Sjómannablaðið Víkingur


Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 3

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 3
Badeni var þakklátur fyrir, að sér skyldi sýnd slík tillitssemi. Svo þegar hann dró upp bréfið og útskýrði tilgang þess fyrir Tandabantu, gekk allt eins og í sögu: Badeni bað um fimm pappírspen- inga fyrir fimm gullpeninga. Hvers vegna ekki að fá einn £5 pappírspening? Það myndi verða léttara í pósti, svo hann sparaði sér aukafrí- merki. £5 pappír væri vitanlega öðruvísi útlits en £1 pappír, svo fólk yrði ekki blekkt og ruglað. Badeni samþykkti þessa tilhögun og lagði fimm gullpeninga á borðið. Tandabantu náði í lítinn, brúnan kassa með ótrúlegum býsnum af peningum. Út úr málmpeningahrúgunni dró hann papþír, sem hann rétti Badeni og sagði að væri fimm-punda seðill. Á blaðið var máluð mynd af þriflegum kvenmanni, sem hvíldi lysti- lega á nægtarhorni og hélt á kornbundini í feitum faðminum, á meðan fólk lagði ýmis- konar góss, ómetanlegt að verðmæti, fyrir fæt- ui henni. Fyrir ofan myndina var áletrun: „50 La Corona 50. Gran Manufactura de Esquisitos Tabacos". Innan á loki kassans var límd mynd, í alla staði eins og sú, sem Badeni hélt á, að því undanskildu, að einhver listamaður hafði látið frúnni í té mikið, snúið yfirvararskegg og geithafurshökutopp. Badeni sá ekki þá mynd. Hann leit dálítið efasemdarlega á blaðið, sem hann hélt á, og hafði löngun til að spyrja nokk- urra spurninga varðandi það, en Tandabantu var önnum kafinn að sinna öðrum viðskipta- vinum. En hann hafði, hvað sem öðru leið, talað mjúkt og góðlega; auðvitað var hann al- gerlega falslaus. Badeni braut blaðið saman með hægð, lét það í umslagið og fór út úr búð- inni. Á leiðinni til pósthússins rifjaði hann upp fyrir sér og endurskoðaði málið. Skrifarinn hafði sagt honum, að bréf með peningum í skyldi merkt með bláum krossi og fyrir það ætti að borga fjögur pens aukalega. Þetta var ekki einasta heimskuleg peningasóun, heldur myndu og bláu strikin segja fólki, að innihald bréfsins væri fémætt; þau myndu draga að sér athygli þjófa. Það skyldu engin slík merki koma á þetta bréf, og enginn myndi vita, að í því væru peningar. Hann fann til töluverðrar sjálfsánægju, þegar hann ýtti bréfinu til sinnar „einlægu eiginkonu" inn um mjóu rifuna, sem myndaði dularfullan sambandslið milli Gullborgarinnar og litlu póst- afgreiðslunnar í kaupmannsbúðinni í heim- kynnum hans. Bréfið frá konunni var hið fyrsta, sem Bad- eni hafði fengið á ævinni, og svarbréfið var hið fyrsta, er hann hafði látið frá sér fara. Það var notalegur spenningur samfara þessari nýju. reynslu, og auðvitað nefndi hann þetta við félaga sína í námunni. ,,En hvernig fórst þú að skrifa bréf ?" spurði einn. „Þú kannt ekki að skrifa". „Ég skrifa ekki mjög vel", svaraði Badeni hógværlega, „svo ég fékk skrifarann til að hjálpa mér með erfiðustu staðina í bréfinu. Á sumum stöðum varð ég að leggja skrifar- anum ráð um það, hvernig konan mín skyldi ávörpuð. 1 sameiningu skrifuðum við bréf, sem mér fannst að lokum nógu gott. Það var ég, sem setti í bréfið efni, sem skrifaranum hafði sézt yfir, þó hann telji sig slunginn í að búa til bréf". Á tilskildum tíma komst bréfið til síns áfangastaðar. Það var fengið Mamtolo í búð- inni kaupmannsins. Hún tók við því kæruleys- islega, leit gagnrýnandi á umslagið og stakk því síðan í böggulinn með þeirri óveru, sem hún hafði keypt. Þegar hún var komin heim, lagði hún af stað til kennarans með bréfið vel geymt í höfuðklútnum. Hún hitti kennarann og heilsaði honum virðulega og tók síðan að rabba við hann um daginn og veginn og færði sig smám saman nær efninu — sendibréfinu. „Já", sagði hún, „fólk skrifar bréf og setur þau í póst. Fólk tekur við bréfum og les þau". „Þannig er það", sagði kennarinn kurteis- lega. „Bréf eru send og bréf eru móttekin". „Ég hafði næstum gleymt að minnast á", hélt Mamtolo áfram, „að ég fékk bréf í morg- un, og mér datt í hug, að þér mynduð vilja sjá það". Hún leitaði í pilsvasanum, í barminum á blússunni sinni og víðar að bréfinu, vel vit- andi hvar það var. „Jiní!" sagði hún. „Ég hlýt að hafa gleymt því heima eða misst það á leiðinni". „Hvað er þetta hvíta í höfuðklútnum yðar?" spurði kennarinn. Mamtolo dró bréf ið út úr höf uðbúnaði sínum, opnaði það, rétti kennaranum það hátíðlega og kom feitum líkamanum fyrir í stól og beið með ánægjulegri eftirvæntingu. Kennarinn las bréf- ið og skoðaði fylgiskjalið. „Þetta eru ekki pen- ingar", sagði hann. „Það er bara mynd og eitt- hvað um tóbak". „Það er ekki neitt slíkt", svaraði Mamtolo. „Hvernig geta það ekki verið peningar? Þér siálfur hafið lesið í bréfinu, að maðurinn minn lét £5 með því". „Ég segi samt, að það séu ekki peningar", svaraði kennarinn. Mamtolo fór aftur með bréfið í búðina. „Ég hef fengið bréf frá manninum mínum, og hann VÍKIN G UR 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.