Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Side 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Side 48
frá þeirri hrynjandi og viðhorfi, sem fram kom við byggingu „porte royale“ hálfri öld áður? Fari maður með bifreið frá París til Chart- res, 100 kílómetra leið, verður fyrir manni ó- venjuleg sýn, er maður nálgast leiðarenda. Fyr- ir ofan skógivaxna ásana gnæfir bákn dóm- kirkjunnar, þar sem hún stendur. Nei, hún stendur ekki, reyndar, hún hreyfist. Það er sem hún geysist áfram með síauknum hraða, turnarnir fremstir, kirkjubáknið með, hraðinn 80 km. eins og bifreiðarinnar. Eins og bryn- varið herskip, grátt fyrir járnum, klýfur hún grænar bylgjur merkurinnar. Hvað nefnist aðalhluti kirkjunnar? Skipið, á latínu navis, frönsku nef, ensku nave, þýzku Schiff. Þetta sérkennilega heiti hefur fundizt frá upphafi, og vitað er, að í forneskju sam- ræmdist það hinum frumkristna hugsunarhætti, þeim, að kirkja Krists væri skip björgunarinn- ar, líkt og örk Nóa, eða líkt og skipið á Gene- saretvatninu! I bókmenntum og listum er hvar- vetna gripið til þessarar samlíkingar; má þar nefna „Einn á hrörlegu fleyi“ eftir Geijer og „Skipbrot Don Juans“ eftir Delacroix. Skipið brunar, bifreiðin þeysist, en þegar nær kemur Chartres hverfur þessi missýn, og brátt sér maður hvar turnarnir gnæfa óhagganlegir og rammgerir yfir húsþökum biskupsstaðarins. En í huga gestsins, sem stendur fyrir framan suðurhliðina baðaða í sólskini, kemur aftur fram myndin af skipinu. Litbrigði og skuggar þess- ara breiðu stoða virðast kvikir. Öll þessi sterk- legu langbönd frá grunni og upp að mæni gefa samskonar svip og áraraðir á langskipi. Líkt og forngrískt herskip með þrem áraröðum (tri- rem) klýfur dómkirkjan öldur aldanna, — með sama hraða og mennirnir, í takt við miðaldirnar, jafnhliða endurvakningunni, vígfim og herská gegn árásum húgenottanna, skynsemisstefnunn- ar og byltingarinnar, lítt særð eftir endurreisn- arherferðir 19. aldarinnar, og nú samferða í skipalestinni yfir hið viðsjála haf 20. aldar, jafnan sterk og tigin, dómkirkja ofar dóm- kirkj um. (Dagens Nyheter, 27. des. 194.9). 306 V I K I N G U R

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.