Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 58
Lokasvar fil herra ritstjóra Gils Guðmundssonar Herra ritstjóri. Ég hef nú lesið svar yðar í síðasta tbl. Víkings við bréfi mínu í 9. tbl. blaðsins þ. á. Þar gerið þér upp viðskipti okkar — á yðar vísu — og boðið jafnframt lok þessarar deilu af yðar hálfu. Mér þykir nú rétt að hafa á þessu sama hátt, og mun nú leitast við að rekja í stórum dráttum það, sem á undan er farið. Upphaf þessara orðaskipta okkar er grein með yfir- skriftinni „Sjómannaskólinn", sem birtist í 5. tbl. Vík- ings þ. á. Öðrum þræði fjallaði þessi grein um óviðun- andi ástand skólahússins og lóðarinnar, og er þess krafizt, að öllu verði komið í lag „nú þegar". Auk þess felst í greininni óvægin ádeila á þá, sem fara með stjórn skólans og framkvæmdir við hann, fyrir trassa- skap og draslarahátt, sem sé að setja blett á stofnunina. Ekki skal ég neita því, að mér rann í skap við lestur þessarar greinar, ekki eingöngu vegna þess, að mér fannst nærri mér höggvið, þar sem ég er formaður bygginganefndar skólans og annar af forráðamönnum hans, og þóttist hafa reynt að rækja þau störf mín eftir því sem tími minn og geta leyfðu. En auk þess kom þarna fram svo mikill ókunnleiki á sumu því, sem um var rætt, og mér fannst þar lotið að svo litlu við að tína til það, sem miður mátti fara, að mig furðaði á því, að blað sjómannastéttarinnar skyldi birta slík skrif um eina af aðalstofnunum stéttarinnar. Ég veit, að auk ritstjórnarinnar fáist þér við ýmiskonar fræði- mennsku, ekki sízt á því sviði, er að siglingum og sjó- mennsku lýtur, og hélt ég satt að segja fyrst í stað, að þótt greinin væri birt á yðar ábyrgð, væri hún ekki rituð af yður sjálfum, svo lítið fræðimennskubragð fannst mér að henni. Síðar komst ég þó að raun um, að mér hafði skjátlast um þetta. Þetta eru ástæðurnar, ef það er rétt hjá yður, að nokkurrar gremju hafi gætt í grein, er ég reit í 6.—8. tbl. Víkings. í þessari grein rakti ég efni greinar yðar lið fyrir lið og gerði grein fyrir hverju atriði og ástæð- unum fyrir því, að ekki hefur enn verið hægt að full- gera bygginguna og annað, er henni fýlgir. Ég skal viðurkenna, að ég fór ekki dult með andúð mína á þeim kesknis- og hávaðatón, sem mér fannst greinin rituð í, og yfirborðshættinum, sem mér fannst gæta þar svo mjög. Að lokum bauð ég yður og öllum öðrum, sem um málefni skólans vilja fjalla og vilja virða mig viðtals, að veita þeim allar þær upplýsingar, sem ég gæti og þeir kynnu að æskja um þessi mál, og hafa við þá samvinnu um allt það, er stofnuninni mætti verða til gagns. Ekki þurfti lengi að bíða eftir svari frá yður, því það birtist í sama tölublaði undir fyrirsögninni „Grein skólastjórans". Nú kvað við nokkuð annan tón að því leyti, að nú var ekki að sjá, að mikið væri athugavert við' okkur stjórnendur skólans sem slíka. Allt var það á misskilningi byggt hjá mér og ástæðulaust af mér að koma með athugasemdir. Nú var það Alþingi, sem gagnrýnin í fyrri greininni beindist að fyrst og fremst, og þetta átti öllum að skiljast, þó Alþingi væri hvergi nefnt á nafn. En það, sem vakti mesta furðu yðar, var sú afstaða, sem þér sögðuð mig hafa tekið, hvað eftir annað, til þeirrar gagnrýni, sem fram hefði komið á tómlæti Alþingis og ríkisvaldsins gagnvart skólanum. Oftar en einu sinni, þegar fram hefðu komið í Víkingi eða frá samtökum sjómanna kröfur um að fullgera skólann og lagfæra umhverfi hans, hafi- ég þykkzt við og jafnvel hellt úr skálum reiði minnar yfir þá, sem dirfðust að gera þessar kröfur (þér gátuð þess þó eigi, hverjum þér ætluðuð að trúa þessu). Loks klykktuð þér út með þeim alþekktu hreystiyrðum, að ég hefði ekki reynt að hrekja eitt einasta atriði greinar yðar, og ráðlögðuð mér að hugsa mig um, áður en ég færi aftur með hrópum að blaði yðar. (Allar leturbreyt- ingar eru mínar). Þessari grein svaraði ég í opnu bréfi til yðar í 9. tbl. Víkings. M. a. lagði ég þar fyrir yður nokkrar spurningar um innihald fyrri greinar yðar og gat þess, að rétt svör við þessum spurningum skæru úr um það, hvort ástæðulaust hefði verið af mér að gera athuga- semd við greinina. Þá sagði ég yður skrökva því upp, er þér sögðuð um fyrrnefnda afstöðu mína til gagn- rýni á Alþingi og stjórnarvöld, og skoraði á yður að afsanna það, ef þér gætuð, með því að nefna dæmi. Svar yðar í 10. tbl. Víkings hef ég nú séð sem fyrr segir, og mun nú fara um það nokkrum orðum. Auð- séð er, að spurningar mínar hafa komið yður í vanda, og að þér leitið allra bragða til að komast frá þeim klakklaust, þó árangurinn sé misjafn. Þér neyðist nú loks til að viðurkenna, að sneitt hafi verið að okkur, forráðamönnum skólans, í fyrstu grein yðar um Sjó- mannaskólann, og má þá heita, að 1. og 2. spurningu sé svarað. Um tilefni 3. spurningar minnar hefur deila okkar staðið að verulegu leyti, og kemst ég því ekki hjá því að taka það upp enn einu sinni. Tilefnið var það, að eftir að lýst hefur verið í fyrstu grein yðar hínu hörmulega ástandi skólans og lóðarinnar, tóm- lætinu og draslarahættinum, segir svo: „Ástæða væri til að nefna fleira í sambandi við stjórn og rekstur Sjó- mannaskólans. Hér skal aðeins drepið lauslega á tvö atriði, sem bæði hafa verið rædd áður hér í blaðinu". 316 VIKlN G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.