Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Síða 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Síða 46
KIRKTAN MIKLA I CHARTRES Að skoða dómkirkjur í nóvember? Því ekki? Eða öllu heldur: einmitt þá. Það rignir ekki á hverjum degi, en sólin, sem virðist vera rétt fyrir ofan sjóndeildarhringinn, sendir geisla- sína næstum lárétt gegn um litaðar gluggarúð- urnar. Það veldur samskonar áhrifum og flug- eldaskraut. og hinir 176 gluggar dómkirkjunnar ljóma af fegurð, sem jafnvel hásumarið á ekk- ert sambærilegt við. Og að utanverðu! í innskotum, pílárum, and- dyrum og turnum leika hinir fjölbreytilegustu skuggar og ljósbjarmar í hægfara samræmi við gang sólarinnar, áhrifameiri en orð fá lýst, í fullkomnu jafnvægi og þó í slíkum margbreyti- leik. ( Plotinus, hinn mikli fagurfræðingur og heim- spekingur þriðju aldarinnar í Róm, komst svo að orði, að fegurð skapaðist ekki einvörðungu af jafnvægu samræmi hlutanna, heldur öllu fremur af því, hvernig ljósið félli á þá, rétt eins og þessum heiðna spekingi auðnaðist að sjá fram í tímann, hversu gotikin á blómaskeiði kristninnar átti eftir að notfæra sér þessa stað- reynd. En vitanlega skellur á rigning og dregur ský fyrir sólu — flýðu þá ekki inn í veitingahúsið handan við götuna! Stattu kyrr í dembunni, virtu fyrir þér kirkjuna! Hún er líkust gyðju, sem fær sér bað og rís enn fegurri upp frá bað- inu en hún áður var. Það er þó ekki hreinsun kirkjumúranna, sem veldur þessum áhrifum, heldur hitt, að óhreinindin fá á sig nýjan blæ. Dómkirkjan er byggð úr gráum kalksteini. Fletir hennar, sem upprunanlega hafa verið sléttir, eru nú alsettir sprungum og rifum, sem óhreinindin frá borgarmenningunni hafa safn- azt í. Þar hefur sezt fyrir sótið úr reykháfum Chartres, sem fræg er fyrir góðan matartilbún- ing, allt frá dögum Gargantuas, auk margskon- ar óhreininda annarra frá síðari tímum. I þurr- viðri er blöndun þessi ljósgrá eins og steinninn. I votviðrinu tekur hún á sig dökkan og áber- andi blæ. Hún samsvarar skuggum olíumálverk- anna eftir hina sígildu meistara. Þetta eru töfra- brögð meistarans Nóvembers í votviðrinu. Með því er ekki allt sagt. I þoku eða undir sólsetur tekur kirkjan á sig þunglyndislegan og dularfullan svip með öllum sínum spírum, odd- bogum, litbrigðaríkum steinflötum, langbönd- um, höggmyndum og líkneskjum, sem tróna ým- ist í grópum eða uppi á pöllum. Áhrif alls þessa breytast vitanlega jafnan um leið og birtan minnkar eða vex. Þessa stundina er sólskin, hina stundina dimmviðri. I sólskininu er öll suð- 304 VÍ K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.