Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Blaðsíða 9
Jóhanna litla i hátíðabúningi sínum. Ef litirnir sæjust, sæist hversu afar skrautlegur búningur þetta er. hafa það í huga, að þeir eru ekki „skrælingjar", að þeir heita INÚKAR og eru ekki meiri „eski- móar“ en við höfum oft og tíðum þurft að vera. Að þeir hafa gegnum þrautir umliðinna alda háð þrotlausa lífsbaráttu við óblíða náttúru oft og tíðum og erlenda áþján í landi, sem for- feður okkar fundu og byggðu, haldið því í byggð lifandi manna, þótt örlögin hafi hins vegar hindrað okliur um langan tíma að halda þar hróðri Islands uppi. Grænlenzk landsýn. Þegar maður er kominn vestur að Græn- landsströndum, fær maður ósjálfrátt á tilfinn- inguna hversu allar fjarlægðir séu þar mörgum sinnum meiri en hér heima. Manni verður á að finnast ísland sem lítill hólmi við megin- land, þegar maður ber það saman við hinar óravíðu strandlengjur Grænlands. Og að sigla í logni gullglitaðan sæ þess, undir skini kvöld- sólarinnar, fram með fagurmynduðum og feikn- þrungnum fjöllum þess, þar sem fullmegi allra frera yppir brám sínum undir bláma austur- loftsins á stöku stað, en afkvæmi hans mörg tipla tám sínum á toppa og tögl strandfjallanna og teygja arma sína niður gjár og gilskorninga eins og í langaðri leit að umlykja þau öll sínum helkalda, hjarnhvíta hjúpi, og hið kristaltæra loft endurspeglar í ótal litbrigðum geisla sólar- innar, þá er það sýn, sem maður getur aldrei gleymt. Þetta minnir á Island og raunar mjög líkt, en bendir þó í aðra átt. Að sjá ísland úr hafi minnir á borg, sem byggð er á hæð og beinir með turnum sínum og hvolfþökum allri athygli upp í bláma him- insins. Að sjá Grænland úr hafi er eins og að horfa á borgarmúr, sem teygir sig endalaust yfir bungu jarðarinnar og beinir huganum eftir breiðstræti Ægis til óræðs áfangastaðar, til eilífðarvega. Einmitt á þessa leið held ég að hinum útfúsu áum vorum hafi verið innanbrjósts, þegar þeir stýrðu skipum sínum í útnorðurveg og stefndu fram með strönd Grænlands í leit hinna athafna- fullu ævintýra, og urðu til þess að skapa eitt undur heimsins: opna nýjan heim, sem enginn vissi af áður og næstum fimm aldir tók til þess að verða viðurkennt sem raunveruleiki. En þá voru nöfn þeirra gleymd og afrek þeirra ekki munuð nema á útskeri því, er átti uppruna þeirra. Og sjálf ætt þeirra var kviksett orðin í þoku tómlætis og umhyggjuleysis, horfin í myrkur þagnar og gleymsku. Einungis minn- ingarnar vaka. Og margir spyrja: „Dó hin ís- lenzka ættkvísl út í Gi’ænlandi eða —?“ Þegar maður horfir á strönd Grænlands teygja sig fram sem augað eygir, horfir á fann- krýnd fjöllin og hrjóstrugar hlíðarnar, sem vita út að hafinu, þá sýnist þetta sem einn óslitinn veggur, en maður veit að þetta er sjónhverf- ing. Allt þetta auða land er sundurskorið í hundruð, í þúsundir fjarða, voga og víkur, í sund og eyjar og dali, þakið þúsundum vatna, og inn milli hrjóstranna liggja víða vinjar gróðursælla og skjólríkra svæða, þar sem nátt- úran skartar sínum fegursta tilbreytileik. Og þá verður manni á að hugsa: Hvar er fólkið, sem byggir allt þetta víðáttumikla land ? Hvernig er það, og hvar býr það? Fólkið, sem við sáum í Færeyingahöfn. Eins og ég hef drepið á, þá höfðum við ekki tækifæri til að kynnast Grænlendingum mikið. Á hinu auða svæði vesturstrandar Græn- lands, sem er rúmir 2000 km. á lengd, búa að- eins 18 þúsund manns. Þeir búa allir i litlum þorpum, sem liggja utan til í hinum löngu fjörð- um. Það er því víðast langt á milli bvggða og samgöngur lítt hugsanlegar nema á sjó eða í lofti. I Færeyingahöfn eða Kangerdluarsoruseq- firði er engin föst byggð, nema þau hús, sem nauðsynleg eru í sambandi við eftirlit Dana með höfninni. Þar er því ekki fólk, eftir því sem ég bezt veit, sem hafi þar fasta búsetu V í K I N □ U R 267
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.