Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 35
sig lagt, hvort heldur var í ferðalögum, bar- dögum eða illdeilum. Orellana var yngri maður en Pizarrobræður, en hann hafði komið nægilega snemma til þess að taka þátt í sigrunum í Perú, og hann hafði grundvallað borgina Santiago de Guayaquil. Þegar nú Pizarro færðist þetta stórræði í fang, hamaðist Orellana við að koma sér upp flokki og ganga til liðs við hann. Þetta var í febrúar 1541. Pizarro hafði þá varið nokkrum tíma til undirbúnings ferðar- innar. Hann hafði safnað saman yfir 200 Spán- verjum og jafnmörgum hestum. Hann hafði 2000 svín, jafnmarga hunda og stóra hjörð af lamadýrum. öldungis á sama hátt og hann hafði safnað þessum skepnum saman, smalaði hann saman og hlekkjaði 4000 Indíána til þess að vera þjóna og þræla á leiðinni. Þessi stóra lest lagði af stað upp í fjalllendið með miklum fögnuði og gleðilátum, en áður en þeir höfðu farið 50 kílómetra, voru þeir komnir í ógurleg- ustu klettagljúfur og bugðótt skörð á milli jök- ultinda. Svo sem forsmekkur þess, er í vændum var, króknuðu 100 Indíánar úr kulda. Leið- angursmenn fetuðu sig með mestu örðugleikum yfir háa fjallahryggina. Þeir komu að árgilj- um, sem brúa þurfti. Þegar hærra kom, stóðu menn og skepnur á öndinni, gáfust upp og hnigu niður utan við veginn. Sumir runnu til á stígunum og hröpuðu niður í gljúfrin. Þegar leiðangurinn kom til Zomaco, voru menn neydd- ir til að hvíla sig um stund og hressast. En af Orellana og mönnum hans er það að segja, að þeir hröðuðu sér á eftir meginliðinu. Þeir lögðu upp frá Guayaquil og fóru um Quito og flýttu sér allt hvað af tók. Þeir urðu að eiga í höggi við f jandsamlega Indíána, sem umferð meginliðsins hafði komið róti á. Þeir misstu mikinn hluta af farangri sínum og vist- um og voru illa á sig komnir, þegar þeir hittu hina hjá Zumaco. Meðan Orellana var að ná sér aftur hjá Zumaco, fór Pizarro með lítinn flokk manna til þess að kanna Kaniltrjáaland. Skógar voru þar svo stórvaxnir og f jallshlíðarnar svo bratt- ar, að hestum varð ekki við komið, svo að þeir fóru gangandi 80 saman. Ferð þeirra um þessi héruð tók 70 daga ákafa göngu. Auðæfin í Kaniltrjáalandi reyndust ekki vera annað en hégilja. Reiddist Pizarro og pyntaði Indíánana og skammaði þá til þess að fá þá til að segja frá leyndarmálinu um auðæfalandið fólgna. Hann hafði ekki annað upp úr því en endurtekningu á sögunni um El Dorado. Hann kom að Napofljóti ofarlega og skipaði Orellana og öðrum leiðangursmönnum að hitta aig þar. Það reyndist ótrúlega erfitt að fara eftir árbökkunum. Nógu margir barkarbútar voru ekki fyrir hendi til þess að flytja liðið eftir ánni, svo að þeir réðust í að smíða sér skip. Allur flokkurinn setti tjöld sín þar, sem þeir kölluðu El Barco. Þar smíðuðu þeir skútu. Ekki er líklegt að það hafi verið vandað smíði, enda sætir það furðu, að þeir skyldu yfirleitt koma skipinu saman. Þeir höfðu ekki gert ráð fyrir að til slíkra smíða kæmi, svo að þeir höfðu ekk- ert efni með sér í skipið. Jafnvel naglana urðu þeir að búa til úr málmhlutum, sem voru með í förinni. I Skipið var sett á flot á ánni, en það bar ekki nema lítinn hluta leiðangursmanna, svo að þeim miðaði seínt áfram, jafnvel þótt þeir notuðu skipið. Flokkurinn, sem á landi var, óð um fen og foræði í 43 daga, og fjöldi manna og dýra drukknaði. Þeir fóru um land, þar sem Indíánar áttu ekki heima og enginn matur fékkst, en nesti þeirra var á þrotum. Þeir stöldruðu við og tóku það til ráðs, að meginliðið skyldi bíða, meðan Orellana færi á skútunni í vistaleit niður ána. 57 menn réðust til f erðar með honum, þar á meðal f aðir Carva- jal, er skrifað hefur nákvæma frásögn af ferða- laginu. Liðsmennirnir voru veikir og máttlitlir af hungri og kjarkvana. Þeir voru nær matar- lausir og höfðu ekki önnur vopn en fáeinar byssur. Svo mikil hrákasmíði var á skipinu, að varla var öruggt að fara á því eftir ánni, og þeir höfðu ekki verið daglangt á ferð, þegar borð brotnaði inn í botninn á því, svo að skjótra aðgerða þurfti við. En á þessu skipi fór Orell- ana samt eftir endilöngu Amozonfljóti, og var það í fyrsta sinn, sem farið var þvert yfir Suð- ur-Ameríku. Þessi óvenjulega ferð þvert yfir heimsálfuna er ekki mjög kunn, og það er ekki langt síðan Orellana hlaut þá viðurkenningu, sem hann á skilið. Hann hefur meira að segja verið kall- aður svikari og hugleysingi, sem brugðizt hafi Pizarro, þegar mikið lá við. Flestir af sagna- mönnum Spánverja segja söguna eins og Pizarro sagði hana, vilhallt, og síðari sagnfræðingar fara eftir frásögn Spánverjanna. Það er augljóst af því, sem faðir Carvajal segir, að Orellana hefur sýnt fágætt hugrekki og dugnað á leiðinni og hefði glaður gert það, sem Pizarro hafði lagt fyrir hann og látið yfir- foringjann aftur taka við ábyrgðinni á stjórn ferðarinnar. Sannleikurinn er sá, að skútan barst óðfluga niður ána, þegar hún á annað borð var komin á flot, því að straumur er þungur í fljótinu. ViKl N G UR 293
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.