Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 31
LANDAFUNDIR OG LANDKÖNNUN A nassta ári mun koma út hjá „Sjómannaútgáfunni" mikiö rit, Landa- fundir og landkönnun, þar sem sagt er frá öllum helxtu kónnunarleiðöngrum. á sjó og landi, sem farnir hafa verið frá því er Egyptinn Hanno fann land- ið Punt, mörg þúsund árum fyrir Krists burð, og fram á vora daga. Hér birtast tvair kaflar úr þessari bók, og fjalla þeir báðir um könnun Suður- Ameríku. — Ólafur Þ. Krittjántton kennari i Hafnarfirði þýðir bókina. HERNAND CORTES (1485—1547). Ungmennið Cortez var ákafur elskhugi, en ekki alveg laus við að valda óþægindum. Hann var svo óheppinn að detta niður af svölum hjá kvenmanni, sem hann var í tygjum við, og meiddi sig þá töluvert. Það var í Salamanca árið 1502. Þá var Cortez aðeins 17 ára gamall. Honum þótti illa hafa til tekizt, ekki svo mjög vegna þess, að slysið tefði fyrir honum háskóla- námið, sem gert var ráð fyrir að hann væri að stunda, heldur af því, að það kom í veg fyrir að hann gæfci farið vestur um haf, eins og hann hafði í hyggju. Hann ætlaði sér að ganga í lið með Ovando, sem átti að fara til Santo Domingo til þess að taka þar við stjórninni af Balboa. Það er bersýnilegt, að Cortez er nýtt dæmi um ungan ævintýramann, sem á róstusömum framkvæmdatímum, þegar Spánverjar eru að færa út kvíarnar, fær tækifæri til þess að neyta hæfileika sinna,. en þeir voru töluverðir. Hann var maður laglegur í sjón, heilsuhraustur, djarfur og skjótur til úrræða og gæddur furðu- legum hæfileikum til þess að beita brögðum og leika tveim skjöldum, og neytti hann þess óspart í ástum og ófriði, jöfnum höndum gegn löndum sínum og Indíánum. Vegna slyssins liðu tvö ár þangað til hann gat hitt Ovando vestur í Hispaníólu. Honum var vel tekið og fengið land til eignar og inn- lendir verkamenn. Var hann nú bóndi um stund. Sjö árum síðar fór hann í leiðangur til Kúbu með Velasquez og varð þar eftir sem alcalde eða borgarstjóri í Santiago. Búskapurinn, námagröfturinn og þræla- stjórnin virðist hafa gengið svo vel hjá hon- um, að hann hafi vel getað gegnt borgarstjóra- embættinu með viðhöfn og dugnaði. En jafn- framt því, að hann stundaði búskapinn, stund- aði hann líka vináttu Velasquez, svo að árið 1518 var honum falin yfirstjórn yfir flota og her, sem sendur var til þess að nema lánd í Mexíkó. Tvær ferðir höfðu áður verið farnar til Mexíkó, svo að Spánverjar vissu, að þar var land til þess að leggja undir sig. Fyrri ferðina fór Cordoba 1517, en hina fór Grijalva 1518. Crijalva sigldi meðfram Júkatnskaga og fór einnig vestur á þær slóðir, þar sem nú heitir Tabasco-hérað. Hann flutti heim með sér gull og gersemar og glæsilegar sögur um auðlegð og veldi Indíána. Ef Velasquez hefði kunnað að meta hófsemi, verðleika og dómgreind, hefði Grijalva orðið forystumaður fyrir hinum nýja leiðangri. En því var ekki að heilsa, og Cortez var lagð- ur af stað áður en Grijalva var kominn aftur úr ferð sinni. En hann var næsta skammt kom- inn, þegar Velasquezi snerist hugur, svo að hann sendi bréf á eftir honum til Trinidad á Kúbu og svifti hann foringjatigninni. En Cortez var orðinn svo öruggur í stjórn- arsessinum, að hann lét sig litlu skipta, hvort Velasquez lagði þar til last eða lof. Hann hafði einnig tekið í lið sitt nokkra af hermönnunum, sem verið hafði með Grijalva og voru komnir heim. Hann hélt til Havana og þaðán áfram til austurodda Júkatanskaga. Við St. Antoníusar- höfða lét hann fram fara liðskönnun, og kom þá í ljós, að hann hafði meðsér 11 skip, 110 háseta, 553 hermenn, þar með taldar lásboga- skyttur og byssuskyttur, 200 Indíána úr eyjun- um og nokkra kvenmenn, 10 stórar fallbyssur, 4 litlar, skotfæri og 16 hesta. Síðan hélt hann meðfram ströndinni til Mexíkó og varpaði akk- erum hjá San Juan de Ulloa (þar sem Vera Cruz stendur nú). Þarna var hann, þegar hann og Montezúma VÍKIN B U R 2B9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.