Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Qupperneq 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1950, Qupperneq 41
„Dátarnir báru byssur meö áfestum stingjum um öxl, og á byssustingina voru relcin stór styklci af hvítu brauði eða steik, eöa vínflöskur hengdar 0" bezt gekk. Auk þess var í rauninni allt, sem til var í landinu, bæði dautt og lifandi, eign konungsins. Þess vegna gat konungurinn bæði leigt og selt herinn sinn til annarra landa, sem áttu í stríði og skorti hermenn. Bæði England, Austurríki og Frakkland tóku slíka heri á leigu, einkum frá þýzku smáfurstunum, sem högnuðust vel á því að selja líf og blóð þegna sir.na. Þegar England reyndi að bæla niður uppreisn- ina í Norður-Ameríku nýlendunum, notaðist það aðal- lega við þýzkar herdeildir, sem höfðu verið leigðar af þýzkum furstum. Fyrir dalina, sem maður fékk hjá liðsmalaforingjanum, seldi maður því ekki einasta sex, sjö ár af lífi sínu, heldur einnig oft lífið sjálft. Það var oft eins erfitt að fá sjóliða í flotana og dáta í landherina, og við það voru ekki notuð nein vettlingatök. Menn notuðu hina ilh’æmdu „pressun". Það var einkum í Englandi, en þó einnig í Frakklandi og Hollandi, sem „pressunin" tíðkaðist, og hún er al- kunn úr mörgum enskum sjóferðareyfurum. Þessi „pressun“ var hreint mannrán. .Þegar skip konungsins vantaði mannskap, var sendur flokkur vopnaðra sjóliða undir stjórn liðþjálfa i hafnarhverfin, og sjómenn, sem á vegi þeirra urðu, voru umsvifalaust teknir, bundnir og fluttir um borð í herskipið. Væri það úti á rúmsjó og vantaði menn, til dæmis eftir orustu, gat skipstjórinn vel fundið upp á því að ráðast á verzl- unarskip og taka með valdi iiluta af skipshöfn þess um borð, eða hann gat sent bát i land í einhverri höfn og rænt eins mörgum og hann taldi sig þurfa. Það var ekki að furða, þó sjómenn, sem ekki langaði til að komast á herskip, flýðu og feldu sig, þegar þeir sáu sjóliðasveit nálgast. Oft kom það fyrir, að menn hurfu gersamlega á þennan hátt, og féllu þeir í orustu og væri sökkt í hafið, fékk enginn framar vitneskju um örlög þeirra. í gamalli bók getur að lesa merkilega sögu um, hvað slík „pressun" gat leitt af sér. Ungur maður kom til London, það var um 1810 — og systir hans og mágur, sem ætluðu að taka á móti honum, fóru á mis við hann. Ungi maðurinn stóð því einn síns liðs niður við höfn í þessari ókunnu boi’g, þegar góðlátlegur sjómaður bauð honum að sofa hjá scr yfir nóttina. Þeir fylgdust síðan að heim til sjó- mannsins, sem bjó í iitlu húsi við höfnina. Um nóttina heyrði sjómaðurinn óp og háreysti úti fyrir, og hann fór á fætur til að sjá hvað um væri að vera. Það voru tveir menn í slagsmálum og sjómaðurinn heyrði skvamp, er annar þeirra féll í sjóinn. Hann ætlaði að veita morðingjanum eftirför á skyrtunni einni saman, en í sama bili kom „pressunarflokkur" á vett- vang. Þeir gripu hann, fleygðu honum niður í bát og fluttu hann út 1 herskip. Daginn eftir var sjómannsins saknað í húsinu, og þegar lik fannst á reki rétt við húsdyrnar, voru menn sannfærðir um, að það væri af honum. Það var auð- vitað ókunni maðurinn, sem hafði myrt hann, og grun- urinn varð að vissu, þegar blóð fannst á fötum hans. V í K I N G U R 299

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.