Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 2

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 2
Bankaseðill Badenis Saga eftir Frank Browulee Badeni, sem vann í gullnámu hjá Jóhannes- borg, fékk bréf frá konu sinni. Skólakennarinn í heimkynnum hennar hafði skrifað það fyrir hana. Bréfið var á þessa leið: Mínn kæri eiginmaður! Ég vona þér líði vel. Okkur líður öllum vel niðri í jörðinni. Aftur á móti er mikið hungur í þessu héraði. Gerðu svo vel að senda hið fyrsta peninga, svo sem £5 sterling, svo ég geti keypt matvæli handa mér og þínum sveltandi afkvæmum. Kaupmaðurinn neitar um fæðu, segist ekki bera traust til fjárhags þíns, þess vegna er lánstraustið tiltölulega veikt. Ég mun kaupa mjöl fyrir þessi £5, sem þú væntanlega sendir mér með næsta pósti. Með fyrirfram þakklæti. Þín einlæg eiginkona. Mamtolo. Badeni kunni ekki að lésa. Svo þegar hann var búinn að opna umslagið og rjála við bréfið og virða það fyrir sér úrræðalaus, frá öllum hliðum, fór hann með það til innfædda skrif- arans í námuskrifstofunni. Skrifarinn las bréfið og útskýrði fyrir Bad- eni, hvernig hann ætti að bera sig til að senda peninga til sinnar þurfandi eiginkonu og fjöl- skyldu. Pappírspeninga ætti að setja í umslagið með bréfinu, og svo ætti að setja bláan kross á umslagið til að sýna, að innihaldið væri verð- mætt. Fjögra pensa aukafrímerki ætti að setja á bréfið, svo þess yrði betur gætt í flutningi. Badeni fékk skrifarann til að skrifa bréf til konunnar og svara fjárbeiðni hennar. Hann kunni skil á pappírspeningum, sagði hann, og hann skyldi sjálfur láta þá í umslagið. Skrifarinn reit bréfið: Kæra frú! Sendibréf þitt móttekið. Það hefur vald- ið mér mikilli hryggð. Hérmeð sendi ég £5 (fimm pund) til framdráttar þér sjálfri og börnum vorum á meðan mín óhjákvæmi- lega fjarvera varir. 1 fullkominni einlægni, kæra frú. Þinn virðingarverði eiginmaður. Badeni. Badeni féll ekki allskostar við tóninn í bréf- inu. Hann færðist undan orðinu „virðingar- verður", þegar það var notað um afstöðu hans til konu hans, en bréfið mundi gera sitt gagn. En hann krafðist þess samt, að skrifarinn bætti við eftirskrift: „Ég vona þér líði vel. Mér líður enn vel". Með þetta skjal lagði Badeni leið sína til lítillar búðar, þar sem hann hafði stöku sinn- um gert smávegis kaup, sem hann hafði jafnan verið ánægður með. Ljósgulu stígvélin, sem hann hafði keypt þar, „sungu" ennþá skemmti- lega, þegar hann gekk, þó hann hefði átt þau í nokkra mánuði. Harmonikan, satt var það, átti til að hiksta, þegar stutt var á vissar nót- ur, en það var ekki kaupmanninum að kenna, því hann gat ekki talizt bera ábyrgð á því, að hljóðfærið hafði vöknað í miklum og óvæntum regnskúr. Tinkassi með stórum hengilás varð- veitti nú eign hans örugglega. 1 sérhverju tilliti hafði Badeni reynzt kaup- maðurinn vingjarnlegur og trúverður náungi. Hann hafði gefið sjálfum sér nafnið Tanda- bantu (elskaður af fólkinu) og málað það með stórum stöfum á nafnskiltið sitt. Nafnið var það, sem fyrst hafði laðað Badeni að búðinni. Ráðleggingar Tandabantus í verzlunarmál- um voru oft miðaðar við að vekja trúnaðar- traust: Þessi eða hinn hlutur var einungis til sölu handa fávísum Shangönum og slíku fólki, sem ekkert vit hafði á gildi hlutanna. Badeni myndi auðvitað biðja um eitthvað betra, og þó verðið væri ef til vill lítið eitt hærra, myndi hann fá miklu meira fyrir peningana sína. Ráð eins og þetta voru gefin í hvíslandi róm, svo hinir viðskiptavinirnir skyldu ekki heyra, og 26D Vi KlN G U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.