Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 56
-— Hvað ert þú gamall, drengur minn? — Átta ára, bráðum nlu. — Hve mörg systkini áttu? — Fimm, bráðum sex. * Gunnar Sigurðsson frá Selalæk hefur nýlega sent frá sér nýtt hefti af hinu vinsæla safnriti sínu, „ís- lenzk fyndni", og er það 14. hefti. Hér eru fjórar sögur úi þessu síðasta kveri: • Guðmundur á Miðengi í Grímsnesi var dugnaðarbóndi og efnaður. Hann var manna rólyndastur. Kvenhollur var Guðmundur talinn. Einu sinni kom kona hans að honum í óþægilegu ástandi með vinnukonu á heimil- inu og varð þá hvassyrt við bónda, eins og von var. Þá varð Guðmundi að orði: „Ekki má nú mikið á Miðengi". • Laxveiðimenn fóru úr Vestmannaeyjum til veiða" í Rangá ytri. Þeir voru þrír saman og voru við veiði einn dag en urðu ekki varir. Veiðirnennirnir símuðu þá til kunningja síns á Sel- fossi, og lofaði hann að senda þeim samdægurs sex laxa. Þeir sima nú heim til sín og láta allvel yfir veiði- förinni. Þeir ætluðu heim daginn eftir og gistu á Hellu. Um kvöldið fá þeir sendingu frá kunningja sínum á Selfossi og bréf með, þar sem hann tjáir þeim, að ómögulegt hafi verið að fá nýjan lax, en hann sendi þeim í staðinn þrjá reykta laxa. • Jónas Björnsson frá Svarfhóli, hreppstjóri á Akra- nesi, var einstakur stillingarmaður og orðvar. Hann var lengi formaður þar á Skaganum. Einu sinni sem oftar var hann að búast í róður á vertíð, og skyldu Á FRÍVI piltar hans aka lóðinni á handvagni niður bryggju, en bryggjan var klökuð og flughál. Þeir misstu þá stjórn á vagninum, og rann hann með lóðina út af bryggjunni og í sjóinn. Hásetarnir bjuggust nú ekki við hýrum kveðjum frá formanni sínum, því að ekki var um róður að ræða í það sinn, en því er við brugðið, hvernig Jónas brást við. Hann leit niður fyrir bryggjuna og sagði aðeins: „Ekki ætlaði ég nú að leggja hérna". • Oskar Halldórsson og annar útgerðarmaður voru að stofna nýtt fyrirtæki. Félagi Oskars fór að minnast á, að þeir þyrftu að hafa nákvæmt bókhald. „Bókhald!" sagði Óskar. „Hver hefur orðið ríkur á bókhaldi?" Arni og Bogi hittust á götu. ¦— Er það satt, sagði Arni, að hún Lísa systir þín sé búin að svíkja hann Ólaf lækni? — Já, það er víst satt, svaraði Bogi, því að hann sendi henni reikning í morgun fyrir 47 læknisvitjanir. Faðirinn: — Hafðir þú ekki lofað því, að þú ætlaðir alltaf að vera hlýðinn og góður? Sonurinn — Jú, pabbi. Faðirinn: — Og hét ég þér ekki því, að flengja þig, ef þú óhlýðnaðist? Sonurinn: — Jú, pabbi, en fyrst ég hélt nú ekki mitt loforð, þá er ekki ástæða til fyrir þig að halda þitt loforð heldur. Amerísk kona heldur því fram, að bezta fegurðar- meðalið fyrir kvenfólk sé þetta: Kaup þú 300 grömm af andlitspúðri og vænan púðurbursta. Grafðu þetta niður í jörð á fallegan stað tvo til þrjá kílómetra frá heimili þínu. Farðu svo þangað einu sinni á hverj- um degi, þegar þú kemur á fætur, til þess að gæta, hvort það er kyrrt ennþá. Þú mátt trúa mér, kæri Mac Pherson. Ég vildi gefa 1000 pund til þess að vera milljónamæringur. Hún: — Ofur lítil skynsemi myndi koma í veg fyrir marga hjónaskilnaði. Hann: — Já ... og einnig hjónabönd. * Skoti kom til tannlæknis. — Hvað kostar að taka eina tönn? — Fimm shillinga! — Gætuð þér ekki losað hana fyrir einn shilling, og ég gæti svo sjálfur dregið hana út? 314 VIKlN G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.