Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 46
fj^mrv -r*~ *«-***•- .*•*-, - ¦—¦ ¦ KIRKTAN MIKLA í CHARTRES Að skoða dómkirkjur í nóvember? Því ekki? Eða öllu heldur: einmitt þá. Það rignir ekki á hverjum degi, en sólin, sem virðist vera rétt fyrir ofan sjóndeildarhringinn, sendir geisla sína næstum lárétt gegn um litaðar gluggarúð- urnar. Það veldur samskonar áhrifum og flug- eldaskraut. og hinir 176 gluggar dómkirkjunnar ljóma af fegurð, sem jafnvel hásumarið á ekk- ert sambærilegt við. Og að utanverðu! I innskotum, pílárum, and- dyrum og turnum leika hinir f jölbreytilegustu skuggar og ljósbjarmar í hægfara samræmi við gang sólarinnar, áhrifameiri en orð fá lýst, í fullkomnu jafnvægi og þó í slíkum margbreyti- leik. ( Plotinus, hinn mikli fagurfræðingur og heim- spekingur þriðju aldarinnar í Róm, komst svo að orði, að fegurð skapaðist ekki einvörðungu af jafnvægu samræmi hlutanna, heldur öllu fremur af því, hvernig ljósið félli á þá, rétt eins og þessum heiðna spekingi auðnaðist að sjá fram í tímann, hversu gotikin á blómaskeiði kristninnar átti eftir að notfæra sér þessa stað- reynd. En vitanlega skellur á rigning og dregur ský fyrir sólu — flýðu þá ekki inn í veitingahúsið handan við götuna! Stattu kyrr í dembunni, virtu fyrir þér kirkjuna! Hún er líkust gyðju, sem fær sér bað og rís enn fegurri upp frá bað- inu en hún áður var. Það er þó ekki hreinsun kirkjumúranna, sem veldur þessum áhrifum, heldur hitt, að óhreinindin fá á sig nýjan blæ. Dómkirkjan er byggð úr gráum kalksteini. Fletir hennar, sem upprunanlega h'afa verið sléttir, eru nú alsettir sprungum og rifum, sem óhreinindin frá borgarmenningunni hafa safn- azt í. Þar hefur sezt fyrir sótið úr reykháfum Chartres, sem fræg er fyrir góðan matartilbún- ing, allt frá dögum Gargantuas, auk margskon- ar óhreininda annarra frá síðari tímum. 1 þurr- viðri er blöndun þessi Ijósgrá eins og steinninn. 1 votviðrinu tekur hún á sig dökkan og áber- andi blæ. Hún samsvarar skuggum olíumálverk- anna eftir hina sígildu meistara. Þetta eru töfra- brögð meistarans Nóvembers í votviðrinu. Með því er ekki allt sagt. 1 þoku eða undir sólsetur tekur kirkjan á sig þunglyndislegan og dularfullan svip með öllum sínum spírum, odd- bogum, litbrigðaríkum steinflötum, langbönd- um, höggmyndum og líkneskjum, sem tróna ým- ist í grópum eða uppi á pöllum. Áhrif alls þessa breytast vitanlega jafnan um leið og birtan minnkar eða vex. Þessa stundina er sólskin, hina stundina dimmviðri. í sólskininu er öll suð- 304 VIKlN G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.