Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Qupperneq 56

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Qupperneq 56
— Hvað ert þú gamall, drengur minn? — Átta ára, bráðum níu. — Hve mörg systkini áttu? — Fimm, bráðum sex. ★ Gunnar Sigurðsson frá Selalæk hefur nýlega sent frá sér nýtt hefti af hinu vinsæla safnriti sínu, „ís- lenzk fyndni", og er það 14. hefti. Hér eru fjórar sögur úi þessu síðasta kveri: ★ Guðmundur á Miðengi í Grímsnesi var dugnaðarbóndi og efnaður. Hann var manna rólyndastur. Kvenhollur var Guðmundur talinn. Einu sinni kom kona hans að honum í óþægilegu ástandi með vinnukonu á heimil- inu og varð þá hvassyrt við bónda, eins og von var. Þá varð Guðmundi að orði: „Ekki má nú mikið á Miðengi". ★ Laxveiðimenn fóru úr Vestmannaeyjum til veiða' í Rangá ytri. Þeir voru þrír saman og voru við veiði einn dag en urðu ekki varir. Veiðimennirnir símuðu þá til kunningja síns á Sel- fossi, og lofaði hann að senda þeim samdægurs sex laxa. Þeir síma nú heim til sín og láta allvel yfir veiði- förinni. Þeir ætluðu heim daginn eftir og gistu á Hellu. Um kvöldið fá þeir sendingu frá kunningja sínum á Selfossi og bréf með, þar sem hann tjáir þeim, að ómögulegt hafi verið að fá nýjan lax, en hann sendi þeim í staðinn þrjá reykta laxa. ★ Jónas Björnsson frá Svarfhóli, hreppstjóri á Akra- nesi, var einstakur stillingarmaður og orðvar. Hann var lengi formaður þar á Skaganum. Einu sinni sem oftar var hann að búast í róður á vertíð, og skyldu A FRÍVI piltar hans aka lóðinni á handvagni niður bryggju, en bryggjan var klökuð og flughál. Þeir misstu þá stjórn á vagninum, og rann hann með lóðina út af bryggjunni og í sjóinn. Hásetarnir bjuggust nú ekki við hýrum kveðjum frá formanni sínum, því að ekki var um róður að ræða í það sinn, en því er við brugðið, hvernig Jónas brást við. Hann leit niður fyrir bryggjuna og sagði aðeins: „Ekki ætlaði ég nú að leggja hérna“. ★ Óskar Halldórsson og annar útgerðarmaður voru að stofna nýtt fyrirtæki. Félagi Óskars fór að minnast i á, að þeir þyrftu að hafa nákvæmt bókhald. „Bókhald!“ sagði Óskar. „Hver hefur orðið ríkur á bókhaldi?" . ★ Arm og Bogi hittust á götu. — Er það satt, sagði Árni, að hún Lísa systir þín sé búin að svíkja hann Ólaf lækni? — Já, það er víst satt, svaraði Bogi, því að hann sendi henni reikning í morgun fyrir 47 læknisvitjanir. ★ Faðirinn: — Hafðir þú ekki lofað því, að þú ætlaðir alltaf að vera hlýðinn og góður? Sonurinn — Jú, pabbi. Faðirinn: — Og hét ég þér ekki því, að flengja þig, ef þú óhlýðnaðist? Sonurinn: — Jú, pabbi, en fyrst ég hélt nú ekki mitt loforð, þá er ekki ástæða til fyrir þig að halda þitt loforð heldur. ★ Amerísk kona heldur því fram, að bezta fegurðar- meðalið fyrir kvenfólk sé þetta: Kaup þú 300 grömm al' andlitspúðri og vænan púðurbursta. Grafðu þetta niður í jörð á fallegan stað tvo til þrjá kílómetra frá heimili þínu. Farðu svo þangað einu sinni á hverj- uru degi, þegar þú kemur á fætur, til þess að gæta, hvort það er kyrrt ennþá. ★ Þú mátt trúa mér, kæri Mac Pherson. Ég vildi gefa 1000 pund til þess að vera milljónamæringur. ★ Hún: — Ofur lítil skynsemi myndi koma í veg fyrir marga hjónaskilnaði. Hann: — Já ... og einnig hjónabönd. ★ Skoti kom til tannlæknis. — Hvað kostar að taka eina tönn? —• Fimm shillinga! — Gætuð þér ekki losað hana fyrir einn shilling, og ég gæti svo sjálfur dregið hana út? 314 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.