Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 18
 Siglt fyrir Horn. hafði verið löngu fyrirfram. Hallarhliðinum var skyndilega hrundið upp, og út þeysti löng röð vagna, en fólk stöð og glápti furðu lostið. Hinir kjörfurstalegu vagnar óku með brauki og bramli sem leið lá til „Kruzberg", dálítill- ar hæðar, sem þá lá spölkorn utan við Berlín, en nú er innan borgarinnar, með þeim fór fjöl- skylda kjörfurstans, æðstu embættismenn og ríkiskassinn. „Kreuzberg" var reyndar ekkert Ararat — það var ekki ýkja margra metra hátt — en það var þó samt hærra en götur Berlínar, og í nokkurn tíma eftir komu synda- flóðsins myndi þar vera öruggt hæli — svo var alltaf hægt að íhuga seinna, hvað gera skyldi. „Þú hafðir þá eftir allt saman rétt fyrir þér!“ sagði kjörfurstinn, hálf-kvíðinn, og hálft í hvoru ánægður, við sjálfan sig, þegar hann leit út um vagngluggann á gráan himininn og undr- andi, glápandi fólkið, sem ekkert skildi í þess- um tiltektum. En þegar það vitnaðist á eftir, hvað hefði orsakað hinn bráða flótta höfðingjanna, varð undrun fólksins að vísu ekki minni, en hún snerist í heift og hatur yfir því, að hinir háu herrar skyldu taka til fótanna og yfirgefa borg- ina á „hættunnar" stund, án þess að vara borg- arana við „hættunni", en skilja þá eftir, ofur- selda örlögunum, sem áttu að verða þau að drukkna á hinn aumkunnarverðasta hátt í æð- andi öldum flóðsins. Það leið að kvöldi og höfðingjarnir voru löngu komnir til ,,Kreuzberg“, þar sem þeir bjuggu um sig sem bezt þeir gátu. En ekkert varð enn úr regninu og ekki bólaði á syndaflóðinu — kjörfurstanum til mestu gremju. En loksins kom lítilsháttar, hressandi þrumuskúr. 1 fyrstu hefur hann vafalaust verið tekinn sem byrjandi syndaflóð, en þegar brátt stytti upp og sólin tók aftur að skína, tók einn fulltrúi heilbrigð- ar skynsemi meðal tignarfólksins til sinna ráða. Það var kjörfurstafrú Elísabet, sem tókst að fá mann sinn til að aka heim, þar eð heims- endi væri bersýnlega frestað til betri tíma. Dapurt í huga og all-skömmustulegt hélt hirðfólkið heim til hallarinnar. Þá gerðist nokk- uð, einmitt í því að hallarhliðið opnaðist fyrir 276 V I K I N G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.