðustu ár, hefur síldveiði íslendinga við Norðurland staðið með miklum blóma, hér hefur verið að ræða um óslitið aflatímabil. Ég hef haft tækifæri til þess að vinna lítils háttar úr þeim efniviði, sem hér er um að ræða, og vil nú leyfa mér að stikla á því stærsta. Á fyrstu þremur árum þessa tímabils, árun- um 1927—1929 var Norðurlandssíldveiðin 640.000—840.000 hl. Um og eftir 1930 taka síldarverksmiðjur ríkisins, ein af annarri, til starfa og aukast þá afköstin stórlega, því á næstu 5 árum, 1930—1934 eykst veiðin úr 690.000 hl. í 1.120.000 hl. Því næst kemur, eins og það var kallað þá, léleg síldarvertíð sumarið 1935, en þá veiddust rúmlega 642.000 hl. Þó var síldarmagnið stundum á sumrinu þetta ár ekki minna en það, að í hlaupi, sem kom fyrra hluta júlí, veiddist 240.000 hl. á einni viku. Árið eftir nam veiðin 1.312.000 hl. og sumarið þar á eftir, 1937, komst hún miklu hærra en nokkru sinni fyrr, og nam 2.371.000 hl. Sumar- ið 1938 þótti veiðin bregðast framan af sumri, en varð samt nærri 1.860.000 hl. áður en lauk og 1939 nam hún rúmlega 1.400.000 hl., enda þótt hún þætti endaslepp það ár. Sumarið 1940 var nýju hámarki náð, en þá veiddust nærri 2.560.000 hl. Næsta sumar var minna kapp lagt á síldveið- ar en áður og kvað nokkuð að því þangað til styrjöldinni lauk, vegna þess að fleiri og fleiri skip helguðu sig fiskveiðum fyrir brezka mark- aðinn, sem mjög var háður því, að til hans bærist fiskur frá Islandi. Þrátt fyrir það veidd- ist meira en 1.000.000 hl. 1941, nærri 1.600.000 hl. 1942, yfir 1.940.000 hl. 1943 og nærri 2.400.- 000 hl. sumarið 1944. VIKlN G U R 3D9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.