Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 17

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 17
HEIMSENDIR Árið 1518 hafði frægur stjörnuspámaður, Stöffler, lýst því yfir, að heimsendir væri í nánd, og að jörðin myndi farast með öllu, sem á henni var, í febrúar árið 1524 í stórkostlegu syndaflóði, miklu svæsnara en því, sem varð á dögum Nóa. Maður getur spurt sem svo, hvaðan Stöffler hafi komið þessi vitneskja, og á þessum tímum hefur vafalaust fleiri en ein óttaslegin sál feeint þeirri spurningu til hins mikla spekings. En eins og allir spekingar, hafði þessi öll sín plögg í lagi og gat vitnað í það, að í febrúarmánuði nefnt ár myndu þrjár plánetur, Marz, Satúrn- us og Júpíter koma saman í merki fislcanna og það myndi óhjákvæmilega hafa hroðaleg vatns- flóð á jörðinni í för með sér. Þegar fólk hafði fengið þessar upplýsingar og þar með gengið úr skugga um, að spámað- urinn byggði á traustum, „vísindalegum" grund- velli, fór ekki hjá því, að fólki,ð í hinum ýmsu löndum yrði heldur en ekki dapurt og óttasleg- ið, — og því meir sem nær leið hinum örlagaríka febrúarmánuði á því herrans ári 1524, því meir óx hræðsla manna. Á flesta verkaði hún lam- andi, og margir bændur hirtu ekkert um jarðir sínar, en létu þær falla í órækt. — Það var hvort sem var ekki til neins. Pólk, sem skuld- aði peninga, borgaði þá ekki, heldur eyddi þeim. — Það kom alveg í sama stað niður, því að peningarnir fórust hvort eð var, — og þannig er hægt að nefna fjölda dæma um, hvernig fólk lét reka á reiðanum fyrir áhrif spádóma Stöffl- ers. Þó voru ekki allir á því að gefast upp að óreyndu — margir byggðu sér skip eins og örkina Nóa, til þess að geta bjargað lífi sínu og verðmætustu lausafjármunum. Febrúar 1524 kom og leið, en ekkert synda- flóð! Allt gekk sinn vanagang, jörðin grænk- aði og trén laufguðust, og gamla móðir jörð virtist langt frá því að hafa í hyggju að leggj- ast út af og deyja. Þetta varð bæði þeim klóku og óklóku til- efni til að brjóta heilann. Hver var meiningin? Hafði Stöffler skjátlast, eða hvað? Meðal þeirra, sem brutu heilann um þetta mál, var einnig kjörfursti Joakim hinn fyrsti, og hann varð eindregið að telja til hinna klóku, ekki aðeins af því að hann var kjörfursti, en einnig — og einkum — af því, að hann var sjálfur stjörnuspekingur, ,og í litlum turni á kjöiffurstahöllinni í Berlín hafði hann heila stjörnuskoðunarstöð. Hér sat hann og hans hálærði og hávirðulegi hirðstjörnuspámaður, Carion, og vakti yfir gangi stjarnanna og las hið dularfulla himinmál, sem hin ýmsu stjörnu- merki töluðu til mannanna barna. Og þeir lásu þar m. a., að Stöffler hefði haft rétt fyrir sér að vissu leyti — syndaflóðið yrði ekki um- flúið, það var óhagganleg staðreynd — aftur á móti hafði sá lærði maður reiknað skakkt — það var dagsetningin, sem ekki var rétt! Rétti dagurinn var 15. júlí 1525. Þangað til gat fólk dundað við að kveðja hina fögru jörð! En þessa vitneskju varðveittu kjörfurstinn og hirðspá- maður hans með sjálfum sér — einungis þeim nánustu var trúað fyrir henni. Hvort þetta hefur verið af hreinni hagsýni, til að æsa ekki til almennrar hræðslu í annað sinn, eða hvort það hefur stafað af ofurlítilli efasemi hjá kjör- furstanum um áreiðanleik eigin útreikninga, — um það er ekki vitað. En eftir öðru að dæma, virðist efagirni og hik ekki beinlínis hafa verið hans veika hlið. Hinn 15. júlí 1525 rann upp bjartur og fagur, og virtist allt annað en útlit fyrir heimsendi í nánustu framtíð. Hádegi kom og kjörfurst- inn tók að gerast órólegur — skyldu útreikn- ingar hans einnig bregðast! Hverju var þá eiginlega treystandi? Kjörfurstinn leit áhyggju- augum til himins, þar sem sólin skein í he|ði, og hann spurði, hvort menn tækju ekki eftir því, að sólfarið væri eitthvað undarlegt — vott- ur þess að regn væri í nánd, og þar með synda- flóðið. Loks þegar leið á daginn, tóku dimm ský að hrúgast upp í vestri! Svona, þarna kemur það! hugsaði kjörfurstinn og gaf samstundis skipun um að halda burt úr höllinni, eins og ráðgert VI Kl N G UR 275
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.